Jan. fréttir
19. Jan. 2026
Stórsöngleikurinn Ormstunga frumsýndur á Stóra sviðinu
19. Jan. 2026 Stórsöngleikurinn Ormstunga frumsýndur á Stóra sviðinu Ormstunga er glænýr íslenskur söngleikur sem verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins laugardaginn 24. janúar næstkomandi. Söngleikurinn byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu og er eftir þá Hafstein Níelsson og Ólíver Þorsteinsson. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir gríðarstórum leikhópi þar sem nánast allur leikhópur Þjóðleikhússins tekur þátt. Verkið er skrifað í anda hins heimsfræga stórsöngleiks Hamilton, sem ruddi brautina fyrir kraftmikinn samruna sögulegra atburða og krassandi tónlistar. Hér er enn ein frumsköpunin í Þjóðleikhúsinu en verkið hefur verið í þróun þar innan húss eftir að höfundarnir unnu upprunalega verkið sem nemendur við LHÍ. Kaupa miða Ólíver Þorsteinsson og Hafstein Níelsson, höfundar verksins Höfundarnir upplifa drauminn – verkið þróað í Þjóðleikhúsinu eftir frumraun í LHÍ Þeir Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson eru höfundar söngleiksins Ormstungu en uppsetning verksins var jafnframt lokaverkefni Hafsteins á 2. ári sviðslistabrautar Listaháskólans. Nemendasýningin sló í gegn, var sýnd þrisvar innum fyrir troðfullum sal og öllum sem sáu var ljóst að þarna var eitthvað alveg einstakt á ferðinni. Þjóðleikhúsið ákvað að veðja á verkið, settu það í frekari þróun innanhúss með listamönnum hússins og fengu svo reyndan hóp listrænna stjórnenda að sýningunni. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu en hann er með öflugan hóp með sér. Jóhannes Damian R. Patreksson (þekktur sem Jói P úr “Jói P og Króli”) er meðhöfundur tónlistar og tónlistarstjóri en Liam Steel vinnur nú í fyrsta sinn sem danshöfundur á Íslandi en hann er margreyndur úr stórsöngleikjum á Broadway og West End. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd, María Ólafs hannar búningar, Garðar Borgþóruson er ljósahönnuður, hljóðhönnun er í höndum Þórodds Ingvarssonar og hljóðmynd skapar Brett Smith. Stórkostlegur leikhópur – tuttugu leikarar og hljómsveit Það verður vígalegur hópur leikara sem mun prýða sýninguna, en í hlutverkum Helgu, Gunnlaugs og Hrafns verða þrír ungir leikarar sem hafa heillað á …
Lesa meira
14. Jan. 2026
Aldarafmæli Rúriks Haraldssonar
14. Jan. 2026 Aldarafmæli Rúriks Haraldssonar Einn af máttarstólpunum í leikarahópi Þjóðleikhússins á fyrstu áratugunum í starfsemi leikhússins, Rúrik Haraldsson, hefði orðið 100 ára í dag. Rúrik lauk leiklistarnámi frá The Central School of Speech and Drama í London árið 1950. Rúrik byrjaði að leika í Þjóðleikhúsinu árið 1951 og var ráðinn hér á fastan samning árið 1956, en hann  lék í Þjóðleikhúsinu í nær hálfa öld og urðu hlutverk hans hér hátt á annað hundrað talsins. Meðal þeirra helstu má nefna Jón Proctor í Í deiglunni, Knock í Doctor Knock, Henry Higgins í My Fair Lady og Billy Jack í Táningaást. Önnur eftirminnileg hlutverk eru t.d. Jón í Gullna hliðinu, Arnas Arneus í Íslandsklukkunni, Sólnes í Sólnes byggingameistara, Lér konungur í samnefndu verki, Þórður í Stalín er ekki hér og James Tyrone í Dagleiðinni löngu. Síðasta hlutverk Rúriks í Þjóðleikhúsinu var í Sönnum karlmanni árið 1995.  Lér konungur: Morgunblaðið minnist Rúriks með minningargrein í blaði dagsins, en þar segir: 100 ár eru í dag liðin frá fæðingu Rúriks Haraldssonar leikara. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 14. janúar 1926, sonur hjónanna Guðnýjar Kristjönu Einarsdóttur og Haralds Sigurðssonar. Rúrik lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja árið 1943. Hann byrjaði ungur að læra á hljóðfæri og lék á trompet, fiðlu og banjó. Jónas Dagbjartsson fiðluleikari kenndi honum þegar hann byrjaði í lúðrasveit Vestmannaeyja. Rúrik lék síðar á trompet í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar á árunum 1945 og 1946. Samhliða því stundaði Rúrik nám við leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og voru samnemendur hans þar hluti af öflugri, ungri kynslóð leikara sem komu fram á Íslandi í stríðslok og hann átti eftir að starfa með mörgum þeirra síðar bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Árið 1947 hélt hann til náms við The Central School of Dramatic Art and Speech Training í Royal Albert Hall í Lundúnum árin 1947 …
LESA MEIRA
12. Jan. 2026
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 26/27
12. Jan. 2026 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum fyrir leikárið 26/27 Þjóðleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum að leiksýningum sem settar yrðu upp í samstarfi leikhússins við leikhópa eða aðra aðila leikárið 2026-2027, í samræmi við 6. grein laga um sviðslistir (165/2019). Þjóðleikhúsið vill efna til frjós og skapandi samstarfs í þeim tilgangi að efla sviðslistir í landinu og auka fjölbreytni í leikhúslandslaginu. Samstarfsverkefni sem valin eru til sýninga í Þjóðleikhúsinu verða hluti af leikári þess og stefnuáherslum, þau eru kynnt með verkefnaframboði þess og fá aðgang að sérþekkingu starfsmanna, sem og rýmum og tækjum leikhússins, skv. samningi þar um. Samstarfsverkefni geta verið sýnd á einu af leiksviðum Þjóðleikhússins, í rýmum utan þess eða á leikferðum hússins, en sérstök athygli er vakin á því að sýningarrými í Kjallaranum hefur undanfarið verið vettvangur fjölbreyttra og spennandi samstarfsverkefna. Umsóknir skal senda í gegnum umsóknarkerfi á vef Þjóðleikhússins, leikhusid.is, ásamt greinargóðri lýsingu á verkefninu. Leikhúsið kann að óska eftir frekari upplýsingum eða boða til fundar til að ræða frekar um verkefnin og möguleika á samstarfi. Umsóknarfrestur er til og með þri. 27. janúar 2025. Umsóknarform FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Jan. 11. Jan. 2026 Finnur Bjarnason skipaður óperustjóri 01. Jan. 2026 Nýtt lag úr söngleiknum Ormstungu er komið út 14. Jan. 2026 Aldarafmæli Rúriks Haraldssonar …
LESA MEIRA
11. Jan. 2026
Finnur Bjarnason skipaður óperustjóri
11. Jan. 2026 Finnur Bjarnason skipaður óperustjóri Í dag var tilkynnt að Finnur Bjarnason hafi verið skipaður óperustjóri – sá fyrsti eftir að Alþingi samþykkti ný lög um stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Það var Jóhann Páll Jóhannsson, settur menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, sem skipaði Finn í starfið til fimm ára samkvæmt tillögu hæfnisnefndar. Þjóðleikhúsið óskar Finni innilega til hamingju með skipunina og hlakkar til samstarfs á næstu árum. Langþráður draumur óperuunnenda varð að veruleika 5. júlí 2025, þegar Alþingi samþykkti frumvarp Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um breytingar á lögum um sviðslistir, sem fólu í sér stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. Óperan mun sinna óperulistinni á breiðum grunni, með sýningum víðsvegar um landið, með aðstöðu í Hörpu og einnig í Þjóðleikhúsinu. Óperan er hluti af Þjóðleikhúsinu og heyrir óperustjóri undir þjóðleikhússtjóra í skipuriti stofnunarinnar, jafnframt því sem lögð verður áhersla á víðtækt samráð við ólíka aðila í menningarlífinu. Finnur mun hefja störf 15. janúar næstkomandi og þá hefst vinna við að móta og byggja upp hina nýju óperu. Finnur Bjarnason er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og tvö lokapróf á meistarastigi; Postgraduate Diploma í raddþjálfun og nám í óperuflutningi (Opera Course) frá Guildhall School of Music & Drama. Hann stundaði framhaldsnám við National Opera Studio í London og hefur lokið burtfararprófi í söng frá Tónskóla Sigursveins. Finnur býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu á vettvangi óperulistar, hefur verið fastráðinn við óperuhús í Englandi og Þýskalandi og sungið við óperuhús víða um heim. Í gegnum störf sín hefur hann öðlast dýrmæta innsýn í starfsemi óperuhúsa. „Við óskum Finni innilega til hamingju með skipunina og bindum miklar vonir við hann í starfi fyrsta óperustjóra hinnar nýju óperu. Það eru sannarlega spennandi tímar framundan og við hlökkum til að byggja óperuna upp með nýjum óperustjóra og samstarfsaðilum víðsvegar í menningarlífinu,“ segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. FYRRI …
LESA MEIRA
01. Jan. 2026
Nýtt lag úr söngleiknum Ormstungu er komið út
01. Jan. 2026 Nýtt lag úr söngleiknum Ormstungu er komið út Nýja árið er sprengt inn með látum í Þjóðleikhúsinu. Nýtt lag úr stórsöngleiknum Ormstungu er komið á tónlistarveitur. Lagið Kveðast á er flutt af þeim Jakobi van Oosterhout og Kristni Óla. S. Haraldssyni, en þeir fara með hlutverk Gunnlaugs Ormsstungu og Hrafns Önundarsonar í sýningunni. Höfundar söngleiksins er þeir Hafsteinn Níelsson og Ólíver Þorsteinsson en Hafsteinn semur alla tónlist verksins auk þess sem Jóhannes Damian Petreksson kom einnig að þróun tónlistarinnar á seinni stigum verksins. Hlusta á lagið Ormstunga er glænýr og ferskur íslenskur söngleikur byggður á Gunnlaugs sögu ormstungu, sígildri sögu sem er í senn spennandi, fyndin og hjartnæm. Gunnlaugur Illugason, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra Þorsteinsdóttir mynda einn frægasta ástarþríhyrning fornbókmenntanna. Of lengi hafa örlögin hrjáð þau en nú fyrir framan áhorfendur fá þau loksins að gera upp sín mál. Gísli Örn er þekktur fyrir töfrandi sýningar og hér leiðir hann einstakan leikhóp en alls taka um 25 flytjendur þátt í sýningunni, leikarar og tónlistarfólk.   Kaupa miða Verkið er skrifað í anda hins heimsfræga stórsöngleiks Hamilton, sem ruddi brautina fyrir kraftmikinn samruna sögulegra atburða og krassandi tónlistar. Ormstunga er söngleikur fyrir unga sem aldna, með grípandi og fjölbreyttri tónlist. FYRRI ALLAR Fréttir Næsta Mest lesið í Jan. 11. Jan. 2026 Finnur Bjarnason skipaður óperustjóri 14. Jan. 2026 Aldarafmæli Rúriks Haraldssonar 07. Jan. 2026 Óresteia umræður og magnaðar viðtökur …
LESA MEIRA
Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími