Mar. fréttir
24. Mar. 2025
Tónlistin úr Orra óstöðvandi eftir JóaPé og Króla komin út
24. Mar. 2025 Tónlistin úr Orra óstöðvandi eftir JóaPé og Króla komin út Reglulega býður Þjóðleikhúsið börnum á miðstigi barnaskóla í leikhús. Að þessu sinni er boðið upp á glænýja sýningu af Orra óstöðvandi, en hún byggir á geysivinsælum bókum Bjarna Fritzsonar um Orra og vinkonu hans Möggu Messi. Tónlistin í sýningunni er eftir þá félaga Jóhannes Damian R. Patreksson (JóPé) og Kristinn Óla S. Haraldsson (Króla). Fjögur lög hafa nú verið gefin út og eru þau aðgengileg á Spotify og öðrum tónlistarveitum. Hlusta á Spotify   Í þessum nýju lögum syngja og rappa leikarar sýningarinnar þau Almar Blær Sigurjónsson og Selma Rán Lima. Búist er við því að nokkur þúsund börn heimsæki Þjóðleikhúsið á næstu vikum en í kjölfar þess verður farið með sýninguna víða um land. Leikstjóri og höfundur leikgerðar er Vala Fannell. Aðrið listrænir stjórnendur auk Völu og tónlistarmannanna tveggja, eru Hildur Evlalía Unnarsdóttir sem hannar leikmynd, Ásdís Guðný Guðmundsdóttir hannar búninga. Um lýsingu sér Ýmir Ólafsson og hljóðhönnun var í höndum Brett Smith og Jóhannesar. Félagarnir Kristinn Óli og Jóhannes hafa skapað sér gott orð sem tónlistarmenn á umliðnum árum. Kristinn Óli hefur komið víða við í list sinni. Hann tók þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á sýningunum Óvitar og Fjalla Eyvindur og Halla, í söngleiknum We Will Rock You í Háskólabíó og Benedikt Búálfi og Litlu hryllingsbúðinni í Leikhúsinu á Akureyri. Hann hefur leikið í kvikmyndum á borð Agnes Joy og Bjarnfreðarson. Hann útskrifast af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2025 Kristinn er einn þriggja stofnenda Afturámóti. Jóhannes Damian, betur þekktur sem JóiPé er ásamt Króla tónhöfundur sýningarinnar. Síðastliðið ár hefur Jóhannes stimplað sig inn sem leikhús tónskáld og er Ævintýri Orra óstöðvandi og Möggu Messi önnur leiksýningin sem hann semur tónlist fyrir, en sú fyrri er sýningin Jóla-Lóla sem sýnd var í leikhúsi Akureyrar seinustu jól. …
Lesa meira
18. Mar. 2025
Þjóðleikhúsið býður skólabörnum á Orra óstöðvandi
18. Mar. 2025 Þjóðleikhúsið býður skólabörnum á Orra óstöðvandi Næstu vikurnar munu þúsundir skólabarna á miðstigi heimsækja Þjóðleikhúsið og sjá glænýja leiksýningu um Orra óstöðvandi og bestu vinkonu hans, Möggu Messi. Þjóðleikhúsið hefur um árabil boðið börnum á flestum skólastigum að upplifa töfra leikhússins, en í kjölfar sýninganna í Þjóðleikhúsinu, halda Orri og Magga í leikferð um landið og sýna víða um land. Fyrstu gestirnir mættu í dag og það er óhætt að segja að það hafi verið alveg dúndurstemming. Sýningin er byggð geysivinsælum bókum eftir Bjarna Fritzson. Orri er ungur drengur sem breytir sér í ofurhetjuútgáfuna af sjálfum sér, Orra óstöðvandi, þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti að halda. Orri og Magga lenda í alls konar ævintýrum, hversdagslegum jafnt sem ótrúlegum, og eru uppátækjum þeirra engin takmörk sett. Tónlist við sýninguna er komin út Jói P. og Króli hafa samið tónlistina við Orra óstöðvandi og nú eru fjögur lög úr sýningunni orðin aðgengileg á Spotify! Hlusta hér Höfundur bókar Bjarni Fritzson Leikstjórn og leikgerð Vala Fannell Tónlist JóiPé (Jóhannes Damian R. Patreksson), Króli (Kristinn Óli S. Haraldsson) Tónlistarstjórn JóiPé (Jóhannes Damian R. Patreksson) Leikmynd Hildur Evlalía Unnarsdóttir Búningar Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Lýsing Ýmir Ólafsson Hljóðhönnun Brett Smith   FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Mar. 05. Mar. 2025 Stormur – nýr söngleikur eftir Unni Ösp og Unu Torfadóttur frumsýndur á Stóra sviðinu 12. Mar. 2025 Blómin á þakinu frumsýnt á Litla sviðinu 20. Mar. 2025 Prufur fyrir menntaða leikara 2025 …
LESA MEIRA
14. Mar. 2025
Kristín Hauksdóttir sýningarstjóri jarðsungin
14. Mar. 2025 Kristín Hauksdóttir sýningarstjóri jarðsungin Útför Kristínar Hauksdóttur sýningarstjóra verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13. Kristín Hauksdóttir (1951-2025) starfaði sem sýningarstjóri við Þjóðleikhúsið allt frá útskrift úr námi í sýningarstjórn í Mountview Theatre School í Lundúnum árið 1981. Hún hafði með höndum sýningarstjórn fjölmargra verkefna leikhússins, leiksýninga, ballettsýninga, söngleikja og óperusýninga. Kristín var frumkvöðull í starfi sýningarstjóra, en hún var fyrsti sérmenntaði sýningarstjórinn á landinu, auk þess sem hún var fyrsta konan til að gegna því starfi í Þjóðleikhúsinu. Starfsfólk Þjóðleikhússins þakkar Kristínu frábær störf við Þjóðleikhúsið og sendir fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Minningarorð Magnúsar Geirs Þórðarsonar þjóðleikhússtjóra: Fallin er frá kær vinkona okkar allra í Þjóðleikhúsinu, Kristín Hauksdóttir sýningastjóri. Kristín hóf störf við leikhúsið strax að námi loknu árið 1981 og var hún einn af lykilstarfsmönnum Þjóðleikhússins allt til starfsloka fyrir rúmum tveimur árum. Sýningarstjóri heldur um alla þræði og tengir saman hið flókna samspil ólíkra listamanna og deilda í sköpunarferli leiksýningar. Frá og með frumsýningu tekur sýningarstjóri svo við sem eins konar skipstjóri hverrar sýningar, ber ábyrgð á tæknikeyrslu og tryggir að sýningin flæði sem best. Hæfni Stínu og persónueinkenni féllu vel að hlutverki sýningarstjóra, því Stína var stór karakter, eins konar stórveldi. Hún bjó yfir ástríðu fyrir leikhúsinu og andaði með hverri leiksýningu sem hún tók þátt í. Stína var drífandi og dugleg, var skipulögð og nákvæm, hún hafði skoðanir og var óhrædd við að taka af skarið þegar á þurfti að halda, t.d. þegar upp komu óvæntar aðstæður. Stína sýningarstýrði hundruðum sýninga en þar á meðal eru ótal leiksýningar, söngleikir, ballettsýningar og óperur. Meðal eftirminnilegra verka eru Sjálfstætt fólk, Draumur á Jónsmessunótt, Kirsuberjagarðurinn, Cyrano frá Bergerac, Hollendingurinn fljúgandi, Með fullri reisn, Ríkarður þriðji, Fjarskaland, Vesalingarnir, Óliver, Edith Piaf og Vertu úlfur. Fyrir utan að starfa sem sýningarstjóri, þá var Stína leikhúsmanneskja af …
LESA MEIRA
12. Mar. 2025
Blómin á þakinu frumsýnt á Litla sviðinu
12. Mar. 2025 Blómin á þakinu frumsýnt á Litla sviðinu Laugardaginn 15. mars frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Blómin á þakinu, en verkið byggir á samnefndri bók sem kom út fyrir um 40 árum síðan og hefur heillað hverja kynslóðina á fætur annarri. Sagan af Gunnjónu sem flytur úr sveitinni í borgina og þarf að aðlagast nýjum heimkynnum er undurfalleg og heillandi. Sýningin hentar börnum frá 2 ára aldri og fjölskyldum þeirra og er um 45 mínútna löng. Kaupa miða Listrænir aðstandendur sýningarinnar, þær Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir og Sigrún Harðardóttir, hafa getið sér gott orð fyrir hrífandi barnasýningar á vegum leikhópsins Miðnættis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framlag sitt til barnamenningar. Þjóðleikhúsið hefur nú fengið þessar þrjár listakonur til að skapa nýja barnasýningu þar sem hugmyndaflugið og leikgleðinni er gefinn laus taumur.   Bók þeirra Ingibjargar Sigurðarsóttur og Brian Pilkington hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna og er nú fáanleg á fjölda tungumála.   Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Örn Árnason, Dagur Rafn Atlason og Inga Sóllilja Arnarsdóttir Listrænir stjórnendur: Handrit Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir Höfundar bókar Ingibjörg Sigurðardóttir, Brian Pilkington Leikstjórn Agnes Wild Leikmynd, búningar og brúðugerð Eva Björg Harðardóttir Tónlist Sigrún Harðardóttir Lýsing Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðhönnun Aron Þór Arnarsson   FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Mar. 05. Mar. 2025 Stormur – nýr söngleikur eftir Unni Ösp og Unu Torfadóttur frumsýndur á Stóra sviðinu 20. Mar. 2025 Prufur fyrir menntaða leikara 2025 18. Mar. 2025 Þjóðleikhúsið býður skólabörnum á Orra óstöðvand …
LESA MEIRA
05. Mar. 2025
Stormur – nýr söngleikur eftir Unni Ösp og Unu Torfadóttur frumsýndur á Stóra sviðinu
05. Mar. 2025 Stormur – nýr söngleikur eftir Unni Ösp og Unu Torfadóttur frumsýndur á Stóra sviðinu Fimmtudaginn 6. mars frumsýnir Þjóðleikhúsið á Stóra sviðinu söngleikinn Storm eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Unu Torfadóttur. Öll tónlist verksins er eftir Unu. Söngleikurinn talar til ólíkra kynslóða um fyrstu stóru tímamót lífsins. Vinahópur sem er að útskrifast úr menntaskóla stendur á tímamótum sem eru í senn spennandi og ógnvænleg. Fjöldi nýrra leikara tekur þátt í sýningunni ásamt nokkrum eldri og reyndari úr leikhópi Þjóðleikhússins. Í söngleiknum verður mikið um þekkta tónlist Unu en einnig ný lög. Kaupa miða Stórbrotin ástarsaga, mögnuð tónlist, undurfögur augnablik Fyrri leikverk Unnar Aspar í Þjóðleikhúsinu, verðlaunaverkin Vertu úlfur og Saknaðarilmur, hafa hreyft rækilega við leikhúsgestum og heillað þá, en í þeim hefur hún beint sjónum að mikilvægum málefnum í samtíma okkar. Nú vinnur hún með einni fremstu tónlistarkonu landsins af ungu kynslóðinni, Unu Torfadóttur og þær semja í sameiningu nýjan söngleik sem fjallar á beinskeyttan hátt um ungt fólk á Íslandi í dag. Stórvinsæl lög Unu Torfa hljóma í bland við ný og grípandi lög. Hver er ég og hver vil ég vera? Get ég sagt skilið við fortíðina og byrjað lífið upp á nýtt? Þori ég að taka stökkið og fylgja hjartanu, alla leið?   Tónlistin blanda af nýjum og þekktari lögum Unu Torfa Una Torfadóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir tveimur árum. Hver smellurinn á fætur öðrum hefur náð miklum vinsældum og hrifið fólk á öllum aldri. Nýjasta plata hennar, Sundurlaus samtöl, hefur fengið frábærar viðtökur. Í söngleiknum verður mikið um þekkta tónlist Unu en einnig ný lög. Nú fær fyrsta nýja lagið úr verkinu að hljóma og það er sannkallaður stuðslagari Málum miðbæinn rauðan. Ný andlit á sviði. Þar af þrír nýútskrifaðir bekkjarfélagar úr LHÍ Leikhópurinn í Stormi er fersk …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími