/

Hefur þú áhuga á því að starfa í Þjóðleikhúsinu?

/

Þjóðleikhúsið er lifandi og skapandi vinnustaður þar sem enginn dagur er eins.

Í Þjóðleikhúsinu starfa yfir eitt hundrað fastráðnir starfsmenn, lista- og leikhústæknifólk. Einnig fjölmargir verkefnaráðnir listrænir stjórnendur og listamenn, auk starfsfólks í tímavinnu við gestamóttöku, leikmyndaskiptingar, sviðsvinnu og fleira. Leikhúsið er jafnlaunavottaður vinnustaður þar sem jákvæð og uppbyggileg samskipti og skýrir ferlar eru í forgrunni.

The National Theatre of Iceland is a vibrant cultural institution with the mission to captivate and entertain audiences while also promoting thought, diversity, and inspiration. The National Theatre of Iceland actively engages in dialogue with the public and strives to cultivate a greater appreciation for the art of theatre. We are committed to inclusivity and endeavour to engage with diverse segments of society.

  • Skráðu þig hér hafir þú áhuga á að vera á lista vegna tímavinnu í leikhúsinu.
  • Register here to be considered for a contract based job at the NTI

 

Laust er til umsóknar starf í hljóðdeild Þjóðleikhússins

Óskað er eftir áhugasömu leikhústæknifólki í tæknikeyrslu á sýningum á sviðum Þjóðleikhússins. Einnig leitum við að tæknifólki með þekkingu á hljóðbúnaði og reynslu af hljóðblöndun lifandi viðburða. 

 Hæfniskröfur:  

  • Áhugi á leikhúsi og leikhústækni 
  • Stundvísi, sjálfstæði og þjónustulund 
  • Reynsla af sviðlistum og/eða tæknistörfum kostur 
  • Reynsla af hljóðvinnu kostur 
  • Þekking á hljóðbúnaði kostur 
  • Grunnþekking á Qlab keyrsluforriti kostur 
  • Grunnþekking á ljósabúnaði kostur 

 Frekari upplýsingar um starfið: 

Um er að ræða starf í tímavinnu. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 

Umsóknir skulu berast á netfangið kristjan.s.einarsson@leikhusid.is 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján S. Einarsson, hljóðmeistari í s. 585 1230. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kristjan.s.einarsson@leikhusid.is 

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími