Frost

Frost

FORSALAN ER HAFIN!
Heillandi leikhústöfrar í stórsýningu fyrir áhorfendur á öllum aldri!
Frumsýning
2. mars
Svið
Stóra sviðið
Áætluð lengd
2.20 eitt hlé

Disneysöngleikurinn Frost

Söngleikur byggður á Disneykvikmyndinni Frozen eftir Jennifer Lee í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Frumuppfærslan á Broadway, í leikstjórn Michael Grandage, var framleidd af Disney Theatrical Productions.

Spennandi, fyndin og falleg saga um sterkar, ungar konur sem þurfa að takast á við ill örlög.

 

Söngleikurinn Frost er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls, líkt og í geysivinsælum sýningum hans á borð við Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd.

Stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur í nýjum söngleik þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn.

Í samstarfi við Vesturport, Det Norske Teatret í Osló, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Borgarleikhúsið í Helsinki og fleiri leikhús á Norðurlöndum. Sýnt með leyfi Disney Theatrical Productions.

Aldursviðmið: 4 ára +

Í sýningunni eru blikkandi ljós. Sjá nánar um viðvaranir hér.

 

Leikarar

Börnin í sýningunni

Hljómsveit

Höfundar og listrænir stjórnendur

Tónlist og söngtextar
Handrit
Leikmynd
Tónlistarstjórn
Búningar
Dans og sviðshreyfingar
Myndbandshönnun

Leikhópurinn fer með ýmis hlutverk í sýningunni. Leikarar úr leikhópi Þjóðleikhússins eru staðgenglar leikara. Viktoría Sigurðardóttir er staðgengill fyrir hlutverk Elsu og Önnu. 

Viðbótarhljóðupptökur önnuðust Andri Ólafsson, Birgir Þórisson og Þóroddur Ingvarsson. Sérstakar þakkir: Kjartan Guðnason.

Aðrir aðstandendur

Aðstoðarmaður leikstjóra
Aðstoðarmaður danshöfundar
Dansstjóri barna
Aðstoðarmaður tónlistarstjóra, nemi við LHÍ
Aðstoðarmaður búningahöfundar
Samfélagsmiðlateymi sýningar
Aðstoð við töfrabrögð
Ljósaforritun
Ljósadeild, umsjón með sól/mána
Hljóðmaður á sviði
Teymisstjórn leikmyndaframleiðslu
Smíði og skúlptúr
Málmsmíði
Leikmunir, yfirumsjón
Aðstoð við leikmunagerð
Leiksviðsstjóri
Leiksviðsdeild, yfirumsjón sýningar
Ég er frjáls

Máninn sindrar á snjóbreiðunni,
hér er hvergi hræðu að sjá.
Ég er drottning í þessu ríki
— eða þannig lít ég á.

Hvínandi vindurinn um hugarfylgsni fer.
Hvirfilbylurinn ólgar inni í mér.
Þú hylur hvað sem amar að,
góða stelpan hún ætti' að vita það.
Hyldu, dyldu að ystu brún
— loks brestur hún.

Ég er frjáls, orðin frjáls,
hleyp öllum sorgum frá.
Ég er frjáls, orðin frjáls
ég er full af nýrri þrá.
Næturfrost mega minna á sig,
mæti storminum
— kuldinn er ekkert að angra mig.

Merkilegt hvað fjarlægð lætur fjöllin virðast blá.
Nú áhyggjur og ótti mér engan veginn há.
Við sjáum til hvað ég get gert,
ég færi mörkin umtalsvert.
Því þessi tilfinning er hrein
— loks ein.

Ég er frjáls, orðin frjáls.
Ég hverf inn í hvítan heim.
Ég er frjáls, alveg frjáls.
Er hætt að þóknast þeim.
Ég verð hér, ég stend með mér
— mæti storminum.

Ég beisla kraftana sem ólmast allt um kring.
Frá innstu hjartarótum, mikilfengleg kraftbirting.
Fjúkandi hugsanirnar finna loksins svar.
Ég sný mér aldrei við, því fortíðin er þar.


Ég er frjáls, orðin frjáls.
Eins og sólin um himinn fer.
Ég er frjáls, alveg frjáls.
Er frjáls frá sjálfri mér
Allt er hægt ef þú treystir á þig,
mæti storminum
— kuldinn er ekkert að angra mig.


Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 16 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími