/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Sigurbjörg Stefánsdóttir

/

Sigurbjörg Stefánsdóttir útskrifaðist með BA-próf af hönnunar- og klæðskurðarbraut London College of Fashion árið 2017. Hún lauk sveinsprófi í kjólasaumi frá Tækniskólanum í Reykjavík árið 2012. Hún hefur á undanförnum árum starfað sem klæðskeri í ýmsum verkefnum, jafnt erlendis sem hér heima, með áherslu á búninga. Hún hefur starfað í búningadeildum kvikmynda, hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku óperunni og The Royal Opera House. Árið 2021 er hún staðarlistamaður í Menningarhúsum Kópavogs ásamt þverfaglega hönnunarteyminu Þykjó. Í Þykjó heldur Sigurbjörg utan um hönnun og sníðagerð fyrir búningalínuna Ofurhetjur jarðar. Hún heldur einnig utan um kynningarefni, ímynd og mörkun Þykjó.

Sigurbjörg Stefánsdóttir er meðhöfundur búninga í Ástu í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími