/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

David Riaño Molina

/

David Riaño Molina er kólumbískur gítarleikari, tónskáld og hljóðhönnuður sem er búsettur í Berlín í Þýskalandi. Að loknu námi við Jazz Institute Berlin (UdK) undir leiðsögn hins heimsþekkta djassgítarleikara Prof. Kurt Rosenwinkel, hóf David feril sinn á alþjóðlegum vettvangi.

David sér um tónlist í Ekki málið í Þjóðleikhúsinu.

David hefur komið fram á virtum tónlistarhátíðum víða um heim, og má þar nefna jasshátíðirnar í Berlín, Lyon, Leipzig, Stuttgart, Enschede, Fieberbrunn, Tel Aviv og Limassol. Hann byrjaði að starfa sem tónlistarmaður við sviðslistir árið 2017. Hann var meðal tónlistarflytjenda í sýningu leikstjórans Falk Richters á Verräter í Maxim Gorki leikhúsinu í Berlín. Hann starfaði sem tónlistarstjóri og aðstoðarmaður tónskáldsins Nils Ostendorf við sýningar Thomasar Ostermeier hjá Schaubühne í Berlín á Im Herzen der Gewalt, Abgrund og Jugend Ohne Gott. Hann hóf samstarf við leikstjórann Marius von Mayenburg árið 2021, og sá um tónlist í uppfærslum hans á Reden über Sex og Nachtland.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími