Apr. fréttir
17. Apr. 2025
Öll tónlistin úr söngleiknum Stormi kemur út á páskadag – 75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins
17. Apr. 2025 Öll tónlistin úr söngleiknum Stormi kemur út á páskadag – 75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins Á páskadag, 20. apríl kemur öll tónlist Unu Torfa úr söngleiknum Stormi út á tónlistarveitum. Svo skemmtilega vill til að platan er gefin út á  75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins. Söngleikurinn Stormur hefur vakið feiknamikla athygli og hitt rækilega í mark hjá leikhúsgestum, þvert á kynslóðir.  Lögin úr Stormi eru öll eftir Unu en Hafsteinn Þráinsson semur eitt laganna með Unu en hann er jafnframt tónlistarstjóri sýningarinnar og semur aðra tónlist. Þjóðinni boðið í veislu á Menningarnótt Íslensk frumsköpun hefur verið atkvæðamikil á þessu afmælisleikári Þjóðleikhússins en í ár fagnar leikhúsið 75 ára afmæli sínu og það stendur heilmikið til. Afmælisdaginn ber að þessu sinni upp á sjálfan páskadag, 20. apríl. Leikhsúið mun þó gera sér dagamun reglulega á afmælisárinu öllu og býður meðal annars allri þjóðinni í afmælisveislu á Menningarnótt! Leikarar úr sýningunni syngjalögin ásamt Unu Það eru leikarar í sýningunni Stormi, Una þar á meðal, sem flytja lögin úr sýningunni en þau eru blanda af þekktari lögum Unu ásamt nýjum sem hún samdi sérstaklega fyrir þetta leikverk. Unnur Ösp Stefánsdóttir er höfundur söngleiksins ásamt Unu og leikstýrir jafnframt. Stormur   FYRRI ALLAR Fréttir Mest lesið í Apr. 09. Apr. 2025 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum 08. Apr. 2025 Orri óstöðvandi á leikferð um landið 03. Apr. 2025 Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út …
Lesa meira
16. Apr. 2025
Allar leikskrár Þjóðleikhússins verða aðgengilegar á timarit.is
16. Apr. 2025 Allar leikskrár Þjóðleikhússins verða aðgengilegar á timarit.is Í tilefni 75 ára afmæli Þjóðleikhússins verða allar leikskrár frá upphafi gerðar aðgengilegar á timarit.is og vef Þjóðleikhússins. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Þjóðleikhúsið skrifuðu undir samstarfsamning um verkefnið á dögunum. Leikskrárnar verða skráðar, skannaðar og gerðar aðgengilegar á vefnum timarit.is. Þetta er stór áfangi í miðlun leiklistarsögunnar enda eru leikskrárnar fullar af fróðleik og fallegum ljósmyndum. Skoða leikskrár Nú eru leikskrár fyrstu sex ára orðnar aðgengilegar en þær eru einstök heimild um starfsemi Þjóðleikhússins. Í þeirri fyrstu, sem gefin var út í tilefni af opnunarsýningu Þjóðleikhússins, Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson, árið 1950, er meðal annars að finna ávörp Guðlaugs Rósenkranz, fyrsta þjóðleikhússtjóra Íslendinga og Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, sem skrifar: „Ég er í hópi þeirra, sem fagna því af heilum hug, að þessi nýja menningarstofnun, Þjóðleikhúsið tekur nú til starfa í svo góðum og virðulegum húsakynnum. Um leið og ég minnist með þakklæti allra þeirra, lífs og liðinna, sem að þessu mála hafa unnið, árna ég Þjóðleikhúsinu og öllum þeim, sem starfa eiga við það, allra heilla.“ Á næstu vikum verður vinnu lokið við að skrá og skanna inn leikskrár frá fyrsta áratugnum í starfsemi Þjóðleikhússins, leikskár fyrstu sex leikára eru nú þegar aðgengilegar, og stefnt er að því að leikskrár fyrstu fimmtíu starfsára leikhússins verði birtar á þessu ári. Það er Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Leikminjsasafni, sem hefur leitt þessa vinnu. Örn Hrafnkelsson, landsbókavörður, og Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Apr. 09. Apr. 2025 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum 08. Apr. 2025 Orri óstöðvandi á leikferð um landið 03. Apr. 2025 Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út …
LESA MEIRA
09. Apr. 2025
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum
09. Apr. 2025 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum Þjóðleikhúsið stendur á hverju leikári fyrir frumsköpun af ýmsu tagi, þróun á nýjum íslenskum leikverkum og stuðningi við höfunda. Við leitum nú að leikskáldum til að taka þátt í spennandi verkefnum framundan. Höfundum býðst að senda inn verk sín til mögulegs flutnings á Gula dreglinum 2026 og/eða óska eftir þátttöku í Vinnustofu höfunda. Tekið er móti umsóknum til og með 5. maí.   Senda umsókn   Vinnustofa höfunda Vinnustofa höfunda er liður í höfundastarfi leikhússins. Þar býðst listafólki vinnuaðstaða í Þjóðleikhúsinu í mánuð í senn, stuðningur við þróun leikverks, til dæmis með lokuðum leiklestri, og samtal við dramatúrga. Guli dregillinn Guli dregillinn er ný leikritahátíð Þjóðleikhússins þar sem ný leikverk eru frumflutt í æfðum leiklestri fyrir áhorfendur. Hátíðin verður haldin í annað sinn vorið 2026. Hátíðin er vettvangur þar sem áhorfendur mæta leikskáldum sem vakið hafa sérstakan áhuga Þjóðleikhússins og eiga spennandi erindi við leiksviðið. Leikskáldum sem eru valin á Gula dregilinn býðst aðstaða í Vinnustofu höfunda og þróunarstyrkur. Guli dregillinn er eitt af þeim verkefnum sem hleypt er af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli Þjóðleikhússins.   Nánar um Gula dregilinn   Höfundastarf Einnig vekjum við athygli á því að leikhúsið er í stöðugu samtali við höfunda sem eru með handrit eða hugmyndir að verkum eða verk í þróun. Á hverju ári frumsýnir Þjóðleikhúsið fjölda nýrra íslenskra verka sem leikhúsið kaupir af íslenskum höfundum á grundvelli samnings við RSÍ. Höfundar geta alltaf sent leikhúsinu handrit, drög eða kynningu á leikritun@leikhusid.is.   Nánar um Höfundastarf     FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Apr. 08. Apr. 2025 Orri óstöðvandi á leikferð um landið 03. Apr. 2025 Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út 17. Apr. 2025 Öll tónlistin úr söngleiknum Stormi kemur út á páskadag &#8211 …
LESA MEIRA
08. Apr. 2025
Orri óstöðvandi á leikferð um landið
08. Apr. 2025 Orri óstöðvandi á leikferð um landið Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi barnaskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi. Ríflega átta þúsund börn heimsóttu Þjóðleikhúsið á síðustu vikum en núna eru aðstandendur sýningarinnar á faraldsfæti með sýninguna um allt land. Fjörugir krakkar á miðstigi eiga því von á góðu! Dagskrá leikferðarinnar Þri. 8/4 – Stykkishólmur Mið. 9/4 – Hellissandur Mið. 23/4 – Reykjanesbær Fös. 25/4 – Selfoss Mán. 28/4 – Egilstaðir Þri. 29/4 – Eskifjörður Mið. 30/4 – Höfn í Hornafirði Fös. 2/5 Vík í Mýrdal Mán. 5/5 – Borgarnes Mið. 7/5 – Bíldudalur Fim. 8/5 – Ísafjörður Mið 21/5 – Húsavík Fim. 22/5 – Akureyri Fös 23/5 – Akureyri Tónlistin í sýningunni er eftir þá félaga Jóhannes Damian R. Patreksson (JóPé) og Kristinn Óla S. Haraldsson (Króla). Fjögur lög hafa nú verið gefin út og eru þau aðgengileg á Spotify og öðrum tónlistarveitum. Í þessum nýju lögum syngja og rappa leikarar sýningarinnar þau Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima. Hlusta á tónlist   Nánar um sýningu FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Apr. 09. Apr. 2025 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir leikskáldum 03. Apr. 2025 Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út 17. Apr. 2025 Öll tónlistin úr söngleiknum Stormi kemur út á páskadag – 75 ára afmælisdegi Þjóðleikhússins …
LESA MEIRA
03. Apr. 2025
Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út
03. Apr. 2025 Sólmyrkvi. Nýtt lag eftir Unu Torfa úr söngleiknum Stormi loksins komið út Loksins er komið nýtt lag úr söngleiknum Stormi. Það heitir Sólmyrkvi og er flutt af þeim Jakobi von Oosterhout og Kjartani Darra Kristjánssyni sem leika bræðurna Tomma og Davíð í söngleiknum. Það hefur mikið verið spurt um þetta ákveðna lag enda stutt í gæsahúðina hjá leikhúsgestum sem hafa séð það flutt á Stóra sviðinu í einstaklega áhrifaríku atriði. Á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins, þann 20. apríl næstkomandi, verður svo öll tónlistin úr söngleiknum Stormi  aðgengileg á tónlistarveitum. Tónlistin er öll eftir Unu en Hafsteinn Þráinsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri í söngleiknum, á eitt laganna með henni. Hlusta á Sólmyrkva Stormur” var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu þann 6. mars s.l og er söngleikur sem fjallar á beinskeyttan hátt um ungt fólk á Íslandi í dag. Stórvinsæl lög Unu Torfa hljóma í bland við ný og grípandi lög og er „Sólmyrkvi” annað lagið úr söngleiknum sem kemur út og er flutt af Jakobi van Oosterhout, Kjartani Darra Kristjánssyni. Kaupa miða á Storm „Sólmyrkvi” er eitt af lögunum sem ég samdi sérstaklega fyrir Storm, söngleik okkar Unnar Aspar. Jakob og Kjartan Darri í hlutverkum bræðranna Tomma og Davíðs syngja þetta lag saman á einum af hápunktum verksins. Lagið fjallar um ótta og vonleysi og er samið frá sjónarhorni manneskju sem finnur ekki ljósið.„ – Una Torfa „Stormur er söngleikur um vinahóp á tímamótum. Söngvaskáldið Elísabet ætlar að gefa út plötu og vinirnir skipuleggja útgáfutónleikana saman. En eftir því sem líður á sumarið verður lífið sífellt flóknara og myrkrið gerir vart við sig. Sögur af ást og sorg, ótta og kjarki fléttast saman og búa til skýra mynd af millibilsástandinu sem það er að vera nýútskrifaður úr menntaskóla, af ruglinu sem það er að vera manneskja.„ – Una Torfa     FYRRI ALLAR …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími