/
Sóttvarnir

Sóttvarnir í leikhúsinu

Við hugum að öryggi þínu!

Þjóðleikhúsið leggur allt kapp á að gæta öryggis gesta og starfsfólks í góðu samráði við sóttvarnaryfirvöld á tímum farsóttarinnar. Við gætum vel að öllu hreinlæti og hvetjum gesti okkar til að hafa í huga eftirfarandi:

Í leikhúsinu er gott aðgengi að vatni, sápu og handspritti. Einnig er boðið upp á grímur en það eru tilmæli frá sóttvarnalækni að leikhúsgestir beri grímur.

Þegar nándartakmarkana er krafist er raðað í sæti í leikhúsinu samvæmt því, og við biðjum gesti að halda þeirri fjarlægð sem óskað er á hverjum tíma.

Gætum vel að persónulegum sóttvörnum og munum að heilsa hvert öðru án snertingar.

Nýtum rafræna miða í stað þess að prenta þá, og framvísum miðum með síma.

Mætum tímanlega í leikhúsið til að forðast raðir.

Við bjóðum upp á snertilausar greiðslur, og hægt er að panta og greiða veitingar fyrirfram á vefnum eða í gegnum miðasölukerfið.

Láttu okkur vita ef þú hefur einhverjar áhyggjur! midasala@leikhusid.is

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími