
Veitingasala Þjóðleikhússins
Veitingar er hægt að panta fyrirfram og handhægt að gera það í sömu andrá og miðar eða leikhúskort eru keypt. Ef pantað er í gegnum miðasölu verður að gera það með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara.
Veitingar fyrir hópa
Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is og við sníðum veitingar fyrir hópinn að þínum óskum.
SJÁ MATSEÐIL

Gjafakort Þjóðleikhússins
Þjóðleikhúsið býður upp á spennandi tilboð á gjafakortum. Nú getur þú fært þeim sem þér þykir vænt um þrjár gjafir í einni. Tilhlökkun, upplifun og ógleymanlegar minningar.
Sjá nánar

Við tökum vel á móti þér í miðasölu leikhússins
Miðasalan er opin alla virka daga milli klukkan 14 og 18. Miðasölusími er opinn alla virka daga frá klukkan 14. Um helgar er opið frá klukkan 12 -18.
Það eru ýmsar leiðir til að hafa samband við okkur.
Þú getur líka smellt á þetta merki hér neðar til
hægri á síðunni og spjallað við okkur á
opnunartímum miðasölu.
Nú hefur öllum samkomutakmörkunum verið aflétt
frá og með föstudeginum 25. febrúar.
Rétt er að ítreka að allir miðar sem hafa verið keyptir á sýningar
eru tryggðir. Við sendum út nýjar dagsetningar á alla
miðaeigendur um leið og þær liggja fyrir.
Aðgengi
Bílastæði í nágrenni Þjóðleikhússins eru m.a. við vesturenda aðalbyggingarinnar, við Lindargötu og Sölvhólsgötu. Gjaldfrjálst er í þau stæði eftir kl 18.Stórt bílastæði ráðuneyta á milli Lindargötu og Sölvhólsgötu er opið almenningi á kvöldin og um helgar. Bílastæðahúsin Traðarkot við Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu og Kolaportið undir Seðlabankanum, eru opin til kl. 24:00 alla daga.
Lyftuhús
Ef lyftuhúsið er lokað eða einhver vandamál koma upp er hægt að gera vaktstjóra viðvart í síma: 620 1182.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
Sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru hægra megin við aðalinngang við Hverfisgötu og þaðan er rampur niður að lyftuhúsi. Til þess að komast inn í lyftuhúsið á jafnsléttu, ef rampurinn hentar ekki, er hægt að keyra að lyftuhúsinu frá Lindargötu, en þá þarf að láta bakdyravörð vita áður (s.8234243). Bakdyravörður opnar hlið að bílastæðinu við Lindargötu, og þaðan er ekið alveg upp að lyftuhúsi.


- Salur
- Svalir
-

- Salur
- Svalir
-


- Salur
- Svalir
-


- Salur
- Svalir
-


- Salur
- Svalir
-


Nær heil öld frá því að grunnur hússins var tekinn
Grunnurinn að Þjóðleikhúsbyggingunni var tekinn árið 1929, á tímum þar sem ekki var hugað að aðgengi fyrir hreyfihamlaða að opinberum byggingum með sama hætti og nú. Á síðari árum hefur verið lögð mikil áhersla á það í Þjóðleikhúsinu að bæta aðgengi fyrir fatlaða, þótt við viljum gera enn betur, og var mikilvægum áfanga náð haustið 2018 þegar nýtt lyftuhús var tekið í notkun fyrir gesti á Stóra sviðinu.
Við höldum áfram að bæta aðgengið og tökum með ánægju við ábendingum um það sem betur mætti fara í þessum efnum á leikhusid@leikhusid.is eða í miðasölu.

Ókeypis aðgangur fyrir fólk í hjólastólum
Fólk í hjólastólum greiðir ekkert fyrir stæði fyrir hjólastóla og getur því séð sýningar leikhússins sér að kostnaðarlausu. Nauðsynlegt er hinsvegar að panta miða fyrir hjólastólastæði fyrirfram. Það er ekki hægt að panta stæði á netinu, hafa þarf samband við miðasölu (s. 551 1200) til þess að panta þau.
Ef um fjömennari hópa er að ræða má fjarlægja föst sæti og búa þannig til rými fyrir fleiri hjólastóla. Slíkt þarf þó að gera með góðum fyrirvara og áður en þau sæti hafa verið seld.

Aðvörun - kveikjumerking (e. trigger warning)
Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur orðið ágeng. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrirfram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar eða valdið þér eða þínum uppnámi, midasala@leikhusid.is.
Leikhúsbókabúðin
Í leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins eru á boðstólum leikhúsbækur af öllu tagi á kostakjörum, þar má finna leikrit og leikritasöfn, bækur um leikhús og leikhúsfólk, fræðirit um fagið og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóðleikhússins. Þar er einnig boðið upp á eigin útgáfu leikhússins á völdum nýjum leikritum og þýðingum.
SKOÐA BÓKABÚÐ

- Almennt miðaverð á sýningar Þjóðleikhússins er 6.650 kr.
- Frumsýningar: 9.500 kr.
- Barnasýningar á Stóra sviðinu: 5.900 kr.
- Barnasýningar á Litla sviðinu: 2.900 kr. og 3.900 kr.
- Kjallarinn: 2.900 kr. – 3.900 kr. – 4.500 kr
- Loftið: 2.900 kr. – 3.900 kr.
- Forsýningar: 3.900 kr.
Heimilt er að sitja undir börnum yngri en 3ja ára á sýningum á Stóra sviðinu. Á minni sviðum er slíkt ekki heimilt.
Kortagestir fá send sms-skilaboð til áminningar um sýningardag tveimur til þremur dögum fyrir sýningu.
Leikhúskort sem keypt er að hausti gildir það leikár, en rennur út í lok leikársins, að vori.
Kortagestir fá að auki 10% afslátt af almennu miðaverði.
Vinsamlega athugið að þegar leikhúskort eru keypt að hausti eru sýningardagar áætlaðir, en þeir geta breyst þegar nær dregur. Kortagestir eru því hvattir til að fylgjast með sýningum á vef leikhússins, leikhusid.is. Þar má finna réttar dagsetningar út frá sýningarnúmeri.
Farið yfir miðakaup
Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, dagsetningu, sætanúmer, tímasetningu og leiksvið. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.
Breytingagjald
Breytingagjald er 350 kr. á öllum sýningum. Kortagestir hafa möguleika á að breyta kortasýningu einu sinni án endurgjalds.
Lokafrestur afpöntunar
Miði telst notaður hafi ekki verið afpantað í síðasta lagi 24 tímum fyrir sýningu.
Endursala miða er óheimil
Ekki er heimilt að endurselja öðrum miða með fjárhagslegum hagnaði. Ef miði er seldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir annan aðila en aðstandanda viðburðar, þá áskilur Þjóðleikhúsið sér rétt til að ógilda miðann.
Viðburður fellur niður
Ef viðburður fellur niður þá eru eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á næstu dagsetningu eða full endurgreiðsla á miða.
Dagsetningu viðburðar breytt
Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu.
Endurgreiðsla vegna miðakaupa
Þegar þú hefur keypt miða hjá Þjóðleikhúsinu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð. Miðar greiddir með gjafakortum fást ekki endurgreiddir.
Gjafakort
Almenn gjafakort Þjóðleikhúsins renna ekki út, en ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort er notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, þarf að greiða mismuninn. Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd.
Sum gjafakort hafa hinsvegar ákveðinn gildistíma, en þá er það tekið fram á gjafakortunum.
Gjafakort gilda ekki á samstarfsverkefni eða gestaleiki í Leikhúskjallara, svo sem Mið-Ísland, Improv og Bara góðar.
Glatað gjafakort
Týnt gjafakort er tapað fé, en í einstaka tilfellum er hægt að rekja gjafakort í miðasölu.
Sendingargjald
Sendingargjald er 195 kr. fyrir heimsend gjafakort.
Fráteknir miðar
Miðar eru fráteknir í 7 daga – eftir það dettur frátektin út.