Ásta

Ásta

Seiðandi og ágeng Reykjavíkursaga
Verð
6.650
Lengd
um 2.30 klst. eitt hlé

Leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur

Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós.

Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst.

Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Matthildur Hafliðadóttir söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja frumsamin lög við ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.

Ásta lagði líkama og sál að veði í baráttunni við kreddur samtímans og sjálfa sig; hún var leiftrandi stjarna sem brann upp á ógnarhraða.

Ólafur Egill Egilsson

Leikarar

Hljómsveit

Myndbönd

Perluskel

Lag: Guðmundur Óskar Guðmundsson
Texti: Ásta Sigurðardóttir

Guðmundur Óskar Guðmundsson: bassi
Matthildur Hafliðadóttir: söngur
Rögnvaldur Borgþórsson: gítar
Svanildur Lóa Bergsveinsdóttir: trommur

Málþing um Ástu Sigurðardóttur og greinasafn

 

Í haust kemur út á vegum Lesstofunnar greinasafnið Ástusögur. Um líf og list Ástu Sigurðardóttur í ritstjórn Guðrúnar Steinþórsdóttur og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur. Bókin inniheldur efni eftir fræðikonur, rithöfunda og börn Ástu. Fjallað er um ævi Ástu, smásögur, ljóð og myndir, auk þess sem sjö skáldkonur, innblásnar af verkum Ástu, yrkja ljóð eða skrifa smásögur í bókina. Sunnudaginn 21. nóvember, kl. 13-17 í Kassanum, verður útkomu bókarinnar fagnað með málþingi sem haldið verður í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Þar munu nokkrir höfundar bókarinnar stíga á stokk og lesnir verða upp textar eftir Ástu sjálfa.

Endurútgáfa á Sögum og ljóðum og námskeið

Í tengslum við sýninguna hefur bók Ástu Sigurðardóttur Sögur og ljóð verið endurútgefin á vegum Forlagsins.

Námskeið í tengslum við sýninguna
Þjóðleikhúsið og Endurmenntun HÍ bjóða upp á stutt námskeið í tengslum við sýninguna, sjá endurmenntun.is.

NÁNAR

Umræður eftir 6. sýningu
Líkt og á við um aðrar kvöldsýningar Þjóðleikhússins verður boðið upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á Ástu.

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR

 

 

 

Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann ályktað – Þarna er sú seka, – skækjan!

Ásta Sigurðardóttir – Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns (1951)

Aðrir aðstandendur

Sýning í framhúsi

Í framhúsi er sýning á munum sem tengjast Ástu Sigurðardóttur. Sara Jónsdóttir sá um hönnun sýningarinnar og Hildur Evlalía Unnarsdóttir, Brynja Kristinsdóttir og Elísabet Arna Valsdóttir um útfærslu.

Sérstakar þakkir

Börn Ástu Sigurðardóttur, börn Oddnýjar Sigurðardóttur, Aðalsteinn Ingólfsson, Anna Gyða Gylfadóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Auður Jörundsdóttir, Ágústína Jónsdóttir, Árni Björnsson, Ásdís Hallgrímsdóttir, Ásdís Kvaran, Bryndís Jónsdóttir, Dóra Guðbjört Jónsdóttir, Edda Sigurðardóttir, Edda Janette Sigurðsson, Egill Þorsteinsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Friðrik Eiríksson, Guðbergur Bergsson, Guðný Ýr Jónsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Guðrún Guðnadóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Gunnsteinn Gunnarsson, Halldóra María Steingrímsdóttir og önnur börn Steingríms Sigurðssonar, Hallgrímur Helgason, Haraldur Guðbergsson, Helga Baldursdóttir, Hugrún Gunnarsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Jón Hjaltason, Jón Hjartarson, Kolfinna Sigurvinsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Kristján Jónsson frá Munkaþverá, Laufey Sigurðardóttir, Markús Þór Andrésson, Óttar Guðmundsson, Páll Valsson, Sigrún I. Jónsdóttir, Sigurbjörg Sigurðardóttir (Stella), Sigurborg Jónasdóttir, Sigurður Dagsson Thoroddsen, Sólveig Einarsdóttir, Svava Svandís Guðmundsdóttir, Valgeir Gestsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Vilma Mar, Þórey Jónatansdóttir.

Aðstandendur sýningarinnar vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem höfðu samband og deildu minningum um Ástu Sigurðardóttur.

Tilvísanir í listaverk í sýningunni

Í sýningunni er vitnað í texta nokkurra skálda, með góðfúslegu leyfi aðstandenda. Skáldin eru Arnfríður Jónatansdóttir, Dagur Sigurðarson, Elías Mar, Jónas Svafár, Sigfús Daðason, Stefán Hörður Grímsson og Þorsteinn frá Hamri.

Í sýningunni eru sýnd brot úr heimildamynd eftir Þránd Thoroddsen, með góðfúslegu leyfi aðstandenda. Einnig eru sýnd myndbrot með góðfúslegu leyfi Kvikmyndasafns Íslands, af Ísland á filmu (Dans, Ruth Hanson, Loftur Guðmundsson – Umferðarmynd Hreyfils, Sören Sörensson – Reykjavík vorra daga, Óskar Gíslason).

Í sýningunni er, auk skáldskapar Ástu Sigurðardóttur, vísað í myndlist hennar, einkum dúkristur.

Um tónlistina

Í sýningunni er flutt frumsamin tónlist eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Matthildi Hafliðadóttur við ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur. Einnig eru flutt brot úr öðrum lögum, s.s. Ó, borg, mín borg (lag: Haukur Morthens, ljóð: Vilhjálmur frá Skáholti), Anna í Hlíð (Lag: Dick Thomas, texti: Eiríkur Karl Eiríksson) og Home on the Range (lag: Daniel E. Kelley, texti: Brewster M. Higley).

Lög við ljóð Ástu Sigurðardóttur í sýningunni

eftir Guðmund Óskar Guðmundsson og Matthildi Hafliðadóttur

  • Perluskel
  • Andvakan
  • Kapphlaup um nótt (improviserað)
  • Álfaríma
  • Vökuþula

Aðvörun  – kveikjumerking (e. trigger warning)

Í leikhúsi er fjallað um ólíka kima tilveru okkar, og sú umfjöllun getur orðið ágeng. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar um tilteknar sýningar fyrirfram teljir þú að eitthvað í þeim gæti vakið upp óþægilegar tilfinningar eða valdið þér eða þínum uppnámi, midasala@leikhusid.is

Tryggðu þér miða!
Tryggðu þér miða!
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími