/
Hljóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið kemur til þín – alltaf á fimmtudagskvöldum
Ævintýri á gönguför

Ævintýri á gönguför

SÝNINGUM LOKIÐ
/
Eitt vinsælasta verk íslenskrar leikhússögu

Hljóðleikhús Þjóðleikhússins flytur gamanleikinn sívinsæla Ævintýri á gönguför eftir Hostrup á fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00 í beinu hljóðstreymi úr Þjóðleikhúsinu. Verkið er jafnframt það síðasta sem Hljóðleikhúsið sendir út í bili. Fjöldi valinkunnra leikara tekur þátt í uppfærslunni og leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson.

Verkið hefur notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi í gegnum tíðina eða frá því það var frumflutt árið 1882 og er eitt mest uppsetta verk íslenskrar leiklistarsögu. Lögin eru landsmönnum mörgum að góðu kunn og er lagið Ég vil fá mér kærustu þeirra þekktast. Karl Olgeir Olgeirsson hefur umsjón með tónlistarflutningnum.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Hljóðmynd og hljóðstjórn
Umsjónarmaður
Listrænn stjórnandi Hljóðleikhússins
Dóttir Faraós

Dóttir Faraós

eftir Jón Trausta
Fimmtudaginn 10. des
KL. 20.00

Leikarar

Dóttir Faraós

Jón Trausti er best þekktur fyrir skáldsögur sínar, t.d. Heiðarbýlið og Önnu frá Stóruborg, en skrifaði leikritið Dóttur Faraós árið 1914. Verkið hefur aldrei verið sett upp en er um margt forvitnilegt verk. Þar segir blind eldri kona barnabörnum sínum sögu um dóttur faraós sem kemur til Íslands í líki sels, Íslendingur verður ástfanginn af henni, stelur hamnum og kyrrsetur hana hjá sér. Verk um manninn í dýrinu og dýrið í manninum. Anna María Tómasdóttir lærði leikstjórn í New York og leikstýrir hér sínu fyrsta verki í Þjóðleikhúsinu.

Listrænir stjórnendur

Nýársnóttin

Nýársnóttin

Fyrsta leikritið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu.
Fimmtudagur 3. desember
kl 20:00

Leikarar

Barátta manna og álfa
Nýársnóttin var fyrst frumsýnd á annan í jólum árið 1907 hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var síðar opnunarsýning Þjóðleikhússins árið 1950. Þar segir frá baráttu manna og álfa og er undra- og kynjaveröld verksins mörgum í fersku minni. Hér tekst Harpa Arnardóttir leikstjóri á við verk sem á sértakan stað í hjarta hennar. Fluttir verða valdir kaflar úr verkinu í beinni útsendingu.
Rung læknir

Rung læknir

Hlekkur birtist hér klukkan 19 á sýningardegi
Hljóðleikhúsið
fimmtudaginn 26. nóvember
Rung læknir eftir Jóhann Sigurjónsson

Rung læknir var samið á dönsku árið 1905. Það fjallar um tilraunir Rungs læknis til að finna mótefni gegn berklum og um ástina í lífi hans. Verkið talar sterkt inn í samtímann nú þegar faraldur geisar og vísindamenn eru í óða önn við að þróa bóluefni. Rung læknir hefur aldrei verið sett upp á sviði hér á landi en er af mörgum talið með athyglisverðustu verkum Jóhanns Sigurjónssonar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er nýkomin heim úr meistaranámi í leikstjórn frá Bretlandi og leikstýrir hér sínu fyrsta verki.

Í upp­færsl­unni er notuð tónlist úr verk­inu RHÍZOMA eft­ir Önnu Þorvalds­dótt­ur.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Þýðing
Hljóðhönnun og hljóðstjórn
Framleiðandi
Skugga-Sveinn

Skugga-Sveinn

Valin brot úr Skugga-Sveini, eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Benedikts Erlingssonar
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER
kl. 20.00

/
Mikilvægt verk í íslenskri leiklistarsögu

Skugga-Sveinn eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson var fyrst sett á svið í Reykjavík árið 1862 og varla hefur nokkurt íslenskt leikrit verið leikið oftar hér á landi.

Verkið er alþýðlegur gamanleikur með söngvum og efnið hjátrú, ótti við hið ókunna, ást og hatur. Benedikt Erlingsson gerir hér eigin atlögu að verkinu og Karl Olgeir Olgeirsson sér um tónlistarstjórn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir mun leika Skugga Svein og Hilmir Snær mun leika Grasa Guddu.

Þess má geta að í undirbúningi er sviðsuppsetning á verkinu á næsta leikári í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Marta Nordal leikstýrir henni en þar mun Ólafía Hrönn einnig leika Skugga Svein.

Sungin eru sönglög Jóns Ásgeirssonar sem samin voru fyrir sýningu Þjóðleikhússins 1984.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Leikstjóri
Hljóðhönnun og hljóðstjórn
Tónlistarstjórn og píanóleikur
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími