/
Kjallarinn

Klassabúllan í Kjallaranum

Sannkallaður suðupottur!

 

Þjóðleikhúskjallarinn, sem var opnaður með nýju sniði fyrir tveimur árum, hefur sannarlega slegið í gegn! Gamall sjarmi og ögrandi ferskleiki mætast og til hefur orðið nýr og spennandi vettvangur fyrir list augnabliksins þar sem boðið er upp á fjölbreytta, litríka og ögrandi dagskrá.

Hér getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur.

Taumlaus skemmtun og einstök upplifun fyrir áhorfendur kvöld eftir kvöld! Spuni, uppistand, kabarett, drag, tónlist, gamanóperur, fjölmenningarveisla, leiksýningar, hádegisleikhús og alls konar fjör!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími