fbpx
Jólaboðið
Á jólunum verður allt að ganga upp, alltaf
Frumsýnt í nóvember 2021
Svið
Kassinn
Verð
6.650
Leikstjórn
Gísli Örn Garðarsson
/
Á þessu heimili eru ekki rjúpur á jólunum, við erum ekki fátæk

Viðburðarík saga íslenskrar stórfjölskyldu í 100 ár

Í verkinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu með stórskemmtilegum hætti. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega á einnar aldar tímabili!

Sagan hefst árið 1914, Íslendingar eru byrjaðir að stunda togaraútgerð. Fyrri heimsstyrjöldin geisar, rafmagnið er að finna sér leið til landsmanna og spænska veikin er handan við hornið. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman hver jól og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum.

Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!

Jólaseðill

Í tengslum við sýninguna verður boðið upp á ljúffengar jólaveitingar, fyrir sýningu og í hléi.

Einnig ilmandi jólaglögg og piparkökur!

Listrænir stjórnendur
Leikstjórn
Gísli Örn Garðarsson
Leikmynd
Börkur Jónsson
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Tónlist
Salka Sól Eyfeld, Tómas Jónsson
Sýningarstjórn og umsjón
Guðmundur Erlingsson
Leikgervadeild, yfirumsjón
Valdís Karen Smáradóttir
Leikmunadeild, yfirumsjón
Trygve Jónas Eliassen
Handrit

Handrit sýningarinnar er eftir Gísla Örn Garðarsson, byggt á verki Tyru Tønnessen og innblásið af verki Thorntons Wilder, The Long Christmas Dinner.

Áður en þú kaupir stakan miða – mundu að besta verðið er í kortunum!
Áður en þú kaupir stakan miða – mundu að besta verðið er í kortunum!
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími