/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Guðjón Davíð Karlsson

Höfundur, Leikari, Leikstjóri
/

Guðjón Davíð Karlsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt í leikhúsi og sjónvarpi. Hann leikur Ólaf í Frosti og í Eltum veðrið og Yermu í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék nýlega í Verkinu Hvað sem þið viljið, Jólaboðinu og Nashyrningunum. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar 2005, Borgarleikhúsið 2008 og Þjóðleikhúsið 2015. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann, í samvinnu við Birgittu Haukdal, Láru og Ljónsa og leikstýrði sýningunni. Hann leikstýrði og samdi Slá í gegn, samdi Fjarskaland og leikstýrði Útsendingu. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Loddaranum og Húsinu, og fyrir söng í Jónsmessunæturdraumi.

Nám:

Útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2005.

Þjóðleikhúsið:

Í Þjóðleikhúsinu hefur Guðjón meðal annars leikið í Hvað sem þið viljið, Jólaboðinu, Sem á himni, Nashyrningunum, Shakespeare verður ástfanginn, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Loddaranum, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Húsinu, Óþelló, Í hjarta Hróa hattar og Sporvagninum Girnd.

Hann samdi Stuðmannasöngleikinn Slá í gegn og fjölskyldusöngleikinn Fjarskaland fyrir Þjóðleikhúsið. Hann leikstýrði Jólasögu Láru og Ljónsa, Slá í gegn og Útsendingu í Þjóðleikhúsinu.

Leikfélag Akureyrar:

Hjá LA fór Guðjón með fjölmörg burðarhlutverk og lék m. a. Markó í Pakkinu á móti, Bjarna í Fullkomnu Brúðkaupi, Baldur í Litlu hryllingsbúðinni, Díma í Maríubjöllunni, Ralf í Herra Kolbert, Davey í Svörtum ketti og ýmis hlutverk í Ökutímum.

Borgarleikhúsið:

Guðjón lék m.a. í Fló á skinni, Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Heima er best, Gauragangur, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Nei, ráðherra, Kirsuberjagarðinum, Eldhafi, Mary Poppins, Á sama tíma að ári, Beint í æð, Skálmöld og Er ekki nóg að elska.

Guðjón samdi leikgerð og lék ævintýrin Gói og eldfærin og Gói og baunagrasið sem sýnd voru í Borgarleikhúsinu.

Sjónvarp og kvikmyndir:

Guðjón samdi handrit og var umsjónarmaður Stundarinnar okkar á RÚV í nokkur ár. Hann hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sjá hér.

Verðlaun og viðurkenningar:

Guðjón var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik sinn í Loddaranum og Húsinu, og fyrir söng í Jónsmessunæturdraumi.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími