Hrafnhildur Hagalín hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg um árabil. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði nám í frönsku og leikhúsfræðum í Sorbonne, París 1989-´92. Verk hennar eru m.a. Ég er meistarinn, Hægan, Elektra, Norður, Sek, Flóð og útvarpsverkin Einfarar og Opið hús auk leikgerða og fjölda þýðinga. Hún var sýningardramatúrg í Dúkkuheimili, Medeu, Flóði, Ríkharði III, Kæru Jelenu og Vertu úlfur. Hrafnhildur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín m.a. Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin og Rithöfundaverðlaun RÚV. Hún var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu 2014 -2020 og starfar nú sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu.
Nánar um feril:
Hrafnhildur Hagalín hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg um árabil. Hún lauk burtfararprófi á klassískan gítar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði nám í frönsku og leikhúsfræðum í Sorbonne-háskóla í París 1989-1992. Helstu verk hennar eru, Ég er meistarinn (Borgarleikhúsið 1990), Hægan, Elektra (Þjóðleikhúsið 2000), Norður (Þjóðleikhúsið 2004), Salka Valka (leikgerð, Borgarleikhúsið 2005), Sek (Leikfélag Akureyrar 2014), Flóð (Borgarleikhúsið 2016) og útvarpsverkin Einfarar (RÚV 2008) og Opið hús (RÚV 2012). Þá hefur hún þýtt fjölda verka, unnið leikgerðir og verið sýningardramatúrg í mörgum sýningum síðari ára m.a. Dúkkuheimili, Medeu, Flóði, Ríkharði III, Kæru Jelenu og nú síðast Vertu úlfur. Hrafnhildur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín m.a. Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin, Rithöfundaviðurkenningu Ríkisútvarpsins auk fjölmargra tilnefninga m.a. til evrópsku ljósvakaverðlaunanna Prix Europa. Hrafnhildur var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu frá 2014-2020 og starfar nú sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu.