mars fréttir
27. mars 2023
Alþjóðlegi leiklistardagurinn 2023
27. mars 2023 Alþjóðlegi leiklistardagurinn 2023 Í dag fögnum við alþjóðlega leiklistardeginum. Samkvæmt hefðinni flytur valinn sviðlistsamanneskja ávarp og að þessu sinni er það Ólafur Egill Egilsson, leikari og leikstjóri. Við birtum einnnig ávarp Samiha Ayuob, leikkonu frá Egyptalandi, sem Hafliði Arngrímsson íslenskaði. Sviðslistasamband Íslands SSÍ Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2023 Ólafur Egill Egilsson, leikari og leikstjóri Leikhúsið er húsið okkar allra, barnanna, foreldranna, forfeðranna og þeirra ókomnu. Það er hús draumanna, hús andanna, hús líkamanna, hús mennskunnar, það er hús inní húsi, það er ekki hús, það er allt sem var er og verður. Leikhúsið er bæði gamalt og nýtt. Það byggir á hefðum, gamalli arfleifð sem hefur þróast frá því að við sátum fyrst við eldinn og fórum að segja hvort öðru sögur. En leikhúsið er líka nýtt. Alltaf. Ekkert leikverk hefur verið leikið tvisvar eins, aldrei, hver uppsetning er ný, hver sýning er ný. Þannig endurspeglar leikhús alltaf samtíma sinn, í rauninni líka þegar það gerir það ekki, ef við lítum í spegil og sjáum að það vantar allt nema nefið, þá myndi athygli okkar ekki beinast að nefinu, heldur að því sem vantar, og við myndum vilja ræða það. Þessvegna verða allar leiksýningar, allar spegilmyndirnar sem brugðið er upp, hversu ófullkomnar sem þær eru, hluti af samtali okkar, mannskepnunnar, við okkur sjálf. Samtali þar sem spurt er: Hvernig birtumst við, hver birtist, hvernig, hvað sést, hvað sést ekki… Hver erum við? Og þetta samtal á sér stað milli salar og sviðs, sviðs og samfélags, samfélags og einstaklinganna, einstaklinganna og leikhússins. En það skrýtna í þessu samtali er að engu er hægt að slá föstu, allt er á hreyfingu, ekkert er algilt. Ef ég segi leikhús á að vera pólitískt, þá kemur einhver annar og segir, nei einmitt ekki, ef ég segi leikhús á að …
Lesa meira
14. mars 2023
The Play of the Year 2022 with English subtitles at the National Theatre
14. mars 2023 The Play of the Year 2022 with English subtitles at the National Theatre On Tuesday, March 21, the National Theatre of Iceland offers a performance of the play Seven Fairy Tales of Shame, with English subtitles. Seven Fairy Tales of Shame is a new play by the Icelandic playwright Tyrfingur Tyrfingsson that was awarded the Icelandic Theatre Awards Gríman as Play of the Year. Buy Seven Fairy Tales of Shame is a tragicomic piece that tells the story of a young police officer who, after a traumatic event, is forced to work through her life story –  her fairy tales of shame – in a desperate effort to regrain her sanity.  Seven Fairy Tales of Shame was the winner at last years Gríman , The Icelandic Theatre Awards where it received 12 nominations and won 6, including Best Director and Play of the Year. Seven Fairy Tales of Shame is a highly praised production of a new play by Icelandic leading playwright, Tyrfingur Tyrfingsson, Seven Fairy Tales of Shame, (Sjö ævintýri um skömm) which has been repremiered following its successful run last season. The play received rave reviews and is considered a major theatrical event in Iceland and one of Iceland´s most important new playwriting for years.   About the author Tyrfingur Tyrfingsson has been a leading dramatist in Iceland for the last few years. His award-winning plays have been featured at Festival d’Avignon, La Mousson d’été and during Island, terre de théâtre at Théâtre 13 in Paris, in Chicago, by Teatr Dramatyczny in Warsaw, in Rome and of course Iceland. Among his earlier plays are Grande, Blue Eyes, The Potato Eaters and Helgi Comes Apart. Currently he is writing a new play for The National Theatre.   FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í mars 08. …
LESA MEIRA
13. mars 2023
Umræður eftir sýningu á Prinsinum
13. mars 2023 Umræður eftir sýningu á Prinsinum Laugardaginn 18. mars verður boðið upp á umræður með leikurum og listrænum stjórnendum eftir sýningu á Prinsinum eftir Maríu Reyndal og Kára Viðarsson. Það hefur lengi verið til siðs að halda umræður eftir valdar sýningar í Þjóðleikhúsinu. Prinsinn var frumsýndur á Rifi og í kjölfarið var haldið með sýninguna í leikferð víða um land og leikara og listrænir stjórnendu hafa fundið fyrir því að verkið kalli á að efni þess sé rætt og krufið og óformlegar umræður sprottið upp í kjölfar sýninga með ýmsum leikhúsgestum víða um land. Nú verður efnt til formlegra umræðna næstkomandi laugardag. Kaupa Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann. Prinsinn er hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, byggt á sönnum atburðum, sem talar beint til okkar. 17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst? Er maður áreiðanlegt vitni í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt? Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana! Höfundar María Reyndal, Kári Viðarsson Leikstjóri María Reyndal Leikmynd Guðný Hrund Sigurðardóttir, Egill Ingibergsson Búningar Guðný Hrund Sigurðardóttir Tónlist Úlfur Eldjárn Hljóðhönnun Úlfur Eldjárn, Ásta Jónína Arnardóttir Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson   Þjóðleikhúsið sýnir í samstarfi við Frystiklefann á Rifi. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími