/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kjartan Darri Kristjánsson

Leikari
/

Kartan Darri leikur í Kafbát. 

Kjartan Darri Kristjánsson útskrifaðist með BA frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2015.

Hann leikur í Sem á himni, Láru og Ljónsa og Draumaþjófnum í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék hér í Kafbáti.

Eftir útskrift tók hann til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar og lék m.a. í verkunum Pílu Pínu og Helga magra. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga í sjálfstæðu senunni sem leikari, vídeó, hljóð og ljósahönnuður. En þar ber helst að nefna sýningarnar Tréð í uppsetningu LalaLab, Karíus og Baktus í uppserningu Daldrandi, Endastöð-Upphaf í uppsetningu Lab-Loka, Fyrirlestur um eitthvað fallegt í uppsetningu SmartíLab, Hún Pabbi í Borgarleikhúsinu, Hans Blær í uppsetningu Óskabarna Ógæfunnar, Svartlyng í uppsetningu GRAL og sýninguna How to Become Icelandic in 60 Minutes sem sýnd hefur verið í Hörpu yfir 800 sinnum.

Hann sá um lýsingu í Geim-mér-ei í samstarfi Þjóðleikhússins og Miðnættis.

Darri hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir ljósahönnun í sýningunni Þórbergur.

Darri hlaut Grímuverðlaunin 2021 sem leikari ársins í aukahlutverki í Kafbáti.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími