/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir

/

Hrafnhildur Hagalín hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg um árabil. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði nám í frönsku og leikhúsfræðum í Sorbonne, París 1989-´92. Verk hennar eru m.a. Ég er meistarinn, Hægan, Elektra, Norður, Sek, Flóð og útvarpsverkin Einfarar og Opið hús auk leikgerða og fjölda þýðinga. Hún var sýningardramatúrg í Múttu Courage, Dúkkuheimili, Medeu, Flóði, Ríkharði III, Kæru Jelenu, Vertu úlfur, Framúrskarandi vinkonu og Rómeó og Júlíu. Hrafnhildur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín m.a. Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin og Rithöfundaverðlaun RÚV. Hún var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu 2014-2020 og starfaði sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu 2020-2023.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími