01. Jún. 2024

Glæsilegur hópur ungra leikara verður í eldlínunni í Þjóðleikhúsinu á næsta leikári

Næsta leikár Þjóðleikhússins er nú óðum að taka á sig mynd og gaman að segja frá því að ásamt gamalreyndum leikurum mun glæsilegur hópur ungra listamanna verða í eldlínunni. Fyrir söngleikinn Storm sem frumsýndur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúar á næsta ári bætast í hópinn þau Jakob van Oosterhout og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, en þau útskrifast nú í vor af leikarbraut LHÍ. Einnig koma inn í hópinn þau Salka Gústafsdóttir sem útskrifast á næsta ári frá leikararbraut, Marínó Máni Mabazza, dansari og Iðunn Ösp Hlynsdóttir. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem semja söngleikinn en öll tónlist er eftir Unu. Selma Rán Lima, sem er einnig í útskriftarhópi LHÍ, verður auk þess í nýju verki eftir Hrafnhildi Hagalín, sem kynnt verður síðar.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími