/
Kjallarinn

Ný og glæsileg klassabúlla

Í Kjallaranum mætir framúrskarandi sviðslistafólk áhorfendum í hrífandi umhverfi  með afburða afþreyingu. Þar er hlúið að návíginu, gleðinni og hlátrinum og list augnabliksins gert hátt undir höfði, jafnt hinum hefðbundnari formum sem og þeim sem hafa í gegnum söguna dansað á jaðrinum og blómstrað í reykmettuðum bakhúsum, á klúbbum og börum.

Taumlaus skemmtun og einstök upplifun fyrir áhorfendur á hverju kvöldi að ógleymdu hina nýja Hádegisleikhúsi sem er frábær upplifun fyrir fjölskyldur, vini eða vinnufélaga.

Þjóðleikhúskjallarinn breytir um svip

Þegar nýr hópur listrænna stjórnenda tók við stjórn Þjóðleikhússins í upphafi ársins 2020 var listræn stefna leikhússins endurskoðuð. Þá var ákveðið að breyta áherslum í Þjóðleikhúskjallaranum umtalsvert og ráðast í gagngerar breytingar á húsnæðinu sjálfu til að styðja við nýjar áherslur.  Kjallarinn skyldi vera Klassabúlla þar sem ögrandi ferskleiki réði ríkjum. Í Kjallaranum yrði boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem yrði fram borin af starfsfólki leikhússins í góðu samstarfi við fjölbreytta flóru listamanna í landinu og erlenda gesti. Í Kjallaranum sitja áhorfendur við borð og njóta veitinga meðan á sýningum stendur en þar er boðið upp á litskrúðuga kabaretta, drepfyndin uppistönd og sketsasýningar, auk þess sem drag- og búrlesq-senan springur út í Kjallaranum.  Þar skyldi nýtt Hádegsleikhús fara af stað.

Eftir gagngerar breytingar og eftir árslokun vegna Covid var Kjallarinn opnaður haustið 2021.  Listrænn stjórnandi Kjallarans leikárið 2021-2022 var Gréta Kristín Ómarsdóttir en hún vann einnig að verkefnavali í Kjallarann fyrir leikárið 2022-23 í samráði við verkefnavalsnefnd hússins. Hákon Jóhannesson tók við sem Kjallarastjóri í ágúst 2022.

Góðan daginn, faggi
Heimildasöngleikur e. Bjarna Snæbjörnsson


KAUPA MIÐA
5.300 kr.
Improv Ísland
Er hægt að deyja úr hlátri?
Alla sýningar eru frumsýningar


KAUPA MIÐA
3.200 kr.
Fullorðin
Sprenghlægilegur gamanleikur sem gekk í tvö leikár hjá Leikfélagi Akureyrar.

KAUPA MIÐA
5.300 kr.
Kjallarakabarett
Heitt og sveitt á föstudögum. fyrir fólk sem hlær hátt!

KAUPA MIÐA
3.900 kr.
Skóli lífsins
Splunkunýtt og ferskt uppistand Jakobs Birgissonar.



KAUPA MIÐA
5.300 kr.
Don Pasquale
Sviðslistahópurinn Óður.
Geymum ekki óperur í glerkössum!


KAUPA MIÐA
4.900 kr.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími