desember fréttir
05. desember 2022
Spennandi leikhúsnámskeið á vormisseri
05. desember 2022 Spennandi leikhúsnámskeið á vormisseri Þjóðleikhúsið og Endurmenntun standa fyrir tveimur skemmtilegum leikhúsnámskeiðum á vormisseri. Annars vegar um Draumaþjófinn, fjölskyldusöngleikinn sem fer á fjalirnar í mars og hins vegar á að endurtaka vel heppnað námskeið um Þjóðleikhúsið sem haldið var fyrr í haust. Draumaþjófsnámskeiðið er ætlað börnum og fullorðnum en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna. Á námskeiðinu koma þátttakendur í heimsókn í leikhúsið. Gunnar Helgason, höfundur bókarinnar sem leikritið er byggt á, og Björk Jakobsdóttir, höfundur leikgerðarinnar, segja frá verkinu og því hvernig leiksýning byggð á bók verður til. Farið verður í könnunarleiðangur um ævintýralega leikmyndina á Stóra sviðinu í fylgd Ilmar Stefánsdóttur leikmyndahöfundar. Eftir stutt hádegishlé hefst svo leiksýningin sjálf. Nánar um Draumaþjófsnámskeið Þjóðleikhúsið á  bak við tjöldin er skemmtilegt og fræðandi námskeið um Þjóðleikhúsið okkar allra, þar sem þátttakendur kynnast Þjóðleikhúsbyggingunni í sögulegu samhengi, fara í skoðunarferð, öðlast innsýn í vinnuna baksviðs og kynnast því hvernig leikhúsgaldurinn verður til. Sambærilegt námskeið var haldið á liðnu hausti og þóttist heppnast einkar vel. Nánar um Þjóðleikhúsnámskeið FYRRI ALLAR Fréttir Mest lesið í desember 01. desember 2022 Fullveldiskaffi með eldra starfsfólki haldið í Þjóðleikhúsinu …
Lesa meira
01. desember 2022
Fullveldiskaffi með eldra starfsfólki haldið í Þjóðleikhúsinu
01. desember 2022 Fullveldiskaffi með eldra starfsfólki haldið í Þjóðleikhúsinu Svokallað Fullveldiskaffi var haldið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn í dag en þá var eldri starfsmönnum Þjóðleikhússins boðið í heimsókn. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá núverandi starfsmönnum og gömlum vinnufélögum sem mörg hver hafa ekki sést um árabil. Farið var yfir gamlar sögur úr leikhúsinu og nokkrir eldri starfsmenn heiðraðir sérstaklega og þeim þakkað fyrir störf sín í þágu leikhússins og listarinnar. Þórhallur Sigurðsson flutti minningabrot fyrri tíma, og Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtóri fluttu stutt ávarp. Ragnheiður Steindórsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Eggert Þorleifsson, Edda Björgvinsdóttir og Kristín Hauksdóttir sýningarstjóri, fögnuðu öll sjötugsafmæli á árinu. Einnig var þeim Trygve Jonas Eliassen, fyrrum propsara og Ingveldi Breiðfjörð, sem starfaði um árabil á saumastofu, þökkuð góð störf. Þau fengu meðal annars sérstaka Þjóðleikhúspúða að gjöf en efnið er það sama og prýðir forsal og sal Þjóðleikhússins og því getur þetta sómafólk haft lítinn hluta af anda Þjóðleikhússins með sér heima. Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson fluttu ljúfa jólatóna fyrir gestina sem skemmtu sér hið besta. Við þökkum öllum þeim sem lögðu leið sína í fullveldiskaffið hjartanlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur að ári, að minnsta kosti. FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í desember 05. desember 2022 Spennandi leikhúsnámskeið á vormisser …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími