Viðlag í Kjallaranum
Söngleikjatónleikar
Tímasetning
24. maí
Verð
4.900
Svið
Kjallarinn

Viðlag er enginn venjulegur kór! 

Eftir tvo uppselda tónleika síðasta sumar snýr sönghópurinn Viðlag aftur á svið – og nú í Þjóðleikhúskjallaranum.

Í þetta sinn eru tónleikarnir með kabarett sniði enda eru Viðlagstónleikar engir hefðbundnir kórtónleikar!

Líkt og fyrr er tónlistin úr söngleikjum, nýjum sem og sígildum. Auk vel valdra samsöngslaga stíga meðlimir á stokk í sólóum, dúettum og tríóum. Meðlimir Viðlags eru allir lærðir leikarar, söngvarar eða hafa áralanga reynslu af söng. 

Það verður enginn svikinn af þessu skemmtilega kvöldi.

Síðast komust færri að en vildu svo það er ekki seinna vænna að næla sér í miða.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími