/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Salka Sól Eyfeld

Leikari, Tónhöfundur
/

Salka Sól Eyfeld leikur í söngleiknum Sem á himni í Þjóðleikhúsinu.

Salka Sól Eyfeld er tónlistarkona, leikkona og fjölmiðlakona. Hún hefur leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði, meðal annars í sjónvarpsþáttunum Verbúð og Ófærð. Hún lék titilhlutverkið í Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu. Hún samdi, ásamt hljómsveit tónlistina í Í hjarta Hróa hattar, kom fram í sýningunni og samdi söngtexta. Hún hefur ferðast með Vesturporti og sýnt sýninguna í Los Angeles og Hong Kong. Einnig sá hún hér um tónlist í Jólaboðinu, ásamt Tómasi Jónssyni. Hún lék og skrifaði Bíddu bara í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Salka hefur fengið fjölda tilnefninga og unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna, Hlustendaverðlaunanna, Grímunnar og Hljóðbókaverðlaunanna. Hún var útnefnd Bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014. Salka hefur jafnframt verið ötul talskona gegn einelti og unnið meðal annars með Vöndu Sigurgeirsdóttur og farið með fræðslu og fyrirlestra í grunnskóla landsins.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími