Sep. fréttir
20. Sep. 2023
Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir Ekki málið – síðasta verkið í Mayenburg-þríleiknum
20. Sep. 2023 Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir Ekki málið – síðasta verkið í Mayenburg-þríleiknum Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir leikritið Ekki málið eftir Marius von Mayenburg á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 23. september. Í kjölfar frábærs gengis sýninganna Ellen B. og Ex, sem voru sigurvegarar síðustu Grímuverðlaunahátíðar og fengu framúrskarandi viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda, er nú komið að þriðja hluta þríleiksins. Verkin þrjú eru sjálfstæð en ákveðin þemu tengja þau. Það er höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir Ekki málið, en að öðru leyti er það að mestu sama listræna teymið og skapaði fyrri sýningarnar tvær sem á heiðurinn af þessari sýningu. Leikarar eru þau Björn Thors og Ilmur Kristjándóttir. Eitursnjallt og einstaklega áhrifaríkt verk sem kemur sífellt á óvart Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg? Ekki málið er einstaklega vel skrifað og eldfimt verk þar sem er fjallað af einstöku næmi og húmor um samskipti kynjanna, hina hálu framabraut, barnauppeldi og tærandi afbrýðisemi. Leikritið er heimsfrumsýnt á Íslandi og nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir. Þrjár sýningar á einum degi eftir sama höfund! Þjóðleikhúsið efnir til Mayenburghátíðar í október og nóvember og sýnir öll verkin. Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið u …
Lesa meira
11. Sep. 2023
Afmælisdagskrá Listar án landamæra kynnt í Þjóðleikhúsinu
11. Sep. 2023 Afmælisdagskrá Listar án landamæra kynnt í Þjóðleikhúsinu Dagskrá listahátíðarinna Listar án landamæra var kynnt við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í dag. Í ár eru 20 ár frá stofnun listahátíðarinnar en markmið hennar er að auka sýnileika fatlaðs listafólks. Boðið verður upp á glæsilega leikhúsveislu í Þjóðleikhúsinu 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Þá munu koma fram á Stóra sviðinu leikhópar frá Fjörleikhúsinu, Tjarnarleikhópnum, og leikhópurinn Perlan og sýna einþáttunga en listafólk Þjóðleikhússins tekur einnig þátt í dagskránni. Auk þess mun alþjóðlegi sviðslistahópurinn Drag Syndrome koma til landsins og troða upp á afmælishátíð í Hafnarporti auk þess að sýna sýningu sína í Þjóðleikhúskjallaranum. Koma Drag Syndrome til Íslands hefur einstaklega mikla þýðingu fyrir íslenskt listalíf hvað varðar listrænt gildi og inngildingu. Hópurinn er draghópur á heimsmælikvarða og ferðast nú um heiminn og sýnir víða. Drag Syndrome hafa meðal annars komið fram á RuPaul’s DragCon UK og um hann hefur veriuð fjallað mörgun af mest lesnu miðlum heimsins, svo sem  BBC, NBC og The New York Times. Á kynningarfundi í Þjóðleikhúsinu í dag kynnti Íris Stefaníu Skúladóttir, Listrænn stjórnandi Listar án landamæra, dagskrána og sagði frá listamanneskju hátíðarinnar sem að þessu sinni er Sindri Ploder. Dagskráin framundan: Opnun einkasýningar listamanneskju hátíðarinnar, Sindra Ploder, “Ef ég væri skrímsli” í Hafnarborg 14. september kl: 20.00. Opnun sýningar listahóps hátíðarinnar, listhópur Hlutverkaseturs, “ Að fíflast með fíflum”          september í Menningarhúsunum í Kópavogi kl:13.00. Afmælisveisla List án landamæra, 21. október í Hafnarportinu – Drag Syndrome treður upp Drag Syndrome í Þjóðleikhúskjallaranum með sýningu sína. október. Drag Syndrome tekur þátt í málþingi ásamt fulltrúum frá List án landamæra, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Samtökunum ´78, Félagi áhugafólks um downs heilkenni og fleira góðu fólki. Lista- og handverksmarkaður List án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur 4.-5. nóvember Frumsýning á heimildarleikverkinu “Fúsi – aldur og fyrri störf” á …
LESA MEIRA
08. Sep. 2023
Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar í Þjóðleikhúsinu 28. sept.
08. Sep. 2023 Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar í Þjóðleikhúsinu 28. sept. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar verður haldinn í Þjóðleikhúsinu þann 28. september næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:30 með glimmrandi og glitrandri bleikri stemningu. Samstarfsaðilar Bleiku slaufunnar kynna og selja bleikar vörur til styrktar átakinu í Þjóðleikhúskjallaranum. Dagskrá hefst á stóra sviðinu kl. 20:00 með stuttri opnunar- og kynningardagskrá átaksins auk þess sem auglýsing Bleiku slaufunnar verður frumsýnd. Sérstök hátíðarsýning verður á leikverkinu „Til hamingju með að vera mannleg“ en verkið byggir á ljóðabók, Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð. Eitt meginþema Bleiku slaufunnar í ár er einmitt samstaða og máttur hennar.  Aðgangseyrir er kr.7.250. Innifalið er miði á leikverkið og Bleika slaufan 2023. Sýningin Til hamingju með að vera mannleg vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd á liðnu vori, hlaut afar lofsamlega umfjöllun og þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Hún byggir á ljóðabók, Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Verkið fjallar um þrautseigju, andlegan styrk og samfélag kvenna sem standa hver með annarri.   Miðasala er hafin Kaupa miða FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Sep. 11. Sep. 2023 Afmælisdagskrá Listar án landamæra kynnt í Þjóðleikhúsinu 14. Sep. 2023 Madame Tourette á bullandi uppleið 20. Sep. 2023 Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir Ekki málið – síðasta verkið í Mayenburg-þríleiknum …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími