/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Yfirljósahönnuður
/

Yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins

Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann starfaði eitt leikár í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Meðal nýjustu verkefna hans eru Sem á himni, Framúrskarandi vinkona, Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins, nú síðast fyrir Vertu úlfur.

 

Meira um feril:

Björn Bergsteinn Guðmundsson er einn af okkar alreyndustu ljósahönnuðum og hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni og fyrir ýmsa leikhópa. Auk þess starfaði hann eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn.

Björn  starfaði sem ljósamaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 1982 til 2005 og hannað lýsingu m.a. fyrir Villiöndina, Brúðuheimili, RENT, Krítarhringinn í Kákasus, Hægan, Elektra, Kirsuberjagarðinn, Bláa hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Cyrano frá Bergerac, Veisluna, Jón Gabríel Borkmann, Þetta er allt að koma, Edith Piaf, Nítjánhundruð og Öxina og jörðina. Björn hannaði ásamt Páli Ragnarssyni lýsingu við óperuna Hollendinginn fljúgandi sem sýnd var á Listahátíð 2002 á Stóra sviði Þjóðleikhússins.

Frá 2005 til 2020 var Björn yfirljósahönnuður Borgarleikhússins og hannaði þar ljós m.a. við Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskylduna, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærða Pétur, Kirsuberjagarðinn, Svar við bréfi Helgu, Rautt, Mýs og menn, Hamlet, Jeppa á Fjalli, Furðulegt háttalag hunds um nótt, Línu Langsokk, Dúkkuheimili, Mávinn, Njálu, Flóð, Fórn, Sölku Völku, 1984, Guð blessi Ísland, Medeu og Dúkkuheimili – 2. hluti., Kæru Jelenu, Ríkharð III og Rocky Horror Show. Á síðasta leikári hannaði Björn lýsingu fyrir Eitur,Vanja Frænda, Níu Líf, og Ævi. Björn hefur jafnframt starfað erlendis og lýsti meðal annars óperu Richard Wagners Sigfried hjá Badisches Staatstheater í Karlsruhe árið 2017, Söngleik um Yves Montand í Ríalto theater í Kaupmannahöfn og Hárið í Barselóna. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins. Björn er nú yfirljósahönnuður í Þjóðleikhúsinu.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími