Frost

Frost

Heillandi leikhústöfrar í stórsýningu fyrir áhorfendur á öllum aldri!
Sala í gegnum leikhúskort er hafin– almenn forsala hefst 4. október
Frumsýning
Í mars 2024
Svið
Stóra sviðið
Kaupa leikhúskort

Disneysöngleikurinn Frost

Söngleikur byggður á Disneykvikmyndinni Frozen eftir Jennifer Lee í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Frumuppfærslan á Broadway, í leikstjórn Michael Grandage, var framleidd af Disney Theatrical Productions.

Spennandi, fyndin og falleg saga um sterkar, ungar konur sem þurfa að takast á við ill örlög.

 

Söngleikurinn Frost er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls, líkt og í geysivinsælum sýningum hans á borð við Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd.

Stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur í nýjum söngleik þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn.

Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu.

Í samstarfi við Vesturport, Det Norske Teatret í Osló, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Borgarleikhúsið í Helsinki og fleiri leikhús á Norðurlöndum. Sýnt með leyfi Disney Theatrical Productions.

Leikarar

Höfundar og listrænir stjórnendur

Tónlist og söngtextar
Handrit
Tónlistarstjórn
Leikmynd
Búningar
Dans og sviðshreyfingar

Aðrir aðstandendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími