Apr. fréttir
17.
Apr. 2025
Öll tónlistin úr söngleiknum Stormi kemur út á páskadag – 75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins
17. Apr. 2025 Öll tónlistin úr söngleiknum Stormi kemur út á páskadag – 75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins Á páskadag, 20. apríl kemur öll tónlist Unu Torfa úr söngleiknum Stormi út á tónlistarveitum. Svo skemmtilega vill til að platan er gefin út á 75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins. Söngleikurinn Stormur hefur vakið feiknamikla athygli og hitt rækilega í mark hjá leikhúsgestum, þvert á kynslóðir. Lögin úr Stormi eru öll eftir Unu en Hafsteinn Þráinsson semur eitt laganna með Unu en hann er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar og semur aðra tónlist. Þjóðinni boðið í veislu á Menningarnótt Íslensk frumsköpun hefur verið atkvæðamikil á þessu afmælisleikári Þjóðleikhússins en í ár fagnar leikhúsið 75 ára afmæli sínu og það stendur heilmikið til. Afmælisdaginn ber að þessu sinni upp á sjálfan páskadag, 20. apríl. Leikhsúið mun þó gera sér dagamun reglulega á afmælisárinu öllu og býður meðal annars allri þjóðinni í afmælisveislu á Menningarnótt! Leikarar úr sýningunni syngjalögin ásamt Unu Það eru leikarar í sýningunni Stormi, Una þar á meðal, sem flytja lögin úr sýningunni en þau eru blanda af þekktari lögum Unu ásamt nýjum sem hún samdi sérstaklega fyrir þetta leikverk. Unnur Ösp Stefánsdóttir er höfundur söngleiksins ásamt Unu og leikstýrir jafnframt. Stormur FYRRI ALLAR Fréttir Mest lesið í Apr. 09. Apr. 2025 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum 08. Apr. 2025 Orri óstöðvandi á leikferð um landið 03. Apr. 2025 Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út …
Lesa meira