Nú í júní verður haldin pólsk menningarhátíð 
í samstarfi  Þjóðleikhússins og Teatr im Stefan Żeromski leikhússins í Kielce í Póllandi. Sýnd verður ein af mögnuðustu leiksýningum Stefan Żeromski leikhússins á Stóra sviði Þjóðleikhússins, haldin verður opin vinnustofa um þær aðferðir sviðslistanna sem byggðar eru á þjóðlegum pólskum arfi og menningu auk fyrirlesturs um pólskan þjóðararf og birtingarmyndir hans í pólsku leikhúsi.

 

Sjá nánar

Þjóðleikhúsið er nú þátttakandi í tveimur verkefnum með Teatr im Stefan Żeromski leikhúsinu í Kielce, Póllandi. Fyrra verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði EES. Verkefnið er stórt og snýr að enduruppbyggingu leikhússins í Kielce, endurmenntun starfsfólks og tilraunum til að ná til stærri áhorfendahópa, bæði á Íslandi og í Póllandi.

 

Gísli Örn Garðarsson leikstjóri (Vesturport) mun sviðsetja nýja uppfærslu af Disneysöngleiknum Frost (Frozen) á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Sýningin er samstarfsverkefni Vesturports og Det Norske Teatret í Osló, Þjóðleikhússins á Íslandi, Borgarleikhússins í Stokkhólmi og Borgarleikhússins í Helsinki. Tilkynnt verður um danskt leikhús innan tíðar.

 

Skrá á biðlista

Gefðu þrjár gjafir í einu – Tillhlökkun, upplifun og ógleymanlegar minningar

Gjafakort Þjóðleikhússins felur í sér ógleymanlega kvöldstund á sýningu að eigin vali.
Gjafakort er frábær gjöf sem hentar öllum aldurshópum enda ávísun á upplifun og ævintýri. Þú hefur úrval sýninga til að velja úr á hverju ári með gjafakorti sem rennur aldrei út.

KAUPA GJAFAKORT

Gerðu meira úr kvöldinu! Pantaðu veitingar fyrir sýningu og njóttu þeirra í nýjum og glæsilegum forsal

Gerðu meira úr kvöldinu

Við tökum vel á móti þér í endurbættum og notalegum forsal, með úrvali ljúffengra veitinga! Þú getur notið veitinga hvort sem er fyrir sýningu eða í hléi.

Pantaðu borð og veitingar fyrirfram

Nú getur þú pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann eða í miðasölu, með að minnsta kosti tveggja daga fyrirvara. Veitingarnar bíða þín á merktu borði þegar þú vilt njóta þeirra.

Veitingar fyrir hópa

Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is eða hringdu í s. 551 1200.

 

/
/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími