
Ex
Annað verkið í glænýjum þríleik eftir Mayenburg – Þrjú sjálfstæð verk mynda þríleik
Ex er flugbeitt sálfræðidrama og annað verkið í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg sem verðlaunaleikstjórinn Benedict Andrews leikstýrir. Verkin í þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekkert mál, eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau.
Á fallegu heimili fyrirmyndarhjóna, arkítekts og læknis með tvö ung börn er bankað upp á um miðja nótt. Fyrir utan stendur fyrrverandi kærasta eiginmannsins og bráðvantar samastað eftir að hafa flutt út frá sambýlismanni sínum í miklum flýti. Fljótlega breytist heimilið í vígvöll þar sem ásakanir og uppljóstranir þjóta á milli eins og byssukúlur. Hvað dró þetta fólk hvert að öðru í upphafi?

Hvort skiptir meira máli í hjónabandi til lengdar, ástríðan eða sameiginleg markmið, lífssýn og samfélagsstaða? Af vægðarleysi og sótsvörtum húmor er tekist á við ágengar spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, lífsorkuna og lífsleiðann, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks.
Ex var frumflutt hjá Riksteatern í Svíþjóð 2021. Hér er á ferðinni réttnefnt leikhúskonfekt, þar sem stórleikarar í bitastæðum hlutverkum kryfja líf nútímafólks.

Leikarar
Sesselja Katrín Árnadóttir leikur Betu, dóttur Daníels og Sigrúnar.
Myndbönd
Listrænir stjórnendur
Sýningin hentar ekki börnum eða viðkvæmum.
Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.
Nína Dögg er stórkostleg í hlutverki Sylvíu og hefur rýnir ekki séðhana gera betur á leiksviði
SBH, Mbl
Aðrir aðstandendur




















Aðvörun – ágengt leikhús (Trigger warning)
Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur verið ágeng fyrir áhorfendur. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrirfram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar sem þú vilt forðast, midasala@leikhusid.is.