Feb. fréttir
12. Feb. 2025
Fjör á frumsýningu á Heim
12. Feb. 2025 Fjör á frumsýningu á Heim Síðastliðinn föstudag frumsýndi Þjóðleikhúsið Heim, nýtt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín, í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, í Kassanum. Frumsýningargestir hrifust af verkinu og leikurum og listrænum stjórnendum var innilega fagnað í lok sýningarinnar. Fjallað var um sýninguna í Víðsjá RÚV, og fór rýnir lofsamlegum orðum um uppsetninguna, verkið og frammistöðu leikaranna. Á vef TMM er einnig að finna mjög jákvæða umfjöllun um sýninguna.   Kaupa miða Heim er spennuþrungið og launfyndið nýtt verk eftir eitt af okkar fremstu leikskáldum. Móðirin er nýkomin heim eftir dvöl á heilsuhæli erlendis. Glæsileg veisla er haldin til að fagna heimkomunni. Faðirinn hefur alla þræði fjölskyldunnar í hendi sér – eftir því sem hann best veit – og dóttirin og sonurinn stíga dans á hárfínni línu sem þeim er ætlað að feta sig eftir. En eitthvað er ekki eins og það á að vera. Og ástandið er eldfimt. Voveiflegur atburður varpar skugga yfir fjölskylduna og teygir anga sína langt aftur. Þegar nágrannahjónin Elsa og Ellert banka upp á með öll sín vandamál kárnar gamanið og framundan er löng nótt. Heim er gráglettið fjölskyldudrama beint úr íslenskum samtíma um það sem kraumar undir niðri, það sem ekki er sagt, en einnig það sem hefði betur verið látið ósagt. Hrafnhildur Hagalín er eitt okkar virtasta leikskáld, en meðal fyrri verka hennar eru Ég er meistarinn, Hægan Elektra og Sek. Er einhver nótt nógu löng til að útkljá málin? FYRRI ALLAR Fréttir Mest lesið í Feb. 06. Feb. 2025 Námskeið í tækni og sýningarstjórn 03. Feb. 2025 Heim. Nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín frumsýnt 7. febrúar í Þjóðleikhúsinu …
Lesa meira
03. Feb. 2025
Heim. Nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín frumsýnt 7. febrúar í Þjóðleikhúsinu
03. Feb. 2025 Heim. Nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín frumsýnt 7. febrúar í Þjóðleikhúsinu Föstudaginn 7. febrúar frumsýnir Þjóðleikhúsið í Kassanum leikritið HEIM, sem er nýtt verk eftir Hrafnhildi Hagalín. Magnús Geir Þórðarson leikstýrir en leikarar eru Sigurður Sigurjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima. Heim er spennuþrungið og launfyndið fjölskyldudrama, beint úr íslenskum samtíma, um það sem kraumar undir niðri, það sem ekki er sagt, en einnig það sem hefði betur verið látið ósagt. Hrafnhildur Hagalín er eitt okkar virtasta leikskáld, en meðal fyrri verka hennar eru Ég er meistarinn, Hægan Elektra og Sek. Listrænir stjórnendur auk Magnúsar Geirs, eru Filippía I. Elísdóttir, leikmynda- og búningahöfundur, Björn Bergsteinn Guðmundsson, ljósahönnuður, Gísli Galdur, höfundur tónlistar og Aron Þór Arnarsson, hljóðhönnuður. Langri bið eftir nýju verkefni Hrafnhildar Hagalín loksins lokið Hrafnhildur Hagalín er eitt okkar virtasta leikskáld, en meðal fyrri verka hennar eru Ég er meistarinn, Hægan Elektra og heimildaverkið Flóð. Hrafnhildur starfaði sem listrænn ráðunautur í Þjóðleikhúsinu til nokkurra ára en ákvað að snúa sér aftur að skriftum og nú er komið að fyrsta verkinu úr hennar smiðju um nokkurra ára skeið. Leikmynd og búningar eru í höndum Filippíu I. Elísdóttur, um lýsingu sér Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist verður samin af Gísli Galdri Þorgeirssyni og Aron Þór Arnarsson mun sjá um hljóðhönnun. Kaupa miða   Fyrsta leikstjórnarverkefni Magnúsar í stól Þjóðleikhússtjóra Magnús Geir Þórðarsson leikstýrir nú sínu fyrsta verki í stóli Þjóðleikhússtjóra en hann hefur leikstýrt fjölda verka, m.a. þegar hann var í stóli leikhússtjóra Borgarleikhússins og Leikfélags Akureyrar. Meðal fyrri uppsetninga Magnúsar eru Gauragangur, Nei ráðherra, Svartur köttur, Sweeney Todd, Fullkomið brúðkaup, Óliver! og Stjörnur á morgunhimni. Spennuþrungið fjölskyldudrama úr íslenskum samtíma Móðirin hefur breyst. Hver var hún, hver er hún orðin? Hún er nýkomin heim eftir dvöl á heilsuhæli erlendis …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími