![Ex](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/Ex-2000x2000-1-20x20.jpg)
Ex
Nína Dögg hlaut Grímuverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fyrri verkin tvö í Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir, Ellen B. og Ex, hlutu frábærar viðtökur á síðasta leikári. Hvor sýning um sig var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, auk þess sem Ellen B. hlaut verðlaunin fyrir sýningu ársins, leikstjórn ársins og leikara ársins í aukahlutverki, og Ex fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki.
Þriðja verkið, Ekki málið, verður frumsýnt í september 2023 í leikstjórn höfundarins sjálfs.
Boðið verður upp á örfáar aukasýningar á Ellen B. og Ex í október og nóvember, og gefst þá færi á að sjá allan þríleikinn. Verkin í þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekkert mál, eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau.
Fortíðin bankar upp á. Lokkandi tilhugsun? Eða lamandi?
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/08/0M2A8874-20x13.jpg)
Annað verkið í glænýjum þríleik eftir Mayenburg – flugbeitt sálfræðidrama
Á fallegu heimili fyrirmyndarhjóna, arkítekts og læknis með tvö ung börn er bankað upp á um miðja nótt. Fyrir utan stendur fyrrverandi kærasta eiginmannsins og bráðvantar samastað eftir að hafa flutt út frá sambýlismanni sínum í miklum flýti. Fljótlega breytist heimilið í vígvöll þar sem ásakanir og uppljóstranir þjóta á milli eins og byssukúlur. Hvað dró þetta fólk hvert að öðru í upphafi?
Hvort skiptir meira máli í hjónabandi til lengdar, ástríðan eða sameiginleg markmið, lífssýn og samfélagsstaða? Af vægðarleysi og sótsvörtum húmor er tekist á við ágengar spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, lífsorkuna og lífsleiðann, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks.
Ex var frumflutt hjá Riksteatern í Svíþjóð 2021. Hér er á ferðinni réttnefnt leikhúskonfekt, þar sem stórleikarar í bitastæðum hlutverkum kryfja líf nútímafólks.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9994-20x13.jpg)
Leikarar
Sesselja Katrín Árnadóttir leikur Betu, dóttur Daníels og Sigrúnar.
Myndbönd
Listrænir stjórnendur
Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.
Nína Dögg er stórkostleg í hlutverki Sylvíu og hefur rýnir ekki séðhana gera betur á leiksviði
SBH, Mbl
Aðrir aðstandendur
Umsjón með skjátextum á 7. sýningu: Júlíana Kristín Jóhannsdóttir.
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9994-2-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A8776-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A8736-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A8805-20x30.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A0461-20x30.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9988-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A8602-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A0334-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9208-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A0297-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A0191-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9965-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9641-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9754-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A0360-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9574-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A0491-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9436-20x13.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9215-20x30.jpg)
![](https://leikhusid.is/wp-content/uploads/2022/06/I9A9184-20x13.jpg)