Nóv. fréttir
18. Nóv. 2025
Forsala á Ormstungu hefst á fimmtudag
18. Nóv. 2025 Forsala á Ormstungu hefst á fimmtudag Það verður mikið um dýrðir í janúar þegar Þjóðleikhúsið frumsýnir nýjan íslenskan söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir gríðarstórum leikhópi Þjóðleikhússins í kraftmikilli uppsetningu. Ormstunga er sígild saga sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm. Forsala á sýninguna hefst fimmtudaginn 20. nóvember og stendur í fjóra daga en í boði er 2000 kr forsöluafsláttur. Sjá nánar Ólíver Þorsteinsson og Hafstein Níelsson, höfundar verksins Eiginlegar sviðsæfingar hófust í gær og gríðarleg stemning var í loftinu.  Söng- og kóræfingar hafa staðið undanfarna mánuði. Höfundarnir eru af yngstu kynslóð leikhúslistafólks og ná með glæsilegum hætti að vinna úr menningararfi okkar í nútímalegu og heillandi formi. Fjölmargir leikarar Þjóðleikhússins koma fram í þessari kraftmiklu sýningu sem margt af okkar færasta leikhúslistafólki tekur þátt í að skapa. Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með grípandi og fjölbreyttri tónlist. Saga um drauma, ástir og ill örlög. Frískleg og kraftmikil endursköpun á íslenskum menningararfi. Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir mynda einn frægasta ástarþríhyrning fornbókmenntanna. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú fyrir framan áhorfendur fá þau loksins að gera upp sín mál. Gísli Örn er þekktur fyrir töfrandi sýningar og hér leiðir hann einstakan leikhóp. Frægð og frami eða ástin? Tónlistarstjóri er Jóhjannes Damian R. Patreksson, betur þekktur sem Jói Pé.   Leikarar: Jakob van Oosterhout / Gunnlaugur Kristinn Óli S. Haraldsson / Hrafn Rán Ragnarsdóttir / Helga Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Birta Sólveig Söring Þórisdóttir Edda Arnljótsdóttir Eygló Hilmarsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Hallgrímur Ólafsson Ilmur Kristjánsdóttir Kjartan Darri Kristjánsson Nick Candy Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Selma Rán Lima Sigurbjartur Sturla Atlason Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (í leyfi) Örn Árnason   Listi yfir listræna stjórnendur Leikstjóri Gísli Örn Garðarsson Tónlistarstjórn Jóhannes Damian R. …
Lesa meira
11. Nóv. 2025
Brjóstmynd af Önnu Borg færð Þjóðleikhúsinu að gjöf
Nothing found 11. Nóv. 2025 Brjóstmynd af Önnu Borg færð Þjóðleikhúsinu að gjöf Þjóðleikhúsinu var á dögunum færð brjóstmynd af leikkonunni Önnu Borg sem breski listamaðurinn Richard Lee gerði á sínum tíma, en sonur hans Raymond Ásgeir Lee sem hefur varðveitt styttuna sannfærðist um það í nýlegri Íslandsheimsókn að styttan ætti heima í leikhúsinu. Anna Borg (1903-1963) var af mikilli leikaraætt, en hún var dóttir Stefaníu Guðmundsdóttur, sem var fremsta leikkona þjóðarinnar um árabil. Anna lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en hélt svo til leiklistarnáms í Kaupmannahöfn og lauk prófi úr skóla Konunglega leikhússins 1927. Þau Haraldur Björnsson útskrifuðust sama ár og voru fyrstu Íslendingarnir til að ljúka formlega námi við leiklistarskóla. Anna starfaði lengst af við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hún giftist Poul Reumert, einum fremsta og virtasta leikara Dana á síðustu öld. Þau komu nokkrum sinnum til Íslands og léku hér. Anna lék burðarhlutverk í tveimur sýningum í Þjóðleikhúsinu árið 1951, Heilagri Jóhönnu og Ímyndunarveikinni. Anna var einnig óperuleikstjóri um árabil. Hún fórst í flugslysi langt fyrir aldur fram árið 1963. Richard Lee, breskur listamaður og myndhöggvari, kom til Íslands skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina eftir að hafa svarað auglýsingu þar sem óskað var eftir myndhöggvara til starfa í Ireland – sem reyndist vera prentvilla, því leitað var að myndhöggvara til Íslands til að móta vaxmyndir fyrir safn eftirmynda úr vaxi af frægum einstaklingum sem Óskar Halldórsson útgerðarmaður og börn hans stofnuðu og gáfu íslenska ríkinu árið 1951. Í safninu voru eftirmyndir af átján Íslendingum og fimmtán útlendingum. Aðeins ein mynd af konu var í safninu, eftirmynd af Önnu Borg. Richard Lee mótaði m.a. hina þekktu brjóstmynd af Halldóri Laxness sem prýðir Kristalsal Þjóðleikhússins. Mun hann hafa haft vinnuaðstöðu í Þjóðleikhúsinu, á vesturlofti hússins, á árunum fyrir vígslu hússins. Á Íslandi kynntist Richard Lee Ragnheiði Björgvinsdóttur, síðar eiginkonu hans, …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími