/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Bjarni Jónsson

Höfundur
/

Bjarni Jónsson lauk prófi í leikhúsfræðum frá háskólanum í München 1992 og hefur frá árinu 1994 starfað sjálfstætt sem leikskáld, dramatúrg, þýðandi og framleiðandi. Bjarni þýðir öll þrjú verkin í Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið setur upp, Ellen B., Ex og Egal. Bjarni er höfundur fjölda leikverka og leikgerða fyrir leikhús og útvarp. Þar má nefna Kaffi og Óhapp sem sýnd voru í Þjóðleikhúsinu og Sendingu sem sýnd var í Borgarleikhúsinu. Hann gerði leikgerð af þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti, fyrir Borgarleikhúsið. Bjarni hefur starfað með Kriðpleir leikhópi sem meðhöfundur og dramatúrg verkanna Blokkin, Tiny Guy, Síðbúin rannsókn, Krísufundur, Ævisaga einhvers, Bónusferðin, Litlu jólin og Vorar skuldir. Hann er starfandi dramatúrg leikhópsins The Brokentalkers í Dublin, og vann m.a. með þeim This Beach, Woman Undone og The Boy Who Never Was. Hann hefur síðustu árin unnið með Ernu Ómarsdóttur danshöfundi, sem dramatúrg og meðhöfundur verka á borð við FÓRN, Tomorrow Is Another Day Of Wants And Needs (steirischer Herbst, Graz) og Orpheus+Eurydice sem sýnt var í Borgarleikhúsinu í Freiburg. Bjarni var einn af stofnendum LÓKAL leiklistarhátíðar í Reykjavík og annar af listrænum stjórnendum hátíðarinnar 2008-2018. Hann hlaut Ísnálina 2022 fyrir þýðingu sína á bókinni Kalmann og norrænu útvarpsverðlaunin 2002 fyrir Svefnhjólið. Leikrit hans Kaffi var tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna árið 2000. Hann hlaut Grímuna fyrir Himnaríki og helvíti.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími