Jólaboðið

Jólaboðið

Bráðfyndin og skemmtileg sýning sem heillaði áhorfendur á aðventunni í fyrra
Frumsýnt 19. nóvember 2021
Svið
Kassinn
Leikstjórn
Gísli Örn Garðarsson
Lengd
1.40 ekkert hlé

Bráðfyndin og skemmtileg sýning sem heillaði áhorfendur á aðventunni í fyrra!

Í Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í leikandi sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili!

 

Viðburðarík saga íslenskrar fjölskyldu í 100 ár

Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum. Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök.

Leikarar

Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar… um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur.

Gísli Örn Garðarsson

Listrænir stjórnendur

Handrit: Gísli Örn Garðarsson og Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.

Aðrir aðstandendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími