Þjóðleikhúsið er lifandi og kraftmikið leikhús sem á brýnt erindi við fólkið í landinu
Þjóðleikhúsið er lifandi og kraftmikið leikhús sem á brýnt erindi við fólkið í landinu. Í Þjóðleikhúsinu eru settar á svið framúrskarandi leiksýningar sem skemmta áhorfendum, ögra þeim, vekja þá til umhugsunar og veita þeim innblástur. Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á list leikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu.
Fjölbreytt verkefnaval
Á verkefnaskránni eru að jafnaði ný og eldri innlend og erlend verk, klassískar leikbókmenntir, söngleikir og barnasýningar, sem og sýningar af ýmsu tagi unnar í samstarfi við leikhópa, danslistafólk og listastofnanir. Sérstök rækt er lögð við innlenda nýsköpun og ný íslensk leikverk.
Þjóðleikhúsið leggur einnig ríka áherslu á að efla áhuga og skilning yngri kynslóða á leikhúsinu með sýningum fyrir börn og unglinga og fræðslustarfi. Leikið er á fimm ólíkum leiksviðum í leikhúsinu, en Þjóðleikhúsið sýnir einnig sýningar á leikferðum um landið.
Þú getur skoðað Þjóðleikhúsblaðið og leikskrár hér :
Leikskrár og leikhúsblöð
Eflum áhuga allra landsmanna á leikhúsinu
Í Þjóðleikhúsinu eru settar á svið framúrskarandi leiksýningar sem skemmta áhorfendum, ögra þeim, vekja þá til umhugsunar og veita þeim innblástur. Þjóðleikhúsið sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að efla og glæða áhuga landsmanna á listleikhússins og auðga leikhúsmenningu í landinu.
Á hverju ári eru um 30 ólíkar sýningar á fjölum leikhússins. Þar af er um tugur nýrra frumsýninga, en að auki sýnir leikhúsið verk frá fyrra leikári ásamt samstarfs- og gestasýningum.
Metnaður á öllum sviðum
Fastráðið starfsfólk leikhússins er um 100 manns, en einnig starfa tæplega 200 lausráðnir starfsmenn við leikhúsið á ári hverju. Eru þá ótaldir starfsmenn gesta- og samstarfsverkefna. Í Þjóðleikhúsinu starfar metnaðarfullt sviðslistafólk í fremstu röð, og leikhúsið á í samstarfi við heimsþekkta erlenda listamenn og leikhús. Þar er lögð alúð við að efla innra starf og starfsánægju, með áherslu á jafnréttismál.
Þjóðleikhúsið er eign íslensku þjóðarinnar og um starfsemi þesser fjallað í lögum nr. 165/2019 um sviðslistir.
Starfsfólk
Stóra sviðið – þar sem töfrarnir gerast
Margar af glæsilegustu uppsetningum íslenskrar leikhússögu hafa verið sýndar á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Allt frá því að Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson var frumsýnd á sumardaginn fyrsta árið 1950 hafa áhorfendur hrifist af eftirminnilegum leiksýningum af ólíku tagi og galdrar leikhússins snert við okkur á einstakan hátt.
Stóra sviðið er útbúið snúningssviði sem enn er notað í dag í nánast óbreyttri mynd. Grunnur hringsviðsins er smíðaður úr járni úr gömlu Ölfusárbrúnni sem endurgerð var árið 1944.
Salurinn tekur 500 gesti. Gengið er inn um aðalinngang frá Hverfisgötu.
Aðgengi
Kassinn – ennþá meiri nánd
Kassinn er leiksvið sem opnað var árið 2006 í svokölluðu Jónshúsi við Lindargötu 7 sem nefnt er eftir Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara. Hann lét reisa það árið 1935 og kenndi þar íþróttir og leikfimi um árabil.
Kassinn ber nafn með rentu enda er hann svokallað “black-box” þar sem hægt er að færa til áhorfendabrekkur.
Forsalur Kassans var endurgerður árið 2022, með bættri aðstöðu gesta, en hann nýtist einnig gestum á Litla sviðinu sem er á neðstu hæð hússins.
Salurinn tekur 135 gesti. Gengið er inn frá Lindargötu.
AðgengiNýtt leiksvið
Í tilefni af 75 ára afmæli leikhússins samþykkti ríkisstjórn Íslands að reisa nýtt sýninga- og æfingarými við Þjóðleikhúsið og mun hið nýja svið geta rúmað um 250-320 gesti. Þetta er í fyrsta sinn frá því að Þjóðleikhúsið var vígt sem nýtt, sérhannað leiksvið, er byggt fyrir leikhúsið. Sjá nánar hér.
Kassinn og Litla sviðið
Kjallarinn – klassabúllan
Þjóðleikhúskjallarinn á sér langa og fjölbreytta sögu. Nú hefur rýmið fengið kærkomna andlistlyftingu; nýtt færanlegt svið og endurnýjaður tækjabúnaður eru tilvalinn vettvangur fyrir afburða afþreyingu.
Gengið er inn um Egnersund á vesturhlið hússins, frá Hverfisgötu eða Lindargötu.
Nánar um Kjallarann Aðgengi
Litla sviðið
Litla sviðið er á neðstu hæð í svokölluðu Jónshúsi við Lindargötu 7 sem nefnt er eftir Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara. Hann lét reisa það árið 1935 og kenndi þar íþróttir og leikfimi um árabil.
Á Litla sviðinu eru margar af smærri barnasýningum Þjóðleikhússins sýndar, en einnig samstarfsverkefni og sýningar fyrir aðra aldurshópa. Á Litla sviðinu nýtur þú einstakrar nándar við leiksviðið.
Gengið er inn frá Lindargötu.
Kassinn og Litla sviðið Aðgengi
Þjóðleikhúsið leggur mikla áherslu á nýsköpun á meðal íslenskra leikritaskálda. Á hverju ári er kallað eftir leikverkum frá íslenskum höfundum. Aðdragandi þess að nýtt íslenskt verk er tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu getur verið með ólíku móti:
- Leikhúsið kaupir tilbúið verk af höfundi.
- Leikhúsið ræður höfund til að skrifa fyrir leikhúsið, “verk í smíðum”
Höfundur vinnur þá í samvinnu við leikhúsið að þróun leikverks út frá hugmynd og handritsdrögum sem hann hefur lagt fram. Sjá nánar í samningi Þjóðleikhússins og Rithöfundasambands Íslands.
Nánar um höfundastarf
Stefna Þjóðleikhússins 2023-2028
Ný og uppfærð stefna Þjóðleikhússins var unnin veturinn 2022-2023 og samþykkt af þjóðleikhúsráði í ágúst 2023. Fram til áramóta verður áfram unnið að aðgerðaáætlun og áætlun um innleiðingu stefnunnar samhliða því sem lokið verður við mótun undirstefna leikhússins.
Hér er hægt að sækja stefnuna!
Sækja stefnu
Umræður, fræðsla og textun
Við opnum heim leikhússins og bjóðum upp á fræðslu af ólíku tagi
- Umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.
- Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu valinna verka. Textar birtast á skjám sem eru til hliðar við eða fyrir ofan sviðið.
- Skoðunarferðir um leikhúsið.
- Námskeið í sviðstækni fyrir áhugaleikfélög.
- Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ, sjá nánar á endurmenntun.is.
- Leikhússkóli Þjóðleikhússins fyrir 18-22 ára.
- Kennaraklúbbur Þjóðleikhússins
Unga fólkið og leikhúsið
Á hverju ári býður Þjóðleikhúsið leikskóla- og grunnskólabörnum á sýningar auk þess sem farið er í leikferðir víða um land til að ná til barna á landsbyggðinni og auka áhuga þeirra og læsi á leikhúsi.
Nánar
Þjóðleikhúsið og landsbyggðin
Þjóðleikhúsið fer í leikferðir um landið og stendur fyrir sýningarhaldi, meðal annars með skólasýningum fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Haldin eru námskeið fyrir áhugaleikfélög til að styðja við leiklistarstarfsemi í heimabyggð.
Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins er valin á hverju ári og sýnd í Þjóðleikhúsinu á vordögum í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga.
Nánar um námskeið
Erlent samstarf
Þjóðleikhúsið á í gjöfulu samstarfi við ýmsa fremstu leikhúslistamenn heims og leikhús víða í Evrópu. Margvíslegt erlent samstarf við ýmsa aðila er í undirbúningi, en meðal leikhúslistafólks og leikhúsa sem Þjóðleikhúsið hefur átt í samstarfi við á allra síðustu árum eru:
- Benedict Andrews leikstjóri (Ástralía/Ísland)
- Yaël Farber leikstjóri (Suður-Afríka)
- Simon McBurney leikstjóri (Bretland)
- Marius von Mayenburg leikskáld og leikstjóri (Þýskaland)
- Nina Wetzel leikmynda- og búningahöfundur (Þýskaland)
- Lee Proud danshöfundur (Bretland)
- Charlie Tymms brúðuhönnuður (Bretland)
- Petr Hloušek myndbandshöfundur (Tékkland)
- Christina Lovery búningahöfundur, Torkel Skjærven ljósahönnuður, Belinda
- Braza danshöfundur (Noregur)
- Pussy Riot (Rússland)
- Stefan Żeromski leikhúsið í Kielce (Pólland) – þróunarstarf, þekkingarmiðlun og gestasýningar í báðum löndum
- Complicité-leikhópurinn, Odéon-leikhúsið (Frakkland) og fleiri leikhús í Evrópu
Guðjón Samúelsson
Guðjón Samúelsson arkitekt (1887-1950) teiknaði Þjóðleikhúsið. Hann var fyrstur Íslendinga á 20. öld til að ljúka háskólaprófi í byggingarlist og gegndi hann embætti húsameistara ríkisins í þrjá áratugi, allt frá árinu 1920 til ársins 1950. Hann var einn mikilvirkasti og áhrifamesti arkitekt landsins, hannaði fjölda opinberra bygginga og hafði mikil áhrif á hugmyndir um borgarskipulag. Byggingar sem hann hannaði er að finna í flestum byggðarlögum á Íslandi og má þar nefna Háskóla Íslands, Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju.
Efnið sem var notað utan á Þjóðleikhúsið var uppfinning Guðjóns. Þrjár bergtegundir, hrafntinna, kvars og silfurberg, voru muldar saman og steypan húðuð með þessu efni. Þannig fékk húsið sinn sérstaka svip og í kjölfarið var bergmulningur, eða steining, notuð víða á íslensk hús.
Fyrstu drög að Þjóðleikhúsbyggingunni voru lögð um miðjan þriðja áratug síðustu aldar og fyrsta skóflustungan var tekin árið 1929, en framkvæmdir töfðust og það var ekki fyrr en árið 1950 sem þessi höfuðbygging leiklistarinnar var vígð.
1873 Hugmyndinni um Þjóðleikhús í fyrsta sinn varpað fram skriflega, svo vitað sé, í sendibréfi sem Indriði Einarsson skrifar Sigurði Guðmundssyni.
1907 Indriði Einarsson setur formlega fram hugmynd sína um Þjóðleikhús 34 árum síðar, í tímaritinu Skírni, með hugmyndum um stærð hússins og útbúnað, og tilheyrandi útreikningi á kostnaði.
Indriði skrifar í tímaritið Óðin og hvetur enn til þess að ráðist verði í að byggja Þjóðleikhús. Þar segir hann m.a.: “Leikhúsið sameinar í sér allar listir í einu, ef það er fullkomnara en við höfum átt að venjast. Það er efsta loft menningarinnar í hverju landi.” Með þessum skrifum hefst fyrsti kaflinn í sögu Þjóðleikhússins. Eftir þetta leggja margir áhugamenn um leiklist málefninu lið, m.a. með skrifum í blöð. Fremstur í þeirra röð er vinur Indriða, skáldið Einar H. Kvaran, sem skrifar margar skeleggar greinar um ágæti þess að stofna þjóðleikhús.
Leikfélag Reykjavíkur er rekið með miklum blóma á þessum tíma, og setur m.a. upp mörg íslensk verk. Leikfélagið gefur allan ágóða af sýningu Nýársnæturinnar í sjóð til leikhúsbyggingar. En þótt áhugann skorti ekki, er enn langt í land með þjóðleikhús. Brautryðjendurnir eru af samtímafólki taldir óraunsæir draumóramenn, og það er almenn skoðun ráðamanna að þjóðleikhús sem myndi kosta ekki minna en 250 þúsund krónur sé einfaldlega of dýrt fyrirtæki fyrir litla þjóð. Illa gengur að afla fjár, og þykir útséð með að nokkuð verði af framkvæmdum um ófyrirsjáanlega framtíð.
Sú hugmynd kemur upp að fjármagna byggingu þjóðleikhúss með því að láta allan skemmtanaskatt renna til byggingar þess, og standa undir rekstri þess. “Hugmyndin var að láta lægri skemmtun styðja hina æðri og þroskavænlegri”, eins og Jónas frá Hriflu orðaði það. Með þessu verða þáttaskil, því skyndilega er bygging þjóðleikhúss orðin raunhæfur möguleiki. Nokkrir nánustu vinir Indriða Einarssonar og alþingismaðurinn Jónas Jónsson frá Hriflu gera með sér bandalag um þessa lausn málsins.
1923 Þingmennirnir Jakob Möller og Þorsteinn M. Jónsson bera fram frumvarp um að skemmtanaskattur renni í byggingu þjóðleikhúss og það er samþykkt og lögfest með miklum meirihluta á Alþingi.
Í fyrstu byggingarnefndinni sitja Indriði Einarsson, formaður, Einar H. Kvaran og Jakob Möller. Þeir starfa án launa. Farið er að huga að teikningum hússins og Guðjón Samúelsson, byggingameistari ríkisins, er fenginn til verksins. Frá þessum fyrstu teikningum og til vígsludags eiga eftir að líða 25 ár.
Grunnur hússins er tekinn árið 1929, en á næstu tveimur árum er húsið steypt upp og gert fokhelt.
Skemmtanaskattssjóðurinn er tekinn af húsinu árið 1932 til ársins 1941.
Þjóðleikhúsið er hernumið til 1945 og þar geymd ýmis hergögn breska hersins.
Þjóðleikhúsið er opnað formlega á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl 1950.
21 ár leið frá fyrstu skóflustungu til vígsludags, en ef frá eru talin þau ár sem allt var í biðstöðu vegna fjárskorts eða hernáms var byggingatíminn sjö ár.
1951 Þjóðleikhúskjallarinn, einnig nefndur Leikhúskjallarinn eða Kjallarinn, var fyrst opnaður fyrir kaffisölu á sýningarkvöldum árið 1951. Fljótlega varð staðurinn vinsæll fyrir alls kyns sýningar, uppákomur, fundi, ráðstefnur og mannamót, og hann var lengi rekinn sem skemmtistaður.
Árið 1973 var fyrsta eiginlega leiksýning Þjóðleikhússins í Kjallaranum.
Kjallarinn hefur verið nýttur fyrir ólíkar tegundir leiksýninga og árið 2021 var hann endurnýjaður og opnaður með nýju sniði. Þar er nú m.a. boðið upp á uppistand, kabaretta, dragsýningar, tónleika, skemmtisýningar, leiksýningar o.fl.
1964-1973 hafði Þjóðleikhúsið aðstöðu fyrir lítið leiksvið í Lindarbæ, húsi við horn Lindargötu og Skuggasunds, en árið 1973 hóf leikhúsið sýningar í Leikhúskjallaranum.
1986 Litla sviðið opnað í kjallara húss Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7. Húsið var upphaflega reist af Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara árið 1934 og þar starfrækti hann íþróttahús á árunum 1935-1976. Litla svið Þjóðleikhússins var opnað í kjallara hússins árið 1986 og leikhúsið hafði æfingasal um árabil í íþróttasalnum á efri hæðinni.
Þjóðleikhúsið hefur í gegnum tíðina einnig sýnt sýnt sýningar sínar í öðrum sýningarrýmum í Reykjavík, svo sem í Gamla bíói og Loftkastalanum.
1989-1990 Stóra salnum er breytt, í stað tveggja áhorfendasvala koma nú einar svalir, sjónlínur áhorfenda og hljómburður er bættur.
Leikhúsloftið, þar sem inngangur á efri svalir var áður, útbúið sem æfinga- og sýningasalur. Þar voru um tíma sýndar leiksýningar.
1992 Smíðaverkstæðið, nýtt leiksvið, opnað á gamla smíðaverkstæði leikhússins í kjallara aðalbyggingarinnar. Rýmið var aflagt sem leiksvið síðar og breytt á ný í smíðaverkstæði, með lyftu sem gengur að hliðarsviði Stóra sviðsins.
2006-2008 Viðamiklar viðgerðir á ytra byrði leikhússins.
2006 Kassinn, nýtt leiksvið, opnað á efri hæð húss Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu 7. Árið 2022 var ráðist í gagngerar umbætur á forsal Kassans, og var þá haft að leiðarljósi að minnast sögu hússins sem íþróttahúss.
2013 Viðbygging við austurhlið leikhússins eykur geymslurými leikmynda og tengir smíðaverkstæði í kjallara við Stóra sviðið.
2018 Aðgengi fatlaðra að aðalbyggingu bætt með viðbyggingu fyrir lyftu.
Aðstaða gesta, veitingaaðstaða, anddyri og Þjóðleikhúskjallari í aðalbyggingu stórbætt. Endurbætur á lýsingu, innréttingum og húsgögnum. Aðstaðan færð nær upprunalegu höfundarverki Guðjóns Samúelssonar. Byggingin lýst upp að utan.
2022 Gagngerar endurbætur á forsal og aðstöðu gesta í Kassanum og á Litla sviðinu með bættri veitingaaðstöðu.
Í tilefni af 75 ára afmæli leikhússins samþykkti ríkisstjórn Íslands að reisa nýtt sýninga- og æfingarými við Þjóðleikhúsið og mun hið nýja svið geta rúmað um 250-320 gesti. Þetta er í fyrsta sinn frá því að Þjóðleikhúsið var vígt sem nýtt, sérhannað leiksvið, er byggt fyrir leikhúsið. Stefnt er að því að viðbyggingin verði tekin í notkun árið 2030, á 80 ára afmæli Þjóðleikhússins. Sjá nánar hér.
-
Halldór Guðmundssonformaður, skipaður án tilnefningar
-
Þóra Einarsdóttirvaraformaður, tilnefnd af Klassís (fagfélagi klassískra söngvara á Íslandi)
-
Valgerður G. Halldórsdóttirskipuð án tilnefningar
-
Kristinn Sigmundssonskipaður án tilnefningar
-
Erling Jóhannessontilnefndur af SAFAS (fagfélögum innan Sviðslistasambands Íslands)
-
Katrín Gunnarsdóttirtilnefnd af SAFAS
-
Vigdís Jakobsdóttirtilnefnd af SAFAS
-
Jóna Finnsdóttirskipuð án tilnefningar
-
Arnór Benónýssonskipaður án tilnefningar
-
Nathalía Druzin Halldórsdóttirskipuð án tilnefningar
-
Gissur Páll Gissurasontilnefndur af Klassís
-
Arna Magnea Dankstilnefnd af SAFAS
-
Hjálmar Hjálmarssontilnefndur af SAFAS
-
Helga Vala Helgadóttirtilnefnd af SAFAS
Verkefnaval og verkefnavalsnefnd, sjá nánar hér.
Stærð leiksviða
STÓRA SVIÐIÐ
Breidd (veggur í vegg): 16,5 m
Breidd (sviðsrammi): 10,4 m
Hæð (sviðsrammi): 7 m
Hæð (sviðsgólf í loft): 20 m
Dýpt: 15 m
KASSINN
Breidd (veggur í vegg): 11,18 m
Dýpt (áhorfendapallar í vegg): 10,5 m
Hæð (gólf í loft): 6,12 m
LITLA SVIÐIÐ
Breidd (veggur í vegg): 7,6 m
Hæð (gólf í loft): 4,3 m