Póst-Jón

Póst-Jón

SVIÐ
Kjallarinn
Samstarfsaðili
Óður
Lengd
2 klst – eitt hlé
Frumsýning
16. mars 2024
Verð
5.900 kr.

Gamanópera um söngfugla og skrautfjaðrir

Póst-Jón er íslensk staðfæring Óðs á gamanóperunni Le postillon de Lonjumeau eftir franska tónskáldið Adolphe Adam sem var frumsýnd í París árið 1836 við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Hún hefur síðan þá ekki notið þeirra vinsælda sem hún á skilið en hún gerir grín að óperuforminu á hátt sem aðeins sönnum óperuunnanda gæti tekist. Óperan fjallar um póstmanninn Jón sem býðst skyndilega að flytjast til Danmerkur til að gerast óperusöngvari en þarf þá fyrirvaralaust að yfirgefa eiginkonu sína Ingibjörgu sem hann gekk að eiga fyrr sama dag. Tíu árum síðar hittast þau aftur í Kaupmannahöfn með ófyrirséðum afleiðingum.

Nánd við áhorfendur og potað í óskrifaðar reglur

 

Sviðslistahópurinn Óður neitar að geyma óperur í glerkössum. Þau vilja miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum. Þau trúa á nálægð við áhorfendur og einlæga túlkun á tungumáli sem áhorfendur skilja. Fyrsta sýning þeirra, Ástardrykkurinn, sló rækilega í gegn og fylgdu því efir með frábærri sýningu á Don Pasquale.

Óður er Listhópur Reykjavíkur 2024 og er sýningin styrkt af Reykjavíkurborg.

Úr gagnrýni um Don Pasquale

“Venju­leg óperu­upp­færsla getur ekki boðið upp á aðra eins ná­lægð og maður upp­lifði hér. Það var eins og að vera þátt­takandi í sögunni sem var svo sannar­lega ó­metan­legt […] söngur allra var auð­skiljan­legur, og maður skellti upp úr hvað eftir annað. Út­koman var hreint út sagt ó­gleyman­leg skemmtun.” – Jónas Sen

“Þau eru öll flínkir tónlistarmenn og söngvarar og ekki nóg með það; þau eru líka góðir leikarar og kunna að þræða þennan gullna meðalveg sem reynist svo oft vandfundinn í óperunni: að láta leikinn og túlkunina líkt og spretta fram úr söngnum þannig að hvorugt yfirtekur hitt […] Hér er á ferð viðburður sem enginn má missa af, sá sem á annað borð ann tónlist og leiklist.” – Jón Viðar Jónsson

“Þau eru í einu orði sagt, stórkostleg og Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum ein besta skemmtun sem ég hef upplifað í leikhúsi.” – Steingerður Steinarsdóttir

“Svo myljandi fyndið að ég fékk harðsperrur af hlátri.” – Silja Aðalsteinsdóttir

“Þau eru raunverulega að brjóta blað, rífa niður hásali, leysa úr viðjum og álögum, óperuna sjálfa […] í öllum bænum ekki missa af þessu, líka þið sem segist hata óperur og ekki skilja neitt í þeim. Þið munið hafa aðra sögu að segja.” – Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Höfundur
Tónlistarstjórn
Þýðing aríu Bísjú
Sviðshreyfingar
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími