/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Salka Sól Eyfeld

Tónhöfundur
/

Salka Sól Eyfeld sér um tónlist í Jólaboðinu, ásamt Tómasi Jónssyni, í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Salka Sól Eyfeld er tónlistarkona, leikkona og fjölmiðlakona. Hún lék titilhlutverkið í Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu og leikur nú í Bíddu bara í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hún er meðal annars í hljómsveitunum AmabAdamA og Reykjavíkurdætrum. Hún hefur leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði, meðal annars í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Hún samdi ásamt hljómsveit tónlistina í Í hjarta Hróa hattar í Þjóðleikhúsinu, en hljómsveitin kom einnig fram í sýningunni. Hún samdi jafnframt söngtexta fyrir sýninguna. Salka vann Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2015 í flokknum Söngkona ársins. Hún var útnefnd Bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins verður opin á nýjan leik eftir sumarleyfi þann 19. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími