júní fréttir
21. júní 2022
Nýtt lag úr Umskiptingi sem Ragga Gísla semur og flytur
21. júní 2022 Nýtt lag úr Umskiptingi sem Ragga Gísla semur og flytur Ljósmynd: Olga Helgadóttir Ragga Gísla hefur sent frá sér sannkallaðan sumarsmell. Lagið Við erum öll saman í þessu, er úr leikritinu Umskiptingur, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. „Ég fékk þá skemmtilegu beiðni að semja tónlist fyrir nýtt barnaleikrit eftir Sigrúnu Eldjárn og lét ekki spyrja mig að því tvisvar,“ segir Ragga. Hún hefur áður unnið við tónlist fyrir leikhús svo sem fyrir Skáldanótt, Bláa gullið, Nú skyldi ég hlæja, Eyrnastórir og annað fólk, Rauðu skórnir, Hin helgu vé, Svanir skilja ekki og Sími látins manns svo stiklað sé á því helsta. Leikritið Umskiptingur hefur nú verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í vetur og verður aftur tekið til sýninga í haust og sala á sýningar haustsins er þegar hafin. Verkið var valið úr 150 leikverkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið kallaði eftir leikritum og hugmyndum að leikritum fyrir börn. Sigrún Eldjárn hefur um árabil verið einn vinsælasti höfundur barnaefnis á landinu. Leikstjórn var í höndum Söru Marti og Ragnhildur samdi tónlistina við verkið eins og áður sagði. Hlusta á Spotify Auk þess að semja fyrir leikhús hefur Ragnhildur samið heilmikið að kvikmyndatónlist. Þar má nefna Veðramót, Stella í framboði, Naglinn, Hvítir mávar, Með allt á hreinu, Í takt við tímann, Þrettándinn, Áróra, Lost in Time og nú síðast heimildarmyndina Hækkum rána), sjónvarpsþáttastef (Trúnó og 1918), dansverk (Bræður, Eins og vatnið, Kárahnjúlkar), popptónlist (Ragga And The Jack Magic Orchestra, Human Body Orchestra, Tricky, 808 State, Rombigy, Grýlurnar, Stuðmenn), barnatónlist (Bergmál, Baby, Glámur og Skrámur, Píla Pína, Snælda og Snúðarnir, Gegnum holt og hæðir). Ragnhildur var með verk á Myrkum músíkdögum 2009, 2010, 2011 og á Norrænum músíkdögum 2012. Ragnhildur skrifaði tónlist við dansverkin Bræður á Listahátíð í Reykjavík 2010 og Eins og vatnið á Reykjavík Dance Festival 2010. Hún samd …
Lesa meira
16. júní 2022
Sjö ævintýri um skömm sigursæl á Grímunni
16. júní 2022 Sjö ævintýri um skömm sigursæl á Grímunni Það var mikið um dýrðir þegar glæsileg uppskeruhátíð sviðslistafólks. Gríman, var haldin í Þjóðleikhúsinu 14. júní síðastliðinn.  Verk Tyrfings Tyrfingssonar, Sjö ævintýri um skömm, hlaut alls 6 grímuverðlaun. Höfundurinn fékk verðlaun fyrir leikrit ársins, Stefán Jónsson fyrir leikstjórn, Börkur Jónsson fyrir leikmynd, Halldór Örn Óskarsson fyrir lýsingu, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir fyrir búninga og Hilmir Snær Guðnason fékk grímuverðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki. Rómeó og Júlía fékk tvenn grímuverðlaun, annars vegar fengu þau Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo fyrir dans- og sviðshreyfingar og hins vegar þau Salka Valsdóttir og Kristinn Gauti Einarsson fyrir hljóðmynd. Við óskum öllum Grímuverðlaunahöfum hjartanlega til hamingju. Íslensk leikhús leggjast nú í sumardvala en við hlökkum ákaft til þess að mæta áhorfendum aftur í haust með nýjar sögur og fleiri glæsileg sviðsverk. Sala er hafin á sýningar haustins á Sjö ævintýrum um skömm. Kaupa miða Þessar skemmtilegur myndir voru teknar við það tækifæri. FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í júní 08. júní 2022 Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu 15. júní 2022 Forsala hafin á stórsöngleikinn Sem á himni 07. júní 2022 Þjóðleikhúsið og Sjö ævintýri um skömm með flestar Grímutilnefningar …
LESA MEIRA
15. júní 2022
Forsala hafin á stórsöngleikinn Sem á himni
15. júní 2022 Forsala hafin á stórsöngleikinn Sem á himni Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða. Kaupa miða Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina. Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 2004. Gríðarstór hópur listafólks tekur þátt í uppsetningunni, alls um 40 manns, þar af tólf manna hljómsveit. Í aðalhlutverkum verða þau Elmar Gilbertsson, Salka Sól, Valgerður Guðnadóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hinrik Ólafsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Elmar Gilbertsson hefur sungið aðalhlutverk í virtum óperuhúsum og tónleikasölum víðs vegar um Evrópu, og hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngvari ársins. Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru hinar geysinsælu sýningar Vertu úlfur og söngleikurinn Mamma Mia! Splunkunýr söngleikur sem hefur slegið í gegn, sannkallaður óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar. „Hjartnæm innblástursbomba sem hristir upp í tilveru þinni!“ Unnur Ösp Stefánsdóttir FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í júní 08. júní 2022 Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu 07. júní 2022 Þjóðleikhúsið og Sjö ævintýri um skömm með flestar Grímutilnefningar 21. júní 2022 Nýtt lag úr Umskiptingi sem Ragga Gísla semur …
LESA MEIRA
08. júní 2022
Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu
08. júní 2022 Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu Nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, byggður á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar, Draumaþjófnum sem kom út árið 2019, verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í mars. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna undir stjórn Stefáns Jónssonar. Í sögunni fjallar höfundur um spennandi samfélagið í Hafnarlandi þar sem allir þekkja sinn sess í lífinu: Safnarar safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Söguhetjan Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís – eða bara Eyrdís –-, þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu og flýr Hafnarland í kjölfar ógnvekjandi atburða. Það er sannkallað stórskotalið listrænna stjórnenda sem vinna sýninguna; Leikstjórn er í höndum Stefáns Jónssonar sem nú fyrir skemmstu stýrði rómaðri uppsetningu á Sjö ævintýri um skömm. Björk Jakobsdóttur skrifar leikgerðina, Ilmur Stefánsdóttir er leikmyndahöfundur, Filippía Elísdóttir hannar búninga, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson semur tónlist verksins og verður tónlistarstjóri í sýningunni og lýsing er í höndum Björns Bergsteins. Lee Proud er danshöfundur en hann hefur stýrt dansi og hreyfingum í mörgum stórsýningum hér á landi á undanförnum árum. Áhorfendur mega búast við æsispennandi upplifun með litríkum og skemmtilegum persónum, þar sem tekist er á við margt sem skiptir okkur svo miklu máli í dag! . Gunnar Helgason hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda vinsælla barnabóka sem hafa m.a. unnið til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Bókaverðlauna barnanna. Draumaþjófurinn verður sannkölluð stórsýning þar sem öllu verður tjaldað til og mun vafalítið heilla unga sem aldna um leið og sagan vekur okkur til umhugsunar um mál líðandi stundar. Miðasala verður auglýst síðar. FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í júní 15. júní 2022 Forsala hafin á stórsöngleikinn Sem á himni 07. júní 2022 Þjóðleikhúsið …
LESA MEIRA
07. júní 2022
Þjóðleikhúsið og Sjö ævintýri um skömm með flestar Grímutilnefningar
07. júní 2022 Þjóðleikhúsið og Sjö ævintýri um skömm með flestar Grímutilnefningar Uppsetning Þjóðleikhússins á Sjö ævintýrum um skömm fær flestar Grímutilnefningar í ár eða alls 12 talsins. Þjóðleikhúsið og listafólk þess fær samtals 31 tilnefningu, flest allra leikhúsa. Af öðrum sýningum Þjóðleikhússins fær Rómeó og Júlía sjö tilnefningar, Framúrskarandi vinkona fjórar, Ást og upplýsingar þrjár, Ásta tvær og Umskiptingur er tilnefnd sem barnasýning ársins. Samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Stertabendu Góðan daginn, faggi hlýtur tvær tilnefningar. Grímuverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn þann 14. júní næstkomandi í Þjóðleikhúsinu. Sjö ævintýri um skömm, Góðan daginn faggi og barnasýningin Umskiptingur verða áfram á fjölum Þjóðleikhússins á næsta leikári og sala á sýningarnar er þegar hafin. Tilnefningar: Sjö ævintýri um skömm Sýning ársins: Þjóðleikhúsið Leikrit ársins: Tyrfingur Tyrfingsson Leikkona í aðalhlutverki: Ilmur Kristjánsdóttir Leikkona í aukahlutverki:  Kristín Þóra Haraldsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikstjóri ársins: Stefán Jónsson Leikari í aðalhlutverki: Hilmir Snær Guðnason Leikari í aukahlutverki: Eggert Þorleifsson Leikmynd ársins: Börkur Jónsson Búningar ársins: Þórunn Elísabet Sveindóttir Lýsing ársins: Halldór Örn Óskarsson Dans og sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir Tilnefningar: Rómeó og Júlía Leikkona í aðalhlutverki: Ebba Katrín Finnsdóttir Leikari í aðalhlutverki: Sigurbjartur Sturla Atlason Leikari í aukahlutverki: Hallgrímur Ólafsson Búningar ársins: Anna Rún Tryggvadóttir Tónlist ársins: Salka Valsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Auður, Bríet Ísis Elfar Hljóðmynd ársins: Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson Dans og sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo   Tilnefningar: Framúrskarandi vinkona Leikkona í aðalhlutverki: Vigdís Hrefna Pálsdóttir Leikari í aukahlutverki: Snorri Engilbertsson Lýsing ársins: Björn Bergsteinn Guðmundsson Dans og sviðshreyfingar: Emily Terndrup, Conor Doyle Tilnefningar: Ást og upplýsingar Leikstjóri ársins: Una Þorleifsdóttir Leikari í aðalhlutverki: Almar Blær Sigurjónsson Hljóðmynd ársins: Kristinn Gauti Einarsson Tilnefningar: Ásta Tónlist ársins: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Matthildur Hafliðadóttir Söngvari ársins: Matthildur Hafliðadóttir Tilnefningar: Góðan daginn faggi Söngvari: Bjarni Snæbjörnsson Tónlist ársins: Axel Ingi Árnason Tilnefningar: …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími