Des. fréttir
12. Des. 2024
Guðrún S. Gísladóttir sjötug
12. Des. 2024 Guðrún S. Gísladóttir sjötug Þjóðleikhúsið og starfsfólk leikhússins óskar Guðrúnu S. Gísladóttur hjartanlega til hamingju með sjötugsafmælið sem hún fagnar í dag! Guðrún hefur leikið fjölda burðarhlutverka í gegnum tíðina hjá Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur, en hún lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Guðrún lék fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur og vakti þar m.a. mikla athygli fyrir leik sinn í Degi vonar og Sölku Völku. Hún hefur leikið fjölda eftirminnilegra hlutverka í Þjóðleikhúsinu, m.a. í Mýrarljósi sem hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir, sem og Konunni við 1000°, Dagleiðinni löngu, Íslandsklukkunni, Vegurinn brennur og Þrettándakvöldi, en hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir allar þessar sýningar. Hún lék hér m.a. einnig í Eddu, Múttu Courage, Út að borða með Ester, Kafbáti, Englinum, Öllum sonum mínum, Pétri Gaut, Stundarfriði, Ég heiti Ísbjörg ég er ljón og Mávinum. Einnig leikstýrði hún nýlega samstarfsverkefninu Aspas, sem sýnt var í Krónunni. Guðrún lék nýlega í Mávinum hjá LR. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum, m.a. Fórninni eftir Tarkovský. Guðrún hlaut Menningarverðlaun DV fyrir Agnesi barn guðs. FYRRI ALLAR Fréttir Mest lesið í Des. 05. Des. 2024 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 25/26 06. Des. 2024 Gauragangur í fullveldiskaffi fyrrum starfsmanna Þjóðleikhússins 05. Des. 2024 Taktu flugið beibí og Fúsi fá Hvatningarverðlaun ÖBÍ …
Lesa meira
05. Des. 2024
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 25/26
05. Des. 2024 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 25/26 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2025-2026, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019).   Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, þau eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einu af leiksviðum Þjóðleikhússins, í rýmum utan þess eða á leikferðum hússins, en sérstök athygli er vakin á því að sýningarrými í Kjallaranum hefur undanfarið verið vettvangur fjölbreyttra og spennandi samstarfsverkefna, sjá hér.  Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum eða boða til fundar til að ræða frekar um verkefnin og möguleika á samstarfi. SENDA UMSÓKN Umsóknarfrestur til og með mán. 27. janúar 2025.   FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Des. 06. Des. 2024 Gauragangur í fullveldiskaffi fyrrum starfsmanna Þjóðleikhússins 12. Des. 2024 Guðrún S. Gísladóttir sjötug 05. Des. 2024 Taktu flugið beibí og Fúsi fá Hvatningarverðlaun ÖBÍ …
LESA MEIRA
05. Des. 2024
Taktu flugið beibí og Fúsi fá Hvatningarverðlaun ÖBÍ
05. Des. 2024 Taktu flugið beibí og Fúsi fá Hvatningarverðlaun ÖBÍ ÖBÍ réttindasamtök veittu tveimur leikverkum Hvatningarverðlaunin á Grand hóteli á alþjóðadegi fatlaðs fólks fyrr í vikunni. Handhafar verðlaunanna í ár eru Fúsi, aldur og fyrri störf og Taktu flugið, beibí sem Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir skrifaði og lék í, undir leikstjórn Ilmar Stefánsdóttur hér í Þjóðleikhúsinu. Halla Tómasdóttir forseti afhenti verðlaunin og minnti í ávarpi sínu á mikilvægi kærleikans. Hún sagðist jafnframt vonast til þess að næsta ríkisstjórn haldi málaflokki fatlaðs fólks á lofti. Við óskum Kolbrúnu og Fúsa innilega til hamingju! Frá afhendingu verðlaunanna. (Mynd fengin af vef ÖBÍ) Sýningin Taktu flugið, beibí, eftir Kolbrúnu Dögg, vakti gríðarlega mikla athygli þegar hún var frumsýnd síðastliðið haust. Sögupersónan leiddi okkur í gegnum líf sitt sem manneskja með líkamlega skerðingu sem ágerist með aldrinum. Í fallegu, hvetjandi og áhrifamiklu verki, þar sem tónlist, myndlist og dansi er fléttað saman við frásögnina, fylgjumst við með baráttu fyrir framtíð, sjálfstæði og réttindum, og leit að ást og tengslum. Taktu flugið, beibí er einstök saga sem á erindi við okkur öll, saga um framtíðardrauma, ást, fjölskylduna, baráttu og sigra. Leikritið byggir á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundarins, Kolbrúnar Daggar, sem tók sjálf þátt í sýningunni. Hún hefur lokið námi af sviðshöfundabraut LHÍ og meistaranámi í ritlist við HÍ, og er þetta fyrsta leikverk hennar sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi. Nánar um sýninguna FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Des. 05. Des. 2024 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 25/26 06. Des. 2024 Gauragangur í fullveldiskaffi fyrrum starfsmanna Þjóðleikhússins 12. Des. 2024 Guðrún S. Gísladóttir sjötug …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími