/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Tómas Helgi Baldursson

/

Leikstjóri

Tómas Helgi Baldursson útskrifaðist með BA gráðu af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur starfað við sviðslistir og leikstjórn undanfarin ár. Hann leikstýrði, ásamt Helga Grími Hermannssyni, barnaóperunni Konan og Selshamurinn sem fékk tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2020. Þeir skrifuðu einnig og leikstýrðu sýningunum sem settar voru upp af Listafélagi Verzlunarskóla Íslands og Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð árið 2021. Tómas leikstýrði sýningunni Ausa sem var sýnd í Mengi haustið 2020. Tómas Helgi er hluti af sviðslistahópnum Baðmenn sem setja upp leiksýninguna How To Make Love To a Man í Borgarleikhúsinu í mars 2022. Tómas leikstýrir Ástardrykknum í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími