Þjóðleikhús unga fólksins

Við kveikjum áhuga á leikhúsinu og nærum ástríðu nýrra kynslóða um allt land með fjölbreyttum hætti og aukum aðgengi ungs fólks og ólíkra hópa að leikhúsi.

Boðið er upp á framúrskarandi leiksýningar fyrir börn á ólíkum aldri og leikhúsið stendur að margvíslegum verkefnum til að efla áhuga ungs fólks á leiklistinni.

Við opnum töfraheim leiklistarinnar fyrir börnum og unglingum!

 

 

Leikhússkóli Þjóðleikhússins

Þjóðleikhúsið hefur stofnað nýjan leikhússkóla, sem býður upp á einstakt tækifæri fyrir ungt fólk á aldrinum 18-22 ára til að kynna sér leikhúsið frá ólíkum hlið og efla færni sína.

Leikhússkóli Þjóðleikhússins

Fræðsluteymi

Öflugt teymi leiðir fjölbreytt barna- og fræðslustarf Þjóðleikhússins, í samstarfi við listræna stjórnendur. Í teyminu eru Vala Fannell, Jón Stefán Sigurðsson og Elísa Sif Hermannsdóttir. Unnið er að því að halda áfram að efla þennan hluta í starfsemi leikhússins og sækja fram. Við fögnum hugmyndum og tillögum! Netfang barna- og fræðsluteymisins er fraedsla@leikhusid.is.

 


SJÁÐU ALLT EINS OFT OG ÞÚ VILT

Nýtt byltingarkennt áskriftarkort fyrir 15 – 25 ára.
Opið kort á fáránlega góðu verði.
1.450 kr. á mánuði!

  • Áskrift í 10 mánuði.
  • 1.450 kr. á mánuði.
  • Þú bókar miða samdægurs.
  • Þú getur komið aftur og aftur á allar uppsetningar Þjóðleikhússins. (Gildir ekki á sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum eða samstarfssýningar.)
  • Gildir aðeins fyrir eiganda kortsins.

Sala á Opnum kortum hefst í ágúst.

SKOÐA LEIKÁRIÐ

25 ára eða yngri fá þrjár eða fleiri sýningar á 50% afslætti

 

Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti með enn meiri afslætti

  • Ungmennakortið gildir á allar kvöldsýningar Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu, í Kassanum og á Litla sviðinu.

  • Verðið fer eftir þeim sýningum sem þú velur
  • Ungmennakorti fylgja öll sömu fríðindi og almennu leikhúskorti

  • KAUPA UNGMENNAKORT

Börnum um allt land boðið á leiksýningar

Þjóðleikhúsið býður hópum skólabarna á ólíkum aldri að sjá leiksýningar og kynnast töfraheimi leikhússins. Leikhúsið tekur á móti hópum í leikhúsið en ferðast einnig um landið með sýningar sínar og vinnustofur. Leiksýningar í skólum á næstu árum miða að því að öll börn sem útskrifast úr grunnskóla hafi þrisvar á skólagöngu sinni, á ólíkum námsstigum, séð leiksýningu á vegum Þjóðleikhússins.

 

 

Skoðunarferðir um töfraheima leikhússins og starfskynningar

Skólum og hópum er boðið að panta skoðunarferðir um töfraheima leikhússins og árlega tekur leikhúsið á móti fjölda ungmenna í starfskynningu.

Þjóðleikhúsið býður upp á skoðunarferðir um leikhúsið fyrir hópa til að fræðast um bygginguna, störfin baksviðs og sögu leikhússins. Einnig verður boðið upp á skoðunarferðir fyrir almenning á leikárinu þar sem áhugasamir einstaklingar geta komið og kynnst töfraheimi leikhússins. Dagsetningar skoðunarferða má finna á bókunarfomi á heimasíðu leikhússins þar sem skoðunarferðir eru bókaðar.

Bóka skoðunarferð

Nánari upplýsingar á fraedsla@leikhusid.is

Sviðs- og tækninámskeið fyrir áhugaleikfélög og framhaldsskóla

Þjóðleikhúsið styður við starfsemi áhugaleikfélaga og framhaldsskólaleikfélaga landsins með námskeiðahaldi. Boðið verður upp á fjögur námskeið á leikárinu, í ljósahönnun, hljóðhönnun, leikmyndahönnun og búningahönnun. Námskeiðin eru tvær klukkustundir hvert. Þátttakendum býðst að fara á leiksýningu samdægurs í Þjóðleikhúsinu og taka þátt í umræðum við fagfólk eftir sýningu.

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími