/
Miðasala Þjóðleikhússins
Miðasala færist tímabundið yfir á síma og net

Um stundarsakir höfum við fært miðasölu okkar alfarið yfir á síma og net. Við erum við símann á virkum dögum frá 9 -17 og frá 12 -17 á laugardögum. Á meðan samkomutakmörkunum stendur bendum við fólki á að hafa samband við okkur símleiðis, í gegnum tölvupóst, eða í spjalli.

SENDU OKKUR PÓST

Eða hringdu í 551 1200!

Þú getur líka smellt á þetta merki hér neðar til hægri á síðunni og spjallað við okkur á opnunartímum miðasölu.

Sýningahald hefur eðlilega raskast nokkuð en við gerum okkur besta til þess að upplýsa miðaeigendur um nýja sýningartíma. Enn sem komið er liggur ekki fyrir hvenær sýningar hefjast að nýju.

Rétt er að ítreka að allir miðar sem hafa verið keyptir á sýningar eru tryggðir.

Gefðu upplifun í Þjóðleikhúsinu!

Gjafakort er frábær gjöf sem hentar öllum aldurshópum enda ávísun á upplifun og ævintýri. Þú hefur úrval sýninga
til að velja úr á hverju ári með gjafakorti sem rennur aldrei út.

KAUPA KORT
Besta verðið er í kortunum

Kortið veitir þér 30% afslátt af fjórum eða fleiri sýningum og ýmis fríðindi.

Þú velur 4 sýningar eða fleiri, færð 30% afslátt og verð kortsins fer eftir miðaverði á þær sýningar sem þú velur. Þú færð áminningu með SMS nokkrum dögum fyrir sýningarnar þínar.

Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti á ótrúlegu verði! 25 ára og yngri fá fjórar sýningar á aðeins 8.900 kr.

Leikhúskort
fjórar sýningar eða fleiri
30% afsláttur
KAUPA KORT
Ungmennakort
fjórar sýningar á aðeins
8.900 kr.
KAUPA KORT
Fáðu allar upplýsingar í síma: 551 1200
Eða sendu línu á: midasala@leikhusid.is

Miði á sýningu í Hádegisleikhúsinu, ásamt veitingum, fylgir í kaupbæti með öllum kortum sem keypt eru fyrir 15. október.

/
/
Leikhúskortið veitir þér alls konar fríðindi

Þitt sæti á sýningarnar sem þig langar mest að sjá – Gjafakort á sérkjörum þegar þú vilt gleðja aðra – Afsláttur af bókum í leikhúsbókabúðinni okkar – Sérstök tilboð send út reglulega – SMS áminningar um sýningardaga – Ef sýningardagsetning hentar ekki þá aðstoðum við þig við að finna nýja dagsetningu

Við hugum vel að sóttvörnum í leikhúsinu, sjá nánar hér.

/
/
Ljúffengar veitingar í glæsilegum forsal

Í nýju umhverfi stóraukum við framboð á veitingum í Þjóðleikhúsinu.

Nú getur þú pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann eða í miðasölu, með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara

Komdu, sjáðu og prófaðu!

Pantaðu borð og veitingar fyrirfram
Tryggðu þér borð með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara og veitingarnar bíða þín á merktu borði!

Veitingar fyrir hópa

Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is og við sníðum veitingar fyrir hópinn að þínum óskum.

SJÁ MATSEÐIL
/
Bílastæði

Bílastæði í nágrenni Þjóðleikhússins eru m.a. við vesturenda aðalbyggingarinnar, við Lindargötu og Sölvhólsgötu. Gjaldfrjálst er í þau stæði eftir kl 18.

Stórt bílastæði ráðuneyta á milli Lindargötu og Sölvhólsgötu er opið almenningi á kvöldin og um helgar.

Bílastæðahúsin Traðarkot við Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu og Kolaportið undir Seðlabankanum, eru opin til kl. 24:00 alla daga. Sjá nánar hér.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða

Strætó

Nálægar biðstöðvar eru m.a. Lækjatorg, Menntaskólinn í Reykjavík og Sæbraut.

Aðgengi fyrir fatlaða

Grunnurinn að Þjóðleikhúsbyggingunni var tekinn árið 1929, á tímum þar sem ekki var hugað að aðgengi fyrir fatlaða að opinberum byggingum með sama hætti og nú. Á síðari árum hefur verið lögð mikil áhersla á það í Þjóðleikhúsinu að bæta aðgengi fyrir fatlaða, þótt við viljum gera enn betur, og var mikilvægum áfanga náð haustið 2018 þegar nýtt lyftuhús var tekið í notkun fyrir gesti á Stóra sviðinu. Við höldum áfram að bæta aðgengið og tökum með ánægju við ábendingum um það sem betur mætti fara í þessum efnum á leikhusid@leikhusid.is eða í miðasölu.

BÍLASTÆÐI
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru hægra megin við aðalinngang við Hverfisgötu og þaðan er rampur niður að lyftuhúsi. Til þess að komast inn í lyftuhúsið á jafnsléttu, ef rampurinn hentar ekki, er hægt að keyra að lyftuhúsinu frá Lindargötu, en þá þarf að láta bakdyravörð vita áður (s.585 1231). Bakdyravörður opnar hlið að bílastæðinu við Lindargötu, og þaðan er ekið alveg upp að lyftuhúsi.
/
STÆKKA MYND
MIÐAKAUP
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru hægra megin við aðalinngang við Hverfisgötu og þaðan er rampur niður að lyftuhúsi. Til þess að komast inn í lyftuhúsið á jafnsléttu, ef rampurinn hentar ekki, er hægt að keyra að lyftuhúsinu frá Lindargötu, en þá þarf að láta bakdyravörð vita áður (s.585 1231). Bakdyravörður opnar hlið að bílastæðinu við Lindargötu, og þaðan er ekið alveg upp að lyftuhúsi.
/
STÆKKA MYND
KASSINN
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru hægra megin við aðalinngang við Hverfisgötu og þaðan er rampur niður að lyftuhúsi. Til þess að komast inn í lyftuhúsið á jafnsléttu, ef rampurinn hentar ekki, er hægt að keyra að lyftuhúsinu frá Lindargötu, en þá þarf að láta bakdyravörð vita áður (s.585 1231). Bakdyravörður opnar hlið að bílastæðinu við Lindargötu, og þaðan er ekið alveg upp að lyftuhúsi.
/
STÆKKA MYND
KÚLAN
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru hægra megin við aðalinngang við Hverfisgötu og þaðan er rampur niður að lyftuhúsi. Til þess að komast inn í lyftuhúsið á jafnsléttu, ef rampurinn hentar ekki, er hægt að keyra að lyftuhúsinu frá Lindargötu, en þá þarf að láta bakdyravörð vita áður (s.585 1231). Bakdyravörður opnar hlið að bílastæðinu við Lindargötu, og þaðan er ekið alveg upp að lyftuhúsi.
/
STÆKKA MYND
ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARI
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru hægra megin við aðalinngang við Hverfisgötu og þaðan er rampur niður að lyftuhúsi. Til þess að komast inn í lyftuhúsið á jafnsléttu, ef rampurinn hentar ekki, er hægt að keyra að lyftuhúsinu frá Lindargötu, en þá þarf að láta bakdyravörð vita áður (s.585 1231). Bakdyravörður opnar hlið að bílastæðinu við Lindargötu, og þaðan er ekið alveg upp að lyftuhúsi.
/
STÆKKA MYND
/
Stóra sviðið
Sætaskipan í sal Þjóðleikhússins. Athugið að á sumum sýningum er sviðið stækkað og þá er ekki setið í fyrstu fjórum sætaröðum. Athugið að aukið fótapláss er í sætaröðum 1 og 4 í sal, og fremsta bekk á svölum (19. bekk), sem og við endasæti.
Yfirlitsmynd
 • Salur
 • Svalir
505 sæti
/
/
SVIÐ
Kassinn
Kassinn við Lindargötu 7 tekur 137 gesti.
Yfirlitsmynd
 • Salur
 • Svalir
137 sæti
/
/
KÚLAN
Kúlan er barnasviðið í kjallara við Lindargötu 7. Salurinn tekur 80 gesti, en allt að 120 gesti ef setið er á dýnum á gólfinu.
Yfirlitsmynd
 • Salur
 • Svalir
80 sæti
/
/
KJALLARINN
Nú hefur Leikhúskjallarinn verið tekinn í gegn og honum gefið nýtt yfirbragð. Gamall sjarmi og ögrandi ferskleiki mætast og til verður nýr og spennandi vettvangur fyrir list augnabliksins. SKOÐA KJALLARANN!
Yfirlitsmynd
 • Salur
 • Svalir
/
SVIÐ
LOFTIÐ
Loftið er nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verður staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Loftið er jafnframt nýtt leikrými þar sem áhersla verður lögð á að laða fólk að leikhúsinu á nýjum forsendum, og líka að ná til fólks sem að öllu jöfnu sækir ekki leiksýningar.
Yfirlitsmynd
 • Salur
 • Svalir
/
SVIÐ
Skilmálar miðakaupa
Miðaverð leikárið 2020/2021
 • Almennt miðaverð á sýningar Þjóðleikhússins er 6.400 kr.
 • Frumsýningar: 9.500 kr.
 • Barnasýningar á Stóra sviðinu: 5.500 kr.
 • Barnasýningar í Kúlunni: 2.900 kr. og 3.900 kr.
 • Loftið: 2.900 kr.  – 3.900 kr. – 4.500 kr (miðað við hvern gest)
 • Forsýningar: 3.900 kr.

Heimilt er að sitja undir börnum yngri en 3ja ára á sýningum á Stóra sviðinu. Á minni sviðum er slíkt ekki heimilt.

Leikhúskort

Kortagestir fá send sms-skilaboð til áminningar um sýningardag tveimur til þremur dögum fyrir sýningu.

Leikhúskort sem keypt er að hausti gildir það leikár, en rennur út í lok leikársins, að vori.

Kortagestir fá að auki 640 kr. afslátt af almennu miðaverði.

Vinsamlega athugið að þegar leikhúskort eru keypt að hausti eru sýningardagar áætlaðir, en þeir geta breyst þegar nær dregur. Kortagestir eru því hvattir til að fylgjast með sýningum á vef leikhússins, leikhusid.is. Þar má finna réttar dagsetningar út frá sýningarnúmeri.

LEIÐBEININGAR VARÐANDI MIÐAKAUP

Farið yfir miðakaup

Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, dagsetningu, sætanúmer, tímasetningu og leiksvið. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.

Breytingagjald

Breytingagjald er 350 kr. á öllum sýningum. Kortagestir hafa möguleika á að breyta kortasýningu einu sinni án endurgjalds.

Lokafrestur afpöntunar

Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað í síðasta lagi 24 tímum fyrir sýningu.

Endursala miða er óheimil

Ekki er heimilt að endurselja öðrum miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandanda viðburðar, þá áskilur Þjóðleikhúsið sér rétt til að ógilda miðann.

Viðburður fellur niður

Ef viðburður fellur niður þá eru eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.

Dagsetningu viðburðar breytt

Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu.

Endurgreiðsla vegna miðakaupa

Þegar þú hefur keypt miða hjá Þjóðleikhúsinu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð. Miðar greiddir með gjafakortum fást ekki endurgreiddir.

Gjafakort

Almenn gjafakort Þjóðleikhúsins renna ekki út, en ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort er notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, þarf að greiða mismuninn. Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd.

Sum gjafakort hafa hinsvegar ákveðinn gildistíma, en þá er það tekið fram á gjafakortunum.

Gjafakort gilda ekki á samstarfsverkefni eða gestaleiki í Leikhúskjallara, svo sem Mið-Ísland, Improv og Bara góðar.

Glatað gjafakort

Týnt gjafakort er tapað fé, en í einstaka tilfellum er hægt að rekja gjafakort í miðasölu.

Sendingargjald

Sendingargjald er 195 kr. fyrir heimsend gjafakort.

Fráteknir miðar

Miðar eru fráteknir í 7 daga – eftir það dettur frátektin út.

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími