/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigurður Helgi

/

Sigurður Helgi nam píanóleik við Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga og Tónlistarskólann á Akureyri. Hann lauk framhaldsprófi árið 2004 undir handleiðslu dr. Marek Podhajski. Á árunum 2008 til 2011 stundaði hann framhaldsnám í djasspíanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðum við Berklee College of Music í Boston og lauk þaðan BM gráðu summa cum laude.

Hann hefur starfað jöfnum höndum sem klassískur og rytmískur píanóleikari ásamt því að stjórna, kenna, útsetja og semja. Hann hefur komið að ýmsum óperu- og söngleikjauppfærslum hjá áhuga- og atvinnuleikfélögum í gegnum tíðina, nú síðast sem tónlistarstjóri í uppfærslu Sviðslistahópsins Óðs á Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum vorið 2023.

Frá árinu 2018 hefur Sigurður Helgi starfað sem píanóleikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík og sem stjórnandi Karlakórs Kópavogs frá hausti 2022. 

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími