/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þórey Birgisdóttir

Leikari
/

Þórey Birgisdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018. Í vetur leikur hún hér í Láru og Ljónsa, Ég get og Draumaþjófnum. Áður lék hún í Hvað sem þið viljið, Jónsmessunæturdraumi, Kardemommubænum, Kópavogskróniku, Meistaranum og Margarítu, Nashyrningunum, Ronju ræningjadóttur, Slá í gegn, Shakespeare verður ástfanginn og Vlogginu hér í Þjóðleikhúsinu. Hún sá einnig um sviðshreyfingar í Shakespeare verður ástfanginn og Þitt eigið leikrit II. Meðal verkefna hjá sjálfstæðum leikhúsum eru Sund, Hríma, Karíus og Baktus, Ég býð mig fram, VIVID, Konubörn, Dísa ljósálfur, Kæru vinir, 10 skref blindandi og Vorblótið. Þórey lék í kvikmyndinni Agnesi Joy. Hún hefur einnig komið fram víða sem dansari.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími