/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Vigdís Hrefna Pálsdóttir

í leyfi, Leikari
/

Vigdís Hrefna Pálsdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002, lauk mastersprófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow 2007 og lauk mastersprófi í leikstjórn við University of Kent 2020. Vigdís er í leyfi á leikárinu, en lék í Eddu og Múttu Courage í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári. Hún hefur leikið í fjölda verkefna í Þjóðleikhúsinu, en meðal þeirra eru Nokkur augnablik um nótt, Framúrskarandi vinkona, Ronja ræningjadóttir, Samþykki, Súper, Gott fólk, Húsið, Álfahöllin, Heimkoman, Karítas, Sjálfstætt fólk, Macbeth, Vesalingarnir, Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur, Hænuungarnir, Oliver og Mýrarljós. Hún lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá LA og í Höllu og Kára og Grettissögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í Múttu Courage, og var tilnefnd fyrir Framúrskarandi vinkonu, Súper, Húsið og Eldraunina.

 

 

Nánari upplýsingar:

Vigdís útskrifaðist frá leiklistardeild LHÍ 2002 og lauk mastersprófi frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow.

Vigdís hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið síðustu ár. Vigdís Hrefna lék í Ronju ræningjadóttur, Samþykki og Súper í Þjóðleikhúsinu. Meðal annarra nýlegra verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Gott fólk, Húsið, Álfahöllin, Heimkoman, Karitas, Sjálfstætt fólk, Eldraunin, Tveggja þjónn, Macbeth, Vesalingarnir, Heimsljós, Hreinsun, Lér konungur, Allir synir mínir, Hænuungarnir, Oliver, Ástin er diskó lífið er pönk, Macbeth, Sumarljós, Kardemommubærinn og Sædýrasafnið. Hún lék hér einnig í Með fullri reisn, Jóni Gabríel Borkmann, Norðri, Edith Piaf, Dýrunum í Hálsaskógi, Mýrarljósi og Skilaboðaskjóðunni.

Hún var aðstoðarleikstjóri í Horft frá brúnni.

Vigdís Hrefna lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá LA, í Höllu og Kára og Grettissögu í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Riddurum hringborðsins: Með veskið að vopni hjá Kvenfélaginu Garpi.

Vigdís Hrefna var tilnefnd til Grímunnar – Íslensku leiklistarverðlaunanna fyrir leik sinn í Súper, Húsinu og Eldrauninni.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími