Ellen B.

Ellen B.

Grímuverðlaunasýning ársins – örfáar aukasýningar
Svið
Stóra sviðið
Frumsýnt
26. des ’22
Leikstjóri
Benedict Andrews
Lengd
1.40 ekkert hlé

Þrenn Grímuverðlaun – fimm tilnefningar

 

Fyrri verkin tvö í Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir, Ellen B. og Ex, hlutu frábærar viðtökur á síðasta leikári. Hvor sýning um sig var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, auk þess sem Ellen B. hlaut verðlaunin fyrir sýningu ársins, leikstjórn ársins og leikara ársins í aukahlutverki, og Ex fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki.

Þriðja verkið, Ekki málið, verður frumsýnt í september 2023 í leikstjórn höfundarins sjálfs.

Boðið verður upp á örfáar aukasýningar á Ellen B. og Ex í október og nóvember, og gefst þá færi á að sjá allan þríleikinn. Verkin í þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekkert mál, eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau.

 

 

 

 

 

Spennuþrungið, eldfimt og einstaklega vel skrifað verk sem talar beint inn í samtíma okkar

 

Stórviðburður í evrópsku leikhúsi: Heimsfrumsýning á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews, leikmynd og búningar eftir hina virtu Ninu Wetzel.

 

Mögnuð leikaraveisla

 

Unnur Ösp Stefánsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk þriggja persóna sem hittast eina kvöldstund í heimahúsi. Samskiptin snúast fljótt upp í martraðarkennda viðureign, með grimmilegum ásökunum á báða bóga, þar sem enginn er óhultur og sannleikurinn smýgur stöðugt undan. Undir liggja ágengar spurningar um valdajafnvægi og trúnaðartraust í nánum samböndum, mörkin milli atvinnu og einkalífs, lygina og sannleikann – og ásakanir, hvort sem þær eru falskar eða sannar, eða málin flóknari en svo.

 

Kveikjumerking (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

 

 

 

Leikarar

„Ellen B er kraftmikil, spennandi sýning. Verk skrifað af kunnáttu og öryggi, túlkað af sannfæringu um erindi þess, flutt af fimi og innlifun. Vekur hlátur, andköf og umhugsun. Verðskuldar hið besta gengi meðal fólks sem ann leikhúsinu að gera það sem það gerir best.”

ÞT Mbl 

Myndbönd

Viðtal við leikstjórann Benedict Andrews
Viðtal við Unni Ösp
Viðtal við Benedikt Erlingsson
Viðtal við Ebbu Katrínu

„Þetta verk er svo  margrætt og magnað að því meira sem maður hugsar um það þeim mun fleiri lög opnast í því og varpa ljósi á það sem hefur gerst og er að gerast. Mæli af öllum kröftum með þessari sýningu.”

D.K. Hugrás

Erlent listafólk í fremstu röð gengur til liðs við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið stendur fyrir stórviðburði í íslensku leikhúslífi á Stóra sviðinu – heimsfrumsýningu á glænýjum þríleik eftir Marius von Mayenburg, sem talinn er eitt merkasta núlifandi leikskáld Evrópu. Hinn heimsþekkti leikstjóri Benedict Andrews leikstýrir tveimur verkanna, Ellen B. og Ex, á leikárinu 2022-23 og Marius von Mayenburg mun sjálfur leikstýra því þriðja, Egal (Alveg sama), haustið 2023. Nina Wetzel gerir leikmynd og búninga fyrir þríleikinn. Það er mikill fengur fyrir íslenska leikhúsgesti og listafólk að fá þetta virta leikhúslistafólk til samstarfs. Leikritin eru framúrskarandi vel skrifuð og fjalla um ástina og valdið í samtímanum, nútímafólk og nándina, af nístandi hreinskilni og kolsvörtum húmor. Bitastæð hlutverkin eru öll í höndum stórleikara.

Lesa viðtal við höfund og leikstjóra

 

 

 

Benedict Andrews leikstýrir fyrstu tveimur verkunum í Mayenburg-þríleiknum, Ellen B. og Ex, á Stóra sviði Þjóðleikhússins í vetur. Hann hefur sett upp rómaðar og margverðlaunaðar sýningar í virtustu leikhúsum og óperuhúsum heims, meðal annars í Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum, og gert tvær kvikmyndir í fullri lengd. Hann hefur leikstýrt heimsfrægu listafólki, m.a. Cate Blanchett, Kristen Stewart, Sienna Miller, Gillian Anderson, Isabelle Huppert og Vanessa Kirby.

Benedict fæddist í Ástralíu árið 1972 en hefur verið búsettur á Íslandi um allnokkurt skeið, og starfar víða um heim. Fyrri uppfærslur hans við Þjóðleikhúsið, Lér konungur (2010) og Macbeth (2012), hlutu fjölda Grímuverðlauna, m.a. sem leiksýning ársins, auk þess sem Benedict var valinn leikstjóri ársins fyrir Lé konung. Benedict hefur áður leikstýrt fimm leikritum eftir Marius von Mayenburg í leikhúsum í Ástralíu og við Schaubühne-leikhúsið í Berlín, Feuergesicht, Eldorado, Der Hund, die Nacht und das Messer, Der Häßliche og Freie Sicht / Moving Target sem þeir sömdu í sameiningu.

Sjá nánar

 

„..merkilegt skref í sögu Þjóðleikhússins“ 

„Benedict Andrews kominn aftur til að leikstýra í Þjóðleikhúsinu,
heimsviðburður líkt og leikritið”

SJ Frbl 

Þýski leikhúslistamaðurinn Marius von Mayenburg, höfundur þríleiksins sem samanstendur af Ellen B., Ex og Egal, er eitt stórvirkasta og beittasta leikskáld Evrópu í dag. Verk hans hafa verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál og sett upp í leikhúsum víða um heim. Hann hefur einnig þýtt leikrit og leikstýrt eigin verkum og annarra. Hann starfaði lengi sem dramatúrg við hið virta leikhús Schaubühne am Leniner Platz í Berlín og hefur sett þar upp leiksýningar. Leikrit hans Sá ljóti, Stertabenda, Bæng og Eldfés hafa verið leikin hér á landi.

Sjá nánar

Nina Wetzel hannar leikmynd og búninga fyrir Mayenburg-þríleikinn í Þjóðleikhúsinu, Ellen B., Ex og Egal. Hún er einn eftirsóttasti leikmynda- og búningahöfundurinn á meginlandi Evrópu um þessar mundir. Hún hefur starfað með leikstjórum í fremstu röð og unnið fyrir virt leikhús, óperuhús og leiklistarhátíðir víða um lönd. Hún vann um árabil með leikstjóranum Christoph Schlingensief að verkefnum af ólíku tagi. Hún er einn af nánustu samverkamönnum Thomasar Ostermeier við Schaubühne-leikhúsið í Þýskalandi og hefur jafnframt unnið að ýmsum uppsetningum ásamt Marius von Mayenburg og leikstjóratvíeykinu Dead Centre – Bush Moukarzel og Ben Kidd.

Sjá nánar

Listrænir stjórnendur

Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.

Aðrir aðstandendur

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími