Ex

Ex

Fortíðin bankar upp á. Lokkandi tilhugsun? Eða lamandi?
SVIÐ
Stóra Sviðið
Höfundur
Marius von Mayenburg
Leikstjóri
Benedict Andrews
Lengd
1.50 ekkert hlé

Annað verkið í glænýjum þríleik eftir Mayenburg – Þrjú sjálfstæð verk mynda þríleik

Ex er flugbeitt sálfræðidrama og annað verkið í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg sem verðlaunaleikstjórinn Benedict Andrews leikstýrir. Verkin í þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekkert mál, eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau.

Á fallegu heimili fyrirmyndarhjóna, arkítekts og læknis með tvö ung börn er bankað upp á um miðja nótt. Fyrir utan stendur fyrrverandi kærasta eiginmannsins og bráðvantar samastað eftir að hafa flutt út frá sambýlismanni sínum í miklum flýti. Fljótlega breytist heimilið í vígvöll þar sem ásakanir og uppljóstranir þjóta á milli eins og byssukúlur. Hvað dró þetta fólk hvert að öðru í upphafi?

Hvort skiptir meira máli í hjónabandi til lengdar, ástríðan eða sameiginleg markmið, lífssýn og samfélagsstaða? Af vægðarleysi og sótsvörtum húmor er tekist á við ágengar spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, lífsorkuna og lífsleiðann, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks. 

Ex var frumflutt hjá Riksteatern í Svíþjóð 2021. Hér er á ferðinni réttnefnt leikhúskonfekt, þar sem stórleikarar í bitastæðum hlutverkum kryfja líf nútímafólks.

Leikarar

Sesselja Katrín Árnadóttir leikur Betu, dóttur Daníels og Sigrúnar.

Myndbönd

Viðtal við Gísla Örn

Listrænir stjórnendur

Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.

Aðrir aðstandendur

Sýningin hentar ekki börnum eða viðkvæmum.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími