/
Viðvaranir

Viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar

Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur verið ágeng fyrir áhorfendur, auk þess sem ákveðin tegund leikhústækni getur vakið viðbrögð sem trufla suma áhorfendur. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrir fram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar eða önnur viðbrögð sem þú vilt forðast, midasala@leikhusid.is.

Hér að neðan er yfirlit yfir kveikjuviðvaranir/áfallaviðvaranir (e. trigger warnings) fyrir hverja leiksýningu. Við leitumst við að uppfæra upplýsingar jafnóðum, þannig að við biðjum þig að hafa í huga að þær geta tekið breytingum. Ábendingar eru vel þegnar, midasala@leikhusid.is.

VINSAMLEGA ATHUGIÐ
VINSAMLEGA ATHUGIÐ

Athugaðu að upplýsingar um sýningar á þessari síðu geta mögulega spillt fyrir upplifun þinni af söguframvindu og því hvernig upplýsingum er miðlað í sýningunni.

Orð gegn orði (Prima Facie)
Orð gegn orði (Prima Facie)

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í verkinu er fjallað um kynlíf, ofbeldi og nauðgun, og þar er kynferðisofbeldi lýst.

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni eru blikkandi ljós.

Hvert get ég leitað ef ég hef orðið fyrir kynferðisofbeldi?

Ýmsir aðilar bjóða þolendum aðstoð, svo sem:

 • Stígamót ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi, s. 562 6868, stigamot.is
 • 112 – Kynferðisofbeldi tekur á móti öllum sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi, s. 112, 112.is/ofbeldi/kynferdis-ofbeldi
 • Hjálparsími Rauða krossins
  hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis, s. 1717, Hjálparsíminn
 • Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis stendur öllum til boða sem þangað leita, án tilvísunar, vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis, s. 543 1000, Neyðarmóttaka
 • Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf. S. 553 3000, bjarkarhlid.is
 • Kvennaathvarfið Samtök um kvennaathvarf reka athvörf fyrir konur í Reykjavík og á Akureyri. Í neyðartilfellum hafið samband við 112, ráðgjöf í s. 561 1205, kvennaathvarf.is
 • Bergið stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri, s. 571 5580, bergid.is
 • Sjúkt spjall hjá Sjúk ást netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi, sjukast.is/sjuktspjall
 • Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Í neyðartilvikum skal hringja í 112. S. 552 2218, pieta.is
 • Aflið Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri, s. 461 5959, aflidak.is
 • Bjarmahlíð á Akureyri, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri, S. 551 2520, bjarmahlid.is
 • Sigurhæðir þjónusta á Suðurlandi við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. S. 834 5566, sigurhaedir.is

 

 

Saknaðarilmur
Saknaðarilmur

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í verkinu er fjallað um sjálfræðissviptingu.

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni eru blikkandi strobe-ljós. Reyktar eru leikhússígarettur.

Frost
Frost

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni eru blikkandi strobe-ljós.

Notað er leikhúsmistur og reykur.

Stórar blöðrur úr latexi fara fram í sal til áhorfenda.

Ath. að snjórinn í sýningunni er skaðlaus og skemmir ekki föt.

Edda
Edda

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í sýningunni er ofbeldi sviðsett.

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni heyrist byssuhvellur. Notuð eru strobeljós. Notað er leikhúsmistur og reykur. Reyktar eru leikhússígarettur.

Mútta Courage
Mútta Courage

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í sýningunni kemur m.a. fyrir gróft orðfæri, umræða um kynferðisofbeldi, ofbeldi, stríð og dauði. 

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni heyrast byssuskot. 

Í sýningunni eru notaðar nikótínlausar rafsígarettur. 

Ekki málið
Ekki málið

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í sýningunni kemur m.a. fyrir umfjöllun um sjálfsvíg. 

 

Ex
Ex

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í sýningunni kemur m.a. fyrir gróft orðfæri, ofbeldi, nekt. 

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni eru notaðar nikótínlausar rafsígarettur. 

Ellen B.
Ellen B.

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í sýningunni kemur m.a. fyrir gróft orðfæri, ofbeldi, umfjöllun um kynferðislega misnotkun, nekt. 

 

Ást Fedru
Ást Fedru

Aldursviðmið:
14 ára og eldri.

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis: 

Í sýningunni kemur fyrir gróft orðfæri, ofbeldi, kynlíf, kynferðisleg misnotkun, sjálfsvíg, morð og dauði. 

Viðvörun vegna tækni: 

Í sýningunni er notaður reykur (mist) og nikótínlaus rafsígarettureykur. 

Leyndarmál
Leyndarmál

Viðvörun vegna umfjöllunarefnis og framsetningar efnis:

Sýningin inniheldur beinskeytt orðalag um kynferðisofbeldi, sjálfsskaða, fjölskylduvandamál og önnur krefjandi efni.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími