Salka Sól Eyfeld er tónlistarkona, leikkona og fjölmiðlakona. Hún hefur leikið í sjónvarpi, kvikmyndum og á sviði, meðal annars í sjónvarpsþáttunum Verbúð og Ófærð. Hún lék söngleiknum Sem á himni og titilhlutverkið í Ronju ræningjadóttur í Þjóðleikhúsinu. Hún samdi, ásamt hljómsveit, tónlistina í Í hjarta Hróa hattar, kom fram í sýningunni og samdi söngtexta. Hún hefur sýnt með Vesturporti í Los Angeles og Hong Kong. Hún sá hér um tónlist í Jólaboðinu ásamt Tómasi Jónssyni. Hún lék og skrifaði ásamt öðrum Bíddu bara í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Salka hefur fengið fjölda tilnefninga og unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna, Hlustendaverðlaunanna, Grímunnar og Hljóðbókaverðlaunanna. Hún var útnefnd Bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014.

Starfsfólk Þjóðleikhússins