/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Agnes Wild

/

Agnes Wild leikstýrir Geim-mér-ei í samstarfi Þjóðleikhússins og Miðnættis.

Agnes Wild lauk BA námi í leiklist frá East 15 acting school í London árið 2013.

Hún er einn stofnenda leikhópsins Miðnættis en hópurinn hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2017 fyrir sýninguna Á eigin fótum sem barnasýning ársins. Nú síðast setti Miðnætti upp sýninguna Djákninn á Myrká, Sagan sem aldrei var sögð hjá Menningarfélagi Akureyrar og Jólaævintýri Þorra og Þuru í Tjarnarbíói.  

Meðal annarra leikstjórnarverkefna má nefna Tréð með leikhópnum Lalalab (2020), Karíus og Baktus í Hörpu (2020), Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist með leikhópnum Umskiptingar og MAK,  Fokkað í Fullveldinu á vegum fullveldishátíðar og Þjóðleikhússins (2018), Shrek og Legally blonde fyrir Kvennaskólann (2018 og 2017), Krúnk krúnk og dirrindí fyrir Menningarfélag Akureyrar (2018) og Elska með leikhópnum Artik (2016). Árið 2015 var Agnes aðstoðarleikstjóri í sýningunni Í Hjarta Hróa Hattar í Þjóðleikhúsinu. Agnes er einn stofnenda leikhópsins Lost Watch theatre sem starfar í London. 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími