Kjallarakabarett

Kjallarakabarett

Heitt og sveitt á föstudögum
Samstarfsaðili
Margrét Maack
Lengd
2 klukkutímar með hléi

Kjallarinn breytist í kabarettklúbb á föstudagskvöldum í vetur. Ýmsir hópar taka yfir sviðið og leika á alls oddi: Dömur og herra, Reykjavík Kabarett, Sóðabrók, SEIÐR, Mesedúsa, draglistamenn og „alls konar fullorðins“ fyrir fólk sem hlær hátt! Hanastélsseðillinn skartar sínu fegursta og sýningarnar brúa bilið á milli dinners og djamms á fullkominn hátt. Við opnum kjallarann kl. 22:00 og leikar hefjast þegar sýningu á Stóra sviðinu lýkur.

Vinsamlega athugið að þessar sýningar eru ekki við hæfi barna og fara fram í rými þar sem áfengi er haft um hönd.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími