Ímyndunarveikin - leiklestur

Ímyndunarveikin – leiklestur

Dags.
26. október
Leikstjórn
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Miðaverð
2.000 kr.
Lengd
2.20, eitt hlé

Molière í 400 ár

400 ára afmælis hins mikla franska meistara gamanleikjanna Molières (1622-1673) er minnst víða, og Þjóðleikhúsið mun standa að tveimur viðburðum í tilefni af afmælinu í haust, í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við HÍ og Sendiráð Frakklands á Íslandi, annars vegar málþingi og hins vegar leiklestri á Ímyndunarveikinni.

Ljósmynd: Ímyndunarveikin í Þjóðleikhúsinu 1976, leikstjórn: Sveinn Einarsson. Baldvin Halldórsson (Hr. Diafoirus), Herdís Þorvaldsdóttir (Toinette), Bessi Bjarnason (Argan).

 

Leiklestur á Ímyndunarveikinni

Leiklestur á Ímyndunarveikinni í þýðingu Sveins Einarssonar og leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur, í Kassanum miðvikudaginn 26. október kl. 17, með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki.

Listrænir stjórnendur

Höfundur
Þýðing

Fluttur er dúett sem saminn var fyrir sýningu Þjóðleikhússins á Ímyndunarveikinni árið 1976. Lag: Jón Þórarinsson. Texti: Tómas Guðmundsson. Píanóleikari: Karl Olgeir Olgeirsson.

 

 

Leikarar – Ímyndunarveikin

Málþing um Molière

Málþing um Molière og leiklestur á brotum úr þýðingum Sveins Einarssonar, Karls Guðmundssonar og Hallgríms Helgasonar á leikritum eftir Molière, í Veröld, HÍ, 12. október kl. 17.

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, opnar málþingið og stýrir umræðum, og fjórir leikarar úr Þjóðleikhúsinu leiklesa brot úr nokkrum verkum Molières, þau Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson. Fræðimenn úr ýmsum áttum fjalla um Molière og verk hans.

Leikarar – málþing

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími