
Kjallarinn
Klassabúllan í Kjallaranum
Sannkallaður suðupottur!
Þjóðleikhúskjallarinn, sem var opnaður með nýju sniði fyrir tveimur árum, hefur sannarlega slegið í gegn! Gamall sjarmi og ögrandi ferskleiki mætast og til hefur orðið nýr og spennandi vettvangur fyrir list augnabliksins þar sem boðið er upp á fjölbreytta, litríka og ögrandi dagskrá.
Hér getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur.
Taumlaus skemmtun og einstök upplifun fyrir áhorfendur kvöld eftir kvöld! Spuni, uppistand, kabarett, drag, tónlist, gamanóperur, fjölmenningarveisla, leiksýningar, hádegisleikhús og alls konar fjör!
