/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ásta Jónína Arnardóttir

Ljósa- og myndbandshönnuður, Ljósamaður, Tæknistjórn á sýningum
/

Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Taktu flugið, beibí! og Storm og myndband fyrir Eltum veðrið. Hún hannaði hér lýsingu og myndband fyrir Ást Fedru, lýsingu fyrir Eddu, Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Frost, Múttu Courage, Orð gegn orði, Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. og  Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Ást Fedru.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími