/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kjartan Darri Kristjánsson

Leikari
/

Kjartan Darri Kristjánsson útskrifaðist af leikarabraut LHÍ 2015. Hann leikur í Eddu, Frosti, Láru og Ljónsa og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Áður lék hann hér í Sem á himni og Kafbáti. Hann lék m.a. í Pílu Pínu og Helga magra hjá Leikfélagi Akureyrar og Karíusi og Baktusi og How to Become Icelandic í Hörpu. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hjá sjálfstæðum leikhópum sem leikari og vídeó-, hljóð- og ljósahönnuður, m.a. hjá LalaLab, Lab-Loka, SmartíLab, Óskabörnum Ógæfunnar, GRAL og Miðnætti. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í Kafbáti og var tilnefndur fyrir lýsingu í Þórbergi.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími