/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Elín Hansdóttir

Leikmyndahöfundur
/

Leikmyndahöfundur

Elín Hansdóttir gerir leikmynd fyrir Saknaðarilm í Þjóðleikhúsinu 2024.

Elín Hansdóttir lauk BA-prófi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og Magisterprófi frá KHB-Weißensee í Berlín árið 2006. Elín hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim, meðal annars í KW Institute for Contemporary Art í Berlín, Schering Stiftung Berlin, Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Den Frie í Kaupmannahöfn, Frieze Projects og á tvíæringnum í Marrakesh. Þverfagleg listsköpun Elínar sameinar skúlptúr, ljósmyndun og innsetningar til að skapa staðbundin verk þar sem áhersla er lögð á skynjun einstaklingsins á umhverfi sínu. Elín gerði leikmynd fyrir Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og hlaut fyrir hana Grímuverðlaunin 2021. Hún hefur einnig unnið leikmyndir fyrir Burgtheater, Kampnagel og Borgarleikhúsið. Elín hlaut Bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og í maí 2022 var útilistaverk hennar Himinglæva afhjúpað við Hörpu tónlistarhús.

 

www.elinhansdottir.net

 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími