Lína Langsokkur

Lína Langsokkur

Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviðið
SVIÐ
Stóra Sviðið
FRUMSÝNING
sept. 2025
VERÐ
7.500 kr.

Hei sala hó sala hoppsasa!“ 

Þekkir þú hana Sigurlínu Rúllugardínu Nýlendínu Krúsímundu Efraímsdóttur Langsokk? Það er hún sem er með hest á veröndinni hjá sér, apa á öxlinni og bakar pönnukökur í matinn! Hún býr ein á Sjónarhóli, á fulla tösku af sjóræningjapeningum og neitar að læra fargnöldrunartöfluna! Hún á ekki vandræðum með að leika á Glám og Glúm, dansar skottís við frú Prússólín og tekur Adolf sterka í bóndabeygju! Já, allir elska hana Línu Langsokk! Uppátæki hennar eru engu lík!

Lína Langsokkur gleður börn um víða veröld og við bjóðum hana velkomna í Þjóðleikhúsið!

Sprellfjörug ný sýning fyrir prakkara á öllum aldri!  

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Sýningarréttur: Nordiska ApS

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími