fbpx
/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ebba Katrín Finnsdóttir

/

Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018.

Eftir útskrift bauðst Ebbu samningur við Borgarleikhúsið þar sem hún lék Emmu í Dúkkuheimili 2. hluti, Marínu í NÚNA 2019, Ófelíu og Laertes í Hamlet litla og Filippíu í söngleiknum Matthildi.

Veturinn 2019-2020 hóf hún störf við Þjóðleikhúsið. Fyrsta verkefni hennar í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Uglu í Atómstöðinni í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Önnur hlutverk voru Korovéf í Meistaranum og Margaríta og Hanna í barnasýningunni Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag. Hún er nú fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og mun leika Júlíu í Rómeó og Júlíu undir leikstjórn Þorleifs Arnar á leikárinu.

Ebba lék annað aðalhlutverka í sjónvarpsmyndinni Mannasiðir eftir Maríu Reyndal sem sýnd var á RÚV páskana 2018 en myndin var valin besta leikna sjónvarpsefnið á Eddunni 2019. Einnig lék hún í kvikmyndinni Agnes Joy, þáttaseríunum Venjulegt Fólk og Áramótaskaupi sjónvarpsins 2019 og 2020.

Ebba Katrín hlaut Grímuverðlaunin 2020 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Uglu í Atómstöðinni og var tilnefnd til Grímunnar 2019 fyrir leik sinn í Matthildi.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími