/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Steinunn Lóa Lárusdóttir

Umsjón með börnum
/

Umsjón með börnum

Steinunn Lóa steig fyrst á svið þegar hún var 7 ára í leiksýningunni Söngvaseið í Borgarleikhúsinu. Síðan þá hefur hún leikið í fjölda sýninga bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Þar má nefna Galdrakarlinn í Oz, Dýrin í Hálsaskógi, Óvita, Línu Langsokk og Bláa hnöttinn. Steinunn hefur unnið mikið við talsetningu á barnaefni og bíómyndum hjá Stúdíó Sýrland. Hún lék í kvikmyndinni Bakk og hefur líka leikið í sjónvarpsauglýsingum. Einnig hefur hún nokkrum sinnum brugðið sér í hlutverk Maxímús Músíkús með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er nú nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og situr þar í stjórn leikfélagsins sem oddviti.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími