/
Höfundastarf

Íslensk leikritun og höfundastarf

Þjóðleikhúsið leggur ríka áherslu á höfundastarf og eflingu íslenskrar leikritunar. Við tökum við hugmyndum og handritum á öllum stigum og höfum að markmiði að gera íslenska leikritun framúrskarandi. Þjóðleikhúsið starfar með íslenskum höfundum með ýmsum hætti og leitast við að styðja og hvetja leikskáld á öllum aldri.

 

Skil á hugmynd eða handriti

 

Höfundar eru hvattir til að senda leikhúsinu hugmynd, drög eða fullskrifuð verk til lestrar.

  • Hugmynd/handritsdrögum skal fylgja:
  • Handrit eða eitt eða fleiri atriði úr verkinu.
  • Stutt lýsing á verkinu (1-2 bls.), þar sem fram kemur persónufjöldi, atburðarás og ætlunarverk höfundar.
  • Ferilskrá.

Handrit, hugmyndir eða drög skulu send á netfangið
leikritun@leikhusid.is

Leikhúsið sendir staðfestingu á móttöku handrits, og svarar höfundi innan fjögurra mánaða í samræmi við samning Þjóðleikhússins og RSÍ.

 

Nýtt íslenskt verk á fjölum Þjóðleikhússins

Aðdragandi þess að nýtt íslenskt verk er tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu getur verið með ólíku móti:

  • Leikhúsið kaupir tilbúið verk af höfundi.
  • Leikhúsið ræður höfund til að skrifa fyrir leikhúsið, “verk í smíðum”

Höfundur vinnur þá í samvinnu við leikhúsið að þróun leikverks út frá hugmynd og handritsdrögum sem hann hefur lagt fram. Sjá nánar í samningi Þjóðleikhússins og Rithöfundasambands Íslands.

Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími