fbpx
Framúrskarandi vinkona
Hrífandi saga um stormasama vináttu
Frumsýnt í desember 2021
Leikstjórn
Yael Farber
Leikgerð
April de Angelis
Byggt á bókum
Elenu Ferrante
Verð
6.650 kr.
/
Geysivinsælar Napólí-sögur Elenu Ferrante nú loks á íslensku leiksviði

Lila og Elena eru skarpgreindar stúlkur sem alast upp í fátækrahverfi í Napólí á sjötta áratugnum. Við fylgjumst með vegferð þeirra frá æsku til fullorðinsára á tímum mikilla umbreytinga. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og öðlast betra líf í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar lífi fólks og réttur kvenna er lítils virtur.

Áhrifarík saga um djúpa en flókna vináttu, heitar ástir, afbrýðisemi, sárar fórnir, æðruleysi, örvæntingu og baráttu fyrir tilverurétti. Öllu verður tjaldað til við uppsetninguna á þessari mögnuðu sögu. Hér er sannkölluð stórsýning í vændum!

Napólí-sögur Elenu Ferrante hafa farið sigurför um heiminn, selst í yfir tíu milljónum eintaka og verið þýddar á fjölmörg tungumál. Sjónvarpsþættir byggðir á sögunum eru þegar orðnir þeir vinsælustu í sögu Ítalíu og hafa slegið í gegn víða um heim.

Slegið verður upp ítalskri leikhúsveislu á Stóra sviðinu þar sem leikhúsgestir geta notið þess að sjá allar sögurnar öðlast líf í uppfærslu með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar.

 

Þær elska hvor aðra, styðja hvor aðra, álasa hvor annarri. Þannig er fegurðin og nándin í vináttu kvenna

Leikstjórinn Yaël Farber er leikskáld og leikstjóri frá Suður-Afríku sem hefur öðlast mikla alþjóðlega viðurkenningu og leikstýrt víða um heim á undanförnum árum. Hún hefur meðal annars sett á svið rómaðar sýningar í helstu leikhúsum Bretlands og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga.

Leikverkið er byggt á sögunum Framúrskarandi vinkona, Saga af nýju ættarnafni, Þeir sem fara og þeir sem fara hvergi og Sagan af barninu sem hvarf.

Námskeið í tengslum við sýninguna hefst hjá Endurmenntun HÍ 19. október.

/
„Ég vil búa til leikhús sem vekur fólk“

Þegar suður-afríski leikstjórinn Yaël Farber fékk fyrr á árinu símtal frá Magnúsi Geir þjóðleikhússtjóra og heyrði hvert erindið var ætlaði hún vart að trúa eigin eyrum. „Þetta var dásamleg tímasetning. Ég hafði tekið Napólí-fjórleik Elenu Ferrante með mér til Kúbu og gleypt allar bækurnar í mig á örstuttum tíma.

Bókstaflega sama dag og ég lauk við fjórðu bókina hringdi Magnús, en þá höfðu nýlega orðið breytingar á mínum áætlunum. Ég treysti svona tilviljunum og þekktist boðið þegar í stað.“

Framúrskarandi vinkona er fyrsta uppsetning Yaël á Íslandi en hún hefur um árabil verið í fremstu röð leikstjóra á alþjóðavísuog meðal annars leikstýrt rómuðum sýningum í mörgum helstu leikhúsum Bretlands, á Írlandi, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kanada þar sem hún er nú búsett.

ALLT VIÐTALIÐ
Listrænir stjórnendur og tæknifólk
Höfundur skáldsögu
Elena Ferrante
Leikgerð
April de Angelis
Þýðing
Salka Guðmundsdóttir
Leikstjórn
Yaël Farber
Dramatúrg
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Búningar
Filippía I. Elísdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist
Valgeir Sigurðsson
Hljóðmynd
Valgeir Sigurðsson, Aron Þór Arnarsson
Sviðshreyfingar
Conor Doyle
Bardagaþjálfun
Jón Viðar Arnþórsson
Sýningarstjóri
Elín Smáradóttir
Aðstoðarmaður leikstjóra
Anna María Tómasdóttir
Yfirumsjón búninga
Leila Arge
Leikgervi yfirumsjón
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Búningadeild
Berglind Einarsdóttir, Ásdís Guðný Guðmundsdóttir, Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Ingveldur E. Breiðfjörð, Árný Þóra Hálfdanardóttir
Yfirumsjón leikmuna
Mathilde Anne Morant
Teymisstjóri framleiðsluteymis
Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Umsjónarmaður tæknibúnaðar
Gísli Bjarki Guðmundsson
Sviðsmenn
Alex John George Hatfield, Elísa Hermannsdóttir, Gísli Bjarki Guðmundsson, Haraldur Levi Jónsson, Hera Katrín Aradóttir, Ina Krombholz, Siobhán Antoinette Henry
Leikmyndarsmíði
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
Yfirsmiður
Michael John Bown
Smiðir
Alex John George Hatfield, Arturs Zorgis, Haraldur Levi Jónsson, Valdimar Róbert Fransson
Yfirmálarar
Rebecca Scott Lord, Valur Hreggviðsson
Framleyðsluteymi
Alex John George Hatfield, Dagur Alex Ingason, Lena Birgisdóttir, Siobhán Antoinette Henry, Valdimar Róbert Fransson, Valur Hreggviðsson
/
Pantaðu dýrindis Napólíplatta fyrir sýningu eða í hléi

Sýningin á Framúrskarandi vinkonu er sannkölluð leikhúsveisla. Þú getur gert ennþá meira úr kvöldinu og pantað þér borð í nýuppgerðum og glæsilegum forsal Þjóðleikhússins.

Er ekki tilvalið að gæða sér á Napólíplatta fyrir sýningu eða í hléi?

 

PANTA MAT

Áður en þú kaupir staka miða – mundu að besta verðið er í kortunum!
Áður en þú kaupir staka miða – mundu að besta verðið er í kortunum!
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími