Eltum veðrið

Eltum veðrið

Óborganlegar aðstæður sem við þekkjum öll – alltof vel!
Leikstjórn og handrit
Leikhópurinn
Frumsýnt
apríl 2024
Svið
Stóra sviðið
Miðaverð
7250

Sannkölluð gleðisýning, þróuð og skrifuð af drepfyndnum leikhópi Þjóðleikhússins

Margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins fengu frjálsar hendur til að skapa gleðisýningu fyrir okkur öll og niðurstaðan varð sú að gera það sem við Íslendingar erum sérfræðingar í: Að elta veðrið!

Hér er unnið með list leikarans og samband hans við áhorfendur af hugmyndaauðgi, fjöri og hæfilegu kæruleysi, um leið og þjóðarsálin er krufin.

 

Sýning um þjóðaríþrótt okkar Íslendinga: Að elta veðrið!

Hefur þú einhvern tímann reynt að tjalda? Gleymt tjaldhælunum? Verið með allt tilbúið á grillið en gaskúturinn er tómur? Skilið tengdamömmuboxið eftir opið og brunað af stað? Vaknað á lekri vindsæng? Heyrt ókennileg hljóð úr næsta tjaldi? Sofnað í tjaldi en vaknað í húsbíl? Langað til að skipta um ríkisfang eftir verslunarmannahelgi? Uppgötvað að þú sért kannski meira fyrir hótel þegar upp er staðið?

Eða kannski kynnst æðislegu fólki á tjaldstæðinu? Og fundið þitt innra sjálf innan um mosann, sóleyjarnar og blágresið?

Þá er þetta sýning fyrir þig!

Vilt þú senda okkur efni? Það gæti ratað inn í sýninguna!

Sýningin er samin af hópnum en er byggð á ótal sönnum reynslusögum úr ýmsum áttum frá útilegum og ferðalögum landsmanna. Við tökum enn við ábendingum, myndum og sögum á: eltumvedrid@leikhusid.is

Sendu inn efni

Við gefum þeim sem senda inn efni, miða á forsýningar!

Leikhópurinn

Listrænir stjórnendur

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón
Leikgervi, yfirumsjón

Listrænir stjórnendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími