Leikmyndahöfundur
Elín Hansdóttir nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk magistersprófi frá KHB Berlin-Weissensee árið 2006. Elín hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga víða um heim, sjá nánar hjá Gallerí i8
Elín gerir leikmynd fyrir Vertu úlfur á Stóra sviði Þjóðleikhússins leikárið 2020-2021. Hún gerði áður leikmynd hér fyrir Svartan hund prestsins.
Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, meðal annars Bjartsýnisverðlaunin árið 2017.
Elín hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikmynd í Vertu úlfur.