/

Hefur þú áhuga á því að starfa í Þjóðleikhúsinu?

/

Þjóðleikhúsið er lifandi og skapandi vinnustaður þar sem enginn dagur er eins.

Í Þjóðleikhúsinu starfa yfir eitt hundrað fastráðnir starfsmenn, lista- og leikhústæknifólk. Einnig fjölmargir verkefnaráðnir listrænir stjórnendur og listamenn, auk starfsfólks í tímavinnu við gestamóttöku, leikmyndaskiptingar, sviðsvinnu og fleira.

Leikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem jákvæð og uppbyggileg samskipti og skýrir ferlar eru í forgrunni.

  • Skráðu þig hér hafir þú áhuga á að vera á lista vegna tímavinnu í leikhúsinu.

Laust starf við ræstingar

Laust er til umsóknar starf við ræstingar í Þjóðleikhúsinu 

Þjóðleikhúsið óskar eftir að ráða röskan, áreiðanlegan og jákvæðan einstakling í fullt starf við ræstingu og önnur tilfallandistörf í leikhúsinu, svo sem aðstoð í mötuneyti. 

Þjóðleikhúsið er fjörugur, lifandi og skapandi vinnustaður með samheldnum starfsmannahópi sem er meðvitaður um hlutverk og mikilvægi hvers og eins í keðju sem vinnur öll að sama markmiði. 

Helstu verkefni: 

  • Ræsting í bakhúsrýmum og æfingasölum leikhússins 
  • Sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum 
  • Að halda vinnustaðnum snyrtilegum þannig að öllum líði vel og sómi sé að.
  • Önnur tilfallandi störf 

Menntunar- og hæfniskröfur:  

  • Reynsla af ræstingarstörfum 
  • Viðkomandi þarf að vera í góðu líkamlegu formi 
  • Jákvæðni, lipurð, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. 

Frekari upplýsingar um starfið: 

Um er að ræða 100% starf, tímabundið til eins árs.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Eflingar 

Umsóknareyðublað: STARFSUMSÓKN

Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á netfangið leikhusid@leikhusid.is 

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember 2020. 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tinna Lind Gunnarsdóttir í s. 585 1212. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið tinnalind@leikhusid.is 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími