Saknaðarilmur

Saknaðarilmur

Tilfinningaþrungin, heillandi og húmorísk sýning sem sprengir tabú!
Leikstjórn
Björn Thors
Frumsýnt
jan. 2024
Svið
Kassinn
Miðaverð
7250

Leikrit eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur  

Magnaður efniviður Elísabetar Jökulsdóttur öðlast nýtt líf á leiksviðinu í meðförum sama listræna teymis og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur. Sú sýning hlaut einróma lof, sópaði að sér verðlaunum og hreif þjóðina svo mjög að hún var sýnd í þrjú leikár á Stóra sviðinu. Í þessari sýningu hafa þau Unnur Ösp og Björn Thors endaskipti á hlutverkum; nú er það Unnur sem leikur en Björn heldur um leikstjórnartaumana.

Þegar fullorðin skáldkona missir móður sína er komið að stóra uppgjörinu. Nú fyrst er hún tilbúin til þess að horfast í augu við erfiða æsku sína, föðurmissi, geðveikina, ástina og sturlað lífshlaup sitt. Af hverju náðu þessar tvær konur aldrei sambandi, þó að þær hafi deilt öllu lífi sínu, og reynt að horfast í augu í gegnum sorgir og sigra? 

Nýtt leikverk byggt á rómuðum bókum Elísabetar Jökulsdóttur

 

Geta áföll gert okkur veik? Erfist þjáning á milli kynslóða? Verkið er áhrifarík saga af lítilli, draumlyndri stúlku sem verður að manísku skáldi, ástföngnum fíkli og stórskemmtilegum sögumanni. Hún er brotin, beitt og brjáluð. Þetta er saga af tengslum og tengslaleysi foreldra og barna, nánd og nándarleysi í veruleikafirrtum heimi sem gerir kröfur um að við pössum í fyrirframgerð mót, stöndum okkur og glönsum. 

Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur einleik sem hún hefur samið upp úr Saknaðarilmi og Aprílsólarkulda, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í vændum er áhrifamikil sýning, gædd sjónrænum töfrum, um viðkvæm en brýn málefni sem snerta okkur öll.

Leikari

Ef maður er aldrei snertur sem barn þá er maður óljós. Maður er í raun ekki til.

Listrænir stjórnendur

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón
Leikgervi, yfirumsjón
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími