Nóv. fréttir
13. Nóv. 2024
Jólaboðið á aðventunni á Stóra sviðinu
13. Nóv. 2024 Jólaboðið á aðventunni á Stóra sviðinu Sýningin Jólaboðið í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar verður sýnd frá og með fim. 14. nóvember á Stóra sviðinu. Sýningin er sannkallaður konfektkassi fyrir leikarana sem fá að túlka ýmsar persónur innan sömu fjölskyldunnar sem heimsótt er reglulega á aðfangadag í 100 ár. Kaupa miða Nýr leikhópur spreytir sig í sannkallaðri leikarasýningu Jólaboðið er nú endurfrumsýnt með nýjum leikhópi á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Sýningin hefur áður verið á fjölum leikhússins með en nú er það glænýr leikhópur sem túlkar þessa fallegu og skemmtilegu sýningu. Í hópnum eru margir af okkar fremstu leikurum: Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Örn Árnason. List og töfrar leikarans heilla okkur öll á aðventunni Leikararnir túlka ólíkar persónur á ýmsum aldursskeiðum en í sýningunni fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og skrifar handritið ásamt Melkorku Tekla Ólafsdóttur. Jólaboðið byggir á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder. Sprellfjörug og frumleg en um leið hjartnæm sýning  Í Jólaboðinu býðst okkur að fylgjast með sögu íslenskrar fjölskyldu með því að gægjast inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að laga sig að breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök. Gísli Örn Garðarsson ekki einhamur Gísli Örn Garðarsson hefur sett upp fjölda leiksýninga á Íslandi og …
Lesa meira
12. Nóv. 2024
Orð gegn orði kveður fyrir fullu húsi
12. Nóv. 2024 Orð gegn orði kveður fyrir fullu húsi Nú er rétt ár síðan sýningin Orð gegn orði var frumsýnd í Kassanum. Það var alveg sérstök eftirvænting í loftinu á frumsýningarkvöldi líkt og oft vill verða þegar nýtt verk er tekið til sýninga. Sumir höfðu haft spurnir af góðum viðtökum þess víða um heim, en voru ekki miklu nær. Vissu það eitt að verkið væri einleikur um unga konu; lögmann sem hefur varið kynferðisbrotamenn og forðað mörgum þeirra undan dómi. En þegar hún verður sjálf fyrir áfalli neyðist hún til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Ebba Katrín augnablikum áður en frumsýningargestum er hleypt í salinn Leikstjórinn, Þóra Karítas Árnadóttir og leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir höfðu á æfingatímanum verið í nánu samstarfi við ýmis félagasamtök sem sinna málefnum brotaþola í kynferðisafbrotamálum, heimsótt lögmenn og dómara og lagt sig fram um að rýna málefnið einstaklega vel, auk hinnar hefðbundnu vinnu við að vinna listaverkið sjálft sem leiksýning auðvitað er. Ekkert hlé var á sýningunni sem var rétt um tveggja tíma löng. Áhorfendur urðu ekki sviknir. Leikritið er firna gott, leikur Ebbu var stórkostlegur og Þóra Karítas og listræna teymið sköpuðu umgjörð sem þjónaði sögunni og skildi áhorfendur eftir agndofa. Þegar ljósin dóu út og leikhúsgestir tóku andvörp var öllum ljóst að sýningin hafði hitti í mark. Leikhúsgestir risu allir úr sætum og það mátti merkja að þau hefðu upplifað eitthvað alveg einstakt. Ragnar Jónasson, þýðandi verksins, Þóra Karítas Árnadóttir, leikstjóri og Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri á frumsýningu Síðan hefur nánast ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Orð gegn orði og sú ákvörðun var tekin að færa sýninguna á Stóra sviði og þar öðlaðist hún enn nýtt líf. Í kvöld er hins vegar komið að leiðarlokum. Alls hafa um tólf þúsund leikhúsgestir upplifað þessa mögnuðu sýningu og sýningarnar …
LESA MEIRA
08. Nóv. 2024
Vertu úlfur sýnt í Póllandi
08. Nóv. 2024 Vertu úlfur sýnt í Póllandi Í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið sýninguna  Vertu úlfur í Zeromski leikhúsinu í Kielce í Póllandi en leikhúsin tvö hafa nú átt í samstarfi um nokkurra ára skeið. Tvisvar hafa pólskir leikhópar frá Zeromski leikhúsinu sett upp sýningar í Þjóðleikhúsinu en nú er komið að því að íslenskt leikverk fari á fjalirnar í Póllandi. 116. sýningin á verðlaunasýningunni Vertu úlfur á pólskri grundu Þetta er 116. sýningin á Vertu úlfur sem fram fer í Zeromski leikhúsinu í Kielce í kvöld og það er gríðarleg tilhlökkun í leikhópnum sem samanstendur þó aðeins af einum leikara, Birni Thors. Leikstjóri og höfundur verksins er Unnur Ösp Stefánsdóttir en verkið vann hún upp úr magnaðri og einlægri bók Héðins Unnsteinssonar. Auk þeirra er tæknifólk á vegum Þjóðleikhússins með í för og mun stýra sýningunni í kvöld fyrir fullu húsi. Fjölmiðlar í Póllandi hafa verið afar spenntir fyrir því að ræða við íslensku gestina og voru aðstandendur sýningarinnar og leikhússtjórar beggja leikhúsanna í fjölda viðtala í vikunni. Stefan Żeromski leikhúsið í Póllandi er einstaklega glæsilegt. Það er eitt það elsta í landinu og var opnað að nýju í haust eftir miklar endurbætur sem hafa staðið í tvö ár. Spennandi að sjá hvernig sýningin muni hreyfa við pólskum áhorfendum Sýningin Vertu úlfur hreyfði rækilega við áhorfendum á Íslandi en afar fátítt er að sýning sé sýnd yfir 100 sinnum á Stóra sviðinu. Sýningin hlaut sjö Grímuverðlaun: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins. Titillag sýningarinnar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í opnum flokki. Það er því afar spennandi að sjá hvernig sýningin muni leggjast í pólska leikhúsgesti, en hún verður sýnd með pólskum og enskum texta. Gæfuríkt samstarf Þjóðleikhússins og Stefan Żeromski leikhússins Þjóðleikhúsið hefur átt í samstarfi við Stefan Żeromski leikhúsið …
LESA MEIRA
06. Nóv. 2024
Leikskólabörn streyma í Þjóðleikhúsið
06. Nóv. 2024 Leikskólabörn streyma í Þjóðleikhúsið Á hverju ári býður Þjóðleikhúsið elstu deildum leikskóla í heimsókn, og fyrsta sýningin í haust var haldin í Kassanum nú í morgun. Þetta er 16. árið í röð sem Þjóðleikhúsið býður elsta árgangi leikskólabarna á sýningu. Ég get er ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar. Þar kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Sýningin er skemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn. Ég get var tilnefnd til Grímuverðlaunanna árið 2018. Leikarar í ár eru þau Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Viktoría Sigurðardóttir. Leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Börnum um allt land boðið á leiksýningar Þjóðleikhúsið býður hópum skólabarna á ólíkum aldri að sjá leiksýningar og kynnast töfraheimi leikhússins. Leikhúsið tekur á móti hópum í leikhúsið en ferðast einnig um landið með sýningar sínar og vinnustofur. Leiksýningar í skólum á næstu árum miða að því að öll börn sem útskrifast úr grunnskóla hafi þrisvar á skólagöngu sinni, á ólíkum námsstigum, séð leiksýningu á vegum Þjóðleikhússins. Barnastarf   FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Nóv. 01. Nóv. 2024 Stórsöngleikurinn Frost kveður í janúar. Stormur tekur við! 08. Nóv. 2024 Vertu úlfur sýnt í Póllandi 12. Nóv. 2024 Orð gegn orði kveður fyrir fullu hús …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími