14. Jún. 2024
Nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín frumsýnt á næsta leikári í Þjóðleikhúsinu
14. Jún. 2024 Nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín frumsýnt á næsta leikári í Þjóðleikhúsinu Í lok janúar á næsta leikári frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt íslenskt verk eftir Hrafnhildi Hagalín. Verkið hefur hlotið nafnið Heim og er spennuþrungið en gráglettið fjölskyldudrama er um það sem kraumar undir niðri í fjölskyldum, um það sem ekki er sagt, en einnig um það sem hefði betur verið látið ósagt. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri leikstýrir verkinu. Leikarar eru Almar Blær Sigurjónsson, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Selma Rán Lima og Sigurður Sigurjónsson. Hrafnhildur Hagalín er eitt okkar virtasta leikskáld, en meðal fyrri verka hennar eru Ég er meistarinn, Hægan Elektra og heimildaverkið Flóð.  Hrafnhildur starfaði sem listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu til nokkurra ára en ákvað að snúa sér aftur að skriftum og nú er komið að fyrsta verkinu úr hennar smiðju um nokkurra ára skeið.  Leikmynd og búningar eru í höndum Filippíu I. Elísdóttur, um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist verður samin af Gísli Galdri Þorgeirssyni og Aron Þór Arnarsson mun sjá um hljóðhönnun. Hrafnhildur Hagalín Magnús Geir Þórðarsson leikstýrir nú sínu fyrsta verki í stóli Þjóðleikhússtjóra en hann hefur leikstýrt fjölda verka, m.a. þegar hann var í stóli leikhússtjóra Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Meðal fyrri uppsetninga Magnúsar eru Gauragangur, Nei ráðherra, Svartur köttur, Sweeney Todd, Fullkomið brúðkaup, Óliver! og Stjörnur á morgunhimni. Spennuþrungið fjölskyldudrama úr íslenskum samtíma Móðirin hefur breyst. Hver var hún, hver er hún orðin? Hún er nýkomin heim eftir dvöl á heilsuhæli erlendis þar sem hún reyndi að jafna sig eftir alvarlegt áfall. Fjölskyldan tekur henni opnum örmum. En það er eitthvað undarlegt við hana, eins og hún sé ekki sú sem hún var. Faðirinn elskar konu sína meira en allt annað og er á þönum við að halda öllu góðu. Sonurinn og Dóttirin reyna að gera sitt besta …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími