Apr. fréttir
12. Apr. 2024
Unnur Ösp og Una Torfa semja söngleik fyrir Þjóðleikhúsið
12. Apr. 2024 Unnur Ösp og Una Torfa semja söngleik fyrir Þjóðleikhúsið Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Það eru þær Unnur Ösp Stefándsóttir og Una Torfadóttir sem semja söngleikinn en öll tónlist er eftir Unu. Unnur Ösp leikstýrir og Una mun fara með eitt aðalhlutverka í sýningunni sem hefur fengið nafnið Stormur. Söngleikurinn fjallar um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna, óttann við framtíðina, þrána eftir ástinni og leitina að okkur sjálfum. Nýjustu leiksýningar Unnar Aspar Stefánsdóttur í Þjóðleikhúsinu, Vertu úlfur og Saknaðarilmur, hafa heillað leikhúsgesti og hreyft við þeim, en í þeim hefur hún beint sjónum að mikilvægum málefnum í samtíma okkar. Nú hefur hún fengið tónlistarkonuna ungu Unu Torfadóttur til liðs við sig, og þær semja í sameiningu nýjan söngleik sem fjallar á beinskeyttan hátt um ungt fólk á Íslandi í dag. Stórvinsæl lög Unu Torfa hljóma í bland við grípandi, splunkuný lög. Una Torfadóttir kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir tveimur árum. Velgengnin hófst þegar hún sendi frá sér lögin Fyrrverandi, Ekkert að og Í löngu máli, og síðan þá hefur hver smellurinn á fætur öðrum náð miklum vinsældum. Fyrsta plata Unu í fullri lengd kemur út 26. apríl næstkomandi. Sagan fjallar um vinahóp sem er að útskrifast úr menntaskóla og stendur á stærstu tímamótum lífs síns. Þau velta fyrir sér hvert skal halda, hvað framtíðin ber í skauti sér, hvern þau eigi að elska og hvernig manneskjur þau vilji vera? Hvernig er hægt að vera maður sjálfur í heimi sem gerir miklar kröfur til manns og hafnar manni jafnvel ef maður er á skjön við normið? Þau standa á bjargbrúninni og kynnast því allra hættulegasta, ástinni. Þora þau að hlusta á storminn innra með sér, vera í frjálsu falli og taka stökkið? Elísabet er ung …
Lesa meira
04. Apr. 2024
Sýningar á Orð gegn orði hefjast á Stóra sviðinu annað kvöld
04. Apr. 2024 Sýningar á Orð gegn orði hefjast á Stóra sviðinu annað kvöld Sýningin Orð gegn orði hefur heldur betur hrifið leikhúsgesti. Í ljósi mikillar eftirspurnar var ákveðið að færa sýninguna á Stóra sviðið og á morgun, föstudaginn 5. apríl er komið að fyrstu sýningunni þar. Orð gegn orði er í leikstjórn Þóru Karítasar Árnadóttur og óhætt er að segja að sýningin hafi heillað leikhúsgesti. Leikur Ebbu Katrínar Finnsdóttur hefur fengið mikið lof frá gagnrýnendum og vakið sterk viðbrögð áhorfenda sem hafa ekki sparað stóru orðin. “KAUPA Veitingasala verður opin að sýningu lokinni Einleikurinn hefur hreyft rækilega við áhorfendum og fjöldi óska hefur borist um umræður í kjölfar sýninga. Starfsfólk leikhússins hefur orðið þess áskynja að gestir hafi mikla þörf til þess að ræða upplifun sína. Til þess að mæta því verður gestarými opið eftir sýningar og leikhúsgestum gefst kostur á að njóta veitinga og spjalla. Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Verkið hlaut Olivier-verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.   Eitthvað verður að breytast! Tessa er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll, sem hefur tekist að klífa  hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Í verkinu er tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, kynferðisbrotamál, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, og hvenær er sekt nægilega …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími