Verkið
Hádegisleikhúsið
Verkið

Jón Gnarr fer á kostum í nýjum einþáttungi. Tveir menn standa frammi fyrir verki sem þeir eru að hefja. Þeir velta vöngum. Þeir tala saman. Munu þeir einhvern tímann ná að byrja á verkinu?

Skelltu þér í leikhús í hádeginu!

Hádegisleikhúsið tekur til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara í haust. Þar sjá gestir ný íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat.

25. mínútna leiksýning og léttur hádegisverður á 3.900 kr. Gómsæt súpa og nýbakað brauð.

Í hádegisleikhúsinu verða frumsýnd fjögur ný íslensk verk sem valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. 247 leikrit eftir fjölda framúrskarandi höfunda bárust í samkeppnina og voru fjögur þeirra valin til sýninga á þess leikári. Verkin verða sýnd í hádeginu á virkum dögum og þau tekin upp sýnd í Sunnudagaleikhúsi RÚV á næsta ári.

Húsið opnar kl. 11.45 og matur er borinn fram á milli kl. 12.00 og 12.15. Leiksýningin hefst kl. 12:15 og tekur um hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu.

LEIKARAR
Listrænir stjórnendur
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími