Ekki málið

Ekki málið

Heimsfrumsýning á þriðja verkinu í Mayenburg-þríleiknum
Svið
Stóra sviðið
Frumsýnt
23. sept. ’23
Miðaverð
7.250 kr.
Lengd
1.40 ekkert hlé

Eitursnjallt og einstaklega áhrifaríkt verk sem kemur sífellt á óvart

Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?

Ekki málið er einstaklega vel skrifað og eldfimt verk þar sem er fjallað af einstöku næmi og húmor um samskipti kynjanna, hina hálu framabraut, barnauppeldi og tærandi afbrýðisemi.

Leikritið er heimsfrumsýnt á Íslandi og nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir.

This season we offer captioning in English for the 7th performance of productions on our Main Stage. 

6. sýning – umræður eftir sýningu. 

7. sýning – textun á ensku og íslensku.

Kveikjumerking (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

Mayenburg-hátíð í október og nóvember

Þjóðleikhúsið efnir til Mayenburghátíðar í október og nóvember og sýnir öll verkin. Fyrir þau sem vilja upplifa allar sýningarnar á sama degi er boðið upp á Mayenburgveislu laugardaginn 28. október. Fram að þeim degi verður boðið upp á þétta sýningadagskrá á Ekki málið en í kjölfarið stakar sýningar á eftirfarandi dögum á fyrri verkunum tveimur, auk sýninga á Ekki málið:

Nánar

Leikarar

Myndbönd

Marius von Mayenburg
Björn Thors
Ilmur Kristjánsdóttir

Listrænir stjórnendur

Höfundur og leikstjóri
Þýðing
Leikmynd og búningar
Hljóðhönnun

…launfyndið rifrildi sem þau glansa stórkostlega í, Björn og Ilmur. Þvílíkir snillingar! …guð minn góður hvað það [verkið] er vel skrifað!

SA, TMM

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn
Aðstoðarmaður leikmyndahöfundar
Hljóðstjórn
Búningar, yfirumsjón
Leikgervi, yfirumsjón
Leiksviðsstjóri
Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu
Leikmunir, yfirumsjón
Sviðstækni, yfirumsjón og leikmunir á sýningum
Sviðsmaður
Tæknileg útfærsla leikmyndar
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími