/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir

Höfundur
/

Hrafnhildur Hagalín hefur starfað í íslensku leikhúsi um árabil, sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg. Hún nam gítarleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám á Spáni. Síðar lagði hún stund á frönsku og leikhúsfræði við Sorbonne-háskóla í París. Meðal leikrita hennar eru Ég er meistarinn (1990), Hægan, Elektra (2000), Norður (2004), Sek (2013) og Flóð (2016). Einnig liggja eftir hana útvarpsverkin Einfarar og Opið hús auk leikgerða og fjölda þýðinga. Árið 2022 sendi hún frá sér ljóðabókina Skepna í eigin skinni. Á liðnum árum hefur Hrafnhildur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín og má þar nefna Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin og Rithöfundaverðlaun RÚV. Hún var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu í Reykjavík 2014–2020 og starfaði sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu 2020–2023.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími