


bærinn


Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn.
Fjöldi leikara, barna og tónlistarmanna tekur þátt í þessari bráðskemmtilegu og kraftmiklu sýningu á ástsælasta barnaleikriti íslenskrar leikhússögu, þar sem yndislegu sönglögin hans Egners gleðja jafnt unga sem aldna!
Kardemommubærinn var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960 og er nú settur á svið í sjötta sinn. Hver kynslóð verður að fá að kynnast töfraheimi Thorbjörns Egner!
Tónlistin úr sýningunni og annar varningur fæst í forsal leikhússins.
Þú finnur bókina í nýju leikhúsbókabúðinni í anddyri.


Egner var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.
Nánar má lesa um Egner hér.






















































































Tónlistin í sýningunni er eftir Thorbjörn Egner, að undanskildu laginu vð Rakaravísur, sem er eftir Bjarne Amdahl. Útsetning tónlistar: Karl Olgeir Olgeirsson og hljómsveit.













