/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hildur Vala Baldursdóttir

Leikari
/

Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2019. Hún leikur Elsu í Frosti og í Stormi og Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal fyrri verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Mútta Courage, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðin – endurlit, Meistarinn og Margaríta, Útsending, Kardemommubærinn, Nashyrningarnir og Sem á himni, auk þess sem hún tók við titilhlutverkinu í Ronju ræningjadóttur. Hildur Vala lék í stuttmyndinni Skeljum og hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Venjulegt fólk, Stellu Blómkvist og Aftureldingu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími