fbpx
eftir Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak
Sem á himni
Óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar! Glænýr söngleikur sem hefur slegið rækilega í gegn og lætur engan ósnortinn!
Svið
Stóra sviðið
Leikstjórn
Unnur Ösp Stefándsdóttir
Frumsýnt
apríl 2022
„Hjartnæm innblástursbomba sem hristir upp í tilveru ykkar!“

Sem á himni er einstaklega heillandi splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á þessum frábæra söngleik eru væntanlegar víða.

Það er Unnur Ösp Stefánsdóttir sem leikstýrir verkinu en á meðal leikstjórnarverkefna hennar undanfarin ár eru hinar geysinsælu sýningar Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Mamma Mia í Borgarleikhúsinu.

Söngleikur byggður á á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarverðlauna árið 2004

Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina.

 

Sem á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á þessum frábæra söngleik eru væntanlegar víða.

Listrænir stjórnendur
Handrit
Carin Pollak, Kay Pollak
Tónlist
Fredrik Kempe
Þýðing
Þórarinn Eldjárn
Leikstjóri
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningar
Filippía I. Elísdóttir
Danshöfundur
Lee Proud
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin:
virka daga frá kl. 14 – 18
um helgar frá 12 – 18
opið til 2o á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími