Leikverk byggt á bók eftir Kamillu Einarsdóttur. Leikgerð: Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir.
Kópavogskrónika
Til dóttur minnar með ást og steiktum
SVIÐ
Kassinn
Verð
6.450 kr.
Lengd
1.35 ekkert hlé
Leikstjórn
Silja Hauksdóttir
/
Hispurslaus, ögrandi og hrífandi saga úr samtímanum

Í Kópavogskróniku gerir ung, einstæð móðir upp fortíð sína. Óvenjulega opinskátt verk um samband móður og dóttur, þar sem móðir segir dóttur sögu sína og lýsir hispurslaust samskiptum við karlmenn og sukksömu og hömlulausu líferni. Frásögnin er kjaftfor, kaldhæðin, átakanleg og hjartaskerandi, en um leið fyndin og frelsandi.

Hvers vegna finnst þessari ungu konu Kópavogur hafa ómótstæðilegt aðdráttarafl? Er það vegna þess að þar eru falleg útivistarsvæði umkringd dekkjaverkstæðum, það eru engar vídeóspólur í sjoppunni Video grill og það er ekki til neins að láta sig dreyma um að hitta einhvern skjaldsvein á barnum Riddaranum?

Móðir talar til dóttur sinnar og dregur ekkert undan

Skáldsaga Kamillu Einarsdóttur bar með sér hressandi andblæ þegar hún kom út árið 2018, og náði að fanga brot úr samtíma okkar með persónulegum, blátt áfram og kankvísum stíl.

Tónlistarmaðurinn Auður skapar sýningunni magnaðan hljóðheim.

„Fæst börn eru stolt af ríðiafrekum mæðra sinna. En þú verður að viðurkenna að listinn yfir bólfélaga mína er frekar tilkomumikill.“

Úr Kópavogskróniku
Leikarar
Leikarar
/ /
Ilmur Kristjánsdóttir
/ /
Arnmundur Ernst Backman
/ /
Þórey Birgisdóttir
Listrænir stjórnendur
Höfundur skáldsögu
Kamilla Einarsdóttir
Leikgerð
Ilmur Kristjánsdóttir, Silja Hauksdóttir
Leikstjórn
Silja Hauksdóttir
Leikmynd og búningar
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Tónlist
Auður
Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason
Hljóðmynd
Kristján Sigmundur Einarsson
Aðstoðarmaður leikstjóra
Anna María Tómasdóttir
Sýningarumsjón og sýningarstjórn
Guðmundur Erlingsson
Umsjón á sýningum
Guðmundur Erlingsson, Tómas Helgi Baldursson
Hönnun myndefnis
Víðir Sigurðsson
Leikgervi, yfirumsjón
Tinna Ingimarsdóttir, Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Búningadeild, yfirumsjón
Sigurbjörg Stefánsdóttir
Leikmunadeild, yfirumsjón
Mathilde Anne Morant
Tæknistjórn
Áslákur Ingvarsson, Ásta Jónína Arnardóttir
Leikmynd, tæknileg útfærsla
Hákon Örn Hákonarson
Leikmyndarvinna og smíði
Atli Hilmar Skúlason, Dagur Alex Ingason, Haraldur Levi Jónsson, Reynir Þorsteinsson
Tryggðu þér miða!
Opnunartími miðasölu
Opið frá 12-18 á virkum dögum Sýningardögum frá 12-20
Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími