fbpx
Leikverk eftir Ólaf Egil Egilsson byggt á höfundarverki Ástu Sigurðardóttur
Ásta
Seiðandi og ágeng Reykjavíkursaga
Frumsýnt 2021
Svið
Kassinn
Verð
6.650
Leikstjóri
Ólafur Egill Ólafsson
/
Leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur

Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós.

Saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst

Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst.

Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Sigríður Thorlacius söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.

Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna í janúar – febrúar

Ásta lagði líkama og sál að veði í baráttunni við kreddur samtímans og sjálfa sig; hún var leiftrandi stjarna sem brann upp á ógnarhraða.

Ólafur Egill Egilsson
Leikarar
Hljómsveit
LISTRÆNIR STJÓRNENDUR
Handrit og leikstjórn
Ólafur Egill Egilsson
Tónlist og tónlistarstjórn
Guðmundur Óskar Guðmundsson
Leikmynd og búningar
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Lýsing
Halldór Örn Óskarsson
Myndbandshönnun
Steinar Júlíusson
Hljóðmynd
Aron Þór Arnarsson
Sviðshreyfingar
Katrín Mist Haraldsdóttir
Dramatúrg og aðstoðarmaður leikstjóra
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir
Aðrir aðstandendur
Umsjón og sýningarstjórn
Guðmundur Erlingsson
Leikgervadeild, yfirumsjón
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir

„Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann ályktað – Þarna er sú seka, – skækjan!“

Ásta Sigurðardóttir – Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns (1951)
Tryggðu þér miða!
Tryggðu þér miða!
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa til 4. ágúst.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími