/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Bjarni Jónsson

Höfundur, þýðandi
/

Bjarni Jónsson lauk prófi í leikhúsfræðum frá háskólanum í München 1992 og starfar sjálfstætt sem leikskáld, dramatúrg, þýðandi og framleiðandi. Bjarni þýðir Múttu Courage og verkin þrjú í Mayenburg-þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekki málið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Bjarni er höfundur fjölda leikverka og leikgerða fyrir leikhús og útvarp. Þar má nefna Kaffi og Óhapp í Þjóðleikhúsinu og Sendingu og leikgerðina Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu. Bjarni hefur starfað með Kriðpleir leikhópi og Ernu Ómarsdóttur danshöfundi sem meðhöfundur og dramatúrg í fjölda sýninga. Hann er starfandi dramatúrg leikhópsins The Brokentalkers í Dublin. Bjarni var einn af stofnendum LÓKAL leiklistarhátíðar. Hann hlaut Grímuna fyrir Himnaríki og helvíti og var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Kaffi og Óhapp.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími