/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ásta Jónína Arnardóttir

Tæknistjórn á sýningum
/

Ásta hefur starfað sem myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Hún stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018.

Hún hannar myndband fyrir Hvað sem þið viljið og Nokkur augnablik um nótt í Þjóðleikhúsinu og fer með umsjón, sýningarstjórn og hljóðhönnun í sýningunni Prinsinn.

Ásta Jónína sá um myndbandshönnun fyrir sýningarnar Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag (2020), Vloggið (2021) í Þjóðleikhúsinu, Trouble in Tahiti (2018) sem sýnd var í Tjarnarbíói og Ég heiti Guðrún (2018), sem leikhópurinn Leiktónar sýndi í Þjóðleikhúsinu, og var aðstoðarmaður leikstjóra í þeirri sýningu. Ásta sá um ljósahönnun í uppfærslu sýningarinnar Fullorðin í Þjóðleikhúskjallaranum 2022. Meðfram leikhúsinu starfar hún sjálfstætt við kvikmyndatöku og sem klippari og hefur séð um kvikmyndatöku fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Einnig hefur hún fengist við kvikmyndatöku og klippingu tónlistarmyndbanda, auglýsinga, heimildarmynda og kynningarmyndbanda.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími