Jan. fréttir
17. Jan. 2025
Yerma gengur aftur
17. Jan. 2025 Yerma gengur aftur eftir Gunnþóru Guðmundsdóttur Rætur Yermu liggja í spænskri mold, þ.e. í verki Federico García Lorca (1898-1936) sem frumsýnt var í Madrid fyrir 90 árum eða árið 1934. Þetta var annað verk hans í því sem seinna hefur verið kallaður þríleikur, þ.e. Blóðbrúðkaup (Bodas de sangre) sem var frumsýnt 1933 og svo Hús Bernörðu Alba (La casa de Bernarda Alba) sem var frumsýnt nokkuð eftir lát Lorca eða 1945 og þá í Buenos Aires, því Franco-stjórnin hafði bannað öll hans verk á Spáni. Þessi verk hafa öll verið sýnd hér á landi og sum oftar en einu sinni.*1 Lorca tilheyrði kynslóð höfunda og listamanna sem kennd er við 1927, kynslóð sem blómstraði með auknu frjálslyndi í aðdraganda annars lýðveldisins á Spáni (1931-1936/9), í Madrid þar sem vindar framúrstefnu og tilraunamennsku blésu hressilega, þótt vissulega hafi þeir vindar ekki endilega náð til alls landsins. Lorca var frá Andalúsíu og heillaðist snemma af alþýðumenningu héraðsins sem var þó nokkuð mótuð af Roma-fólki og arabískri arfleifð. Hann átti mikinn þátt í því ásamt tónskáldinu Manuel de Falla að auka hróður flamenco eða cante jondo og svo ferðaðist hann um landið ásamt félögum sínum með ferðaleikhúsinu La Barraca en þar var einmitt ætlunin að færa alþýðunni leikhúsið heim, rjúfa þá hefð sem hafði myndast að leikhús væri einungis fyrir elítuna. Konur eru í forgrunni í þessum þremur elstu verkum Lorca, hlutskipti þeirra og aðstæður í íhaldssömu, kaþólsku hefðarveldi þar sem hlutverk þeirra er fyrirfram skilgreint og valdi þeirra settar þröngar skorður, þ.e. þær áttu allt undir karlmönnunum sem stóðu þeim næst, föður eða eiginmanni. Með öðru lýðveldinu urðu þó umtalsverðar breytingar gerðar á lagaumhverfi kvenna, til dæmis með réttinum til skilnaðar og fleiri umbótum. Þessum réttindum héldu þær þó ekki lengi því eftir borgarastyrjöldina (1936-1939) færði Franco allt t …
Lesa meira
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími