/
/

Gefðu þrjár gjafir í einu – Tillhlökkun, upplifun og ógleymanlegar minningar

Gjafakort Þjóðleikhússins felur í sér ógleymanlega stund á sýningu að eigin vali hvenær sem þiggjandanum hentar. Hægt er að stækka gjöfina með veitingum fyrir sýningu og í hléi. Einnig er hægt að velja upphæð sem hentar til að setja á gjafakortið. En almennu gjafakort Þjóðleikhússins falla aldrei úr gildi.

Það eru líka spennandi tilboð í gangi sem gilda á valdar sýningar og tilhlökkunin fylgir alltaf frítt með!

Almennt gjafakort
Gildir á sýningu á vegum Þjóðleikhússins að eigin vali

Kaupa gjafakort
7.550 kr.
Gjafakort á Frost
Gefðu þínu uppáhalds fólki stórkostlega leikhúsupplifun.

Kaupa gjafakort
9.950 kr
Opið kort
Nýtt byltingarkennt áskriftarkort fyrir 15 – 25 ára.

Gefa Opið kort
14.500 kr.

Bættu við veitingum á gjafakortið

Í nýju umhverfi stóraukum við framboð á
veitingum í Þjóðleikhúsinu.
Það er því tilvalið að bæta við veitingum
til að gera kvöldið enn eftirminnilegra.

Bættu leikhúsbók eða leikriti í pakkann

Bættu leikhúsbók með í pakkann.

leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins eru á boðstólum leikhúsbækur af öllu tagi á kostakjörum, þar má finna leikrit og leikritasöfn, bækur um leikhús og leikhúsfólk, fræðirit um fagið og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóðleikhússins. Þar er einnig boðið upp á eigin útgáfu leikhússins á völdum nýjum leikritum og þýðingum. Í versluninni er auk þess fáanlegur ýmiskonar varningur sem tengist sýningum hússins, geisladiskar og mynddiskar.Leikhúsbókabúðin er opin á opnunartíma miðasölu leikhússins og á sýningarkvöldum.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími